Vikan


Vikan - 04.05.1978, Qupperneq 11

Vikan - 04.05.1978, Qupperneq 11
Þeir, sem fara til London í þeim tilgangi að létta sér upp og hressa andann, þurfa ekki að fara fýluför. Þar er ákaflega margs að njóta á öllum menn- ingarsviðum. Sjálf læt ég ekki hjá líða að bregða mér í einn eða tvo djassklúbba, ef ég er þarna á ferð. Einn sá albesti er Ronnie Scott’s á Frith Street 47, þar sem margir frægustu djassistar heims hafa komið fram. Þegar við komum þarna fyrr i vetur, hafði Cleo Laine verið aðalaðdráttaraflið nokkru áður og á undan henni sjálfur Stan Getz ásamt félögum. Hljómsveitin þetta kvöld stóð fyrir sínu, lék vand- aðan djass af stakri alúð, en nöfnum þeirra félaga er ég því miður búin að gleyma. Annan klúbb er gaman að heimsækja, Club 1000 við Oxford Street. Þar er ekki eins fágað, hvorki umhverfi né tónlist. Venjulega leika þar tvö bönd á kvöldi, gjarna háværa dixielandmúsík af mikilli innlifun. Þessir tveir staðir eru jafn ólikir og svart og hvítt, en aðlaðandi hvor á sinn hátt. Þeir, sem áhuga hafa á Leikhús íLondon Þegar annars konar tónlist, popp eða klassík, finna áréiðanlega eitt- hvað við sitt hæfi. Breskir leika af snilld En það er á leiklistarsviðinu, sem alltaf er hvað mest að gerast í London. Leikritin, sem sýnd eru, eru sannarlega ekki alltaf ýkja merkileg að efni til. Ég sá fimm leikrit á einni viku fyrr i vetur, og af þeim voru að minnsta kosti tvö svo vitlaus, að þau hefðu sennilega vakið hneykslun hér heima, a.m.k. spakvitra gagnrýnenda. Annað var þó sýnt í Þjóðleikhúsi Breta, og bæði voru svo frábærlega leikin, að engin leið var að ergja sig yfir efnislegri þynnku þeirra. Og í þessu er einmitt galdur breskra leikhúsa fólginn, breskir leika svo vel, að það er nánast sama, hvaða efnivið þeir bera á borð, maður hlýtur alltaf að njóta þess. Fyrir þá, sem ekki telja sig sterka í enskri tungu, er óþarfi að forðast bresk leikhús, flestir geta notið þess að sjá létta gamanleiki, og alltaf eru einhvers staðar í gangi söng- leikir. Til dæmis er nú Jesus Christ Superstar að renna sitt sjötta ár á enda, en það þykir reyndar engin ósköp í heims- borginni London, þar sem sum verkin ganga árum saman og jafnvel í áratugi, eins og Músagildran hennar Agöthu Christie, sem hefur nú slegið heimsmet með sýningum í aldar- fjórðung. Öll leikritin, sem við sáum fyrr í vetur, virðast enn við góðu lífi og líkleg til að endast a. m. k. fram á sumar, ef ekki næsta vetur. Sá á kvölina. Það var sannarlega erfitt að velja á milli, þegar kom að því að kaupa leikhúsmiða. Það var til dæmis hægt að sjá þá frægu Deboruh Kerr leika á móti Denis Quilley í Candidu eftir Bernard Shaw, Otherwise Engáged undir leikstjórn Harolds Pinter freistaði líka, enda hafði sá leikur hlotið mikið verðlaunasafn árið 1975. Murder at the Vicarage eftir eiginmaðurmn brdfæti fyrir Joan Plowright í titilhlutverki í leikritinu Filumena eftir ítalska leikritaskálið Eduardo de Filippo, meinfyndið leikrit Toms Stoppard, Dirty Linen, Alec Guinness í aðalhlutverki í The Old Country eftir Alan Bennett, stórkostlegur leikur Donalds Sinden í sprenghlægilegum gamanleik eftir Marriott og Chapman og svellandi fjörið í einum af gamanleikjum Feydeaus í Þjóðleikhúsi Breta — þetta eru atburðir, sem ekki gleymast. Colin Bla- kely og Joan Plow right, sem Domenico og Filume- na í leikriti Eduardos de Filippo. Shirley MacLaine

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.