Vikan


Vikan - 04.05.1978, Side 12

Vikan - 04.05.1978, Side 12
Leikhús íLondon Agöthu Christie var á þriðja ári og hafði fengið góða dóma, einnig A Murder is announced eftir sama höfund. Claire Bloom og fleiri góða leikara mátti sjá í Rosmersholm eftir Ibsen. Glynis Johns hafði fengið góða dóma fyrir leik sinn í Cause Celebre eftir Terence Rattigan og þá ekki síður Keith Michell fyrir leik sinn í The Apple Chart eftir Bernard Sliaw. Og í enn einu leikhúsi var verk eftir Shaw, Man and Superman, þar sem Susan Hampshire var meðal leikara. Ekkert af þessu varð þó fyrir valinu. Til þess að búa sig undir það að stunda leikhús í snöggri heim- sókn til London, er til dæmis gott að fylgjast með leik- hússkrifum I Herald Tribune í nokkrar vikur áður. Út frá umsögnum þess blaðs urðu eftir- talin leikhúsverk fyrir vali okkar. Rétt er einnig að geta þess, að á stærri hótelum í London er leikhúsmiðasala, og það sparar óneitanlega sporin að kaupa miðana þar. Þá er að vísu um örlitla álagningu að ræða, og einhverjir kunna að vilja hafa þann háttinn á að fara í leik- húsin rétt fyrir sýningu, og er þá hægt að fá miða á niðursettu verði, ef einhverjir eru eftir. Joan Plowright — Filumena Eduardo de Filippo er einn af fremstu leikritaskáldum ítala. Hann hefur skrifað um 50 leikrit, sem sýnd hafa verið víða um Evrópu og einnig í Banda- ríkjunum. Fyrir um það bil 20 árum sýndi Leikfélag Reykja- víkur Nótt yfir Napoli eftir þennan höfund, og 22. apríl sl. frumsýndi Þjóðleikhúsið leikritið Laugardagur, sunnu- dagur, mánudagur með Herdísi og Róbert í aðalhlutverkum undir stjórn Gunnars Eyjólfs- sonar. Joan Plowright lék einmitt sama hlutverk og Herdís í uppfærslunni í London fyrir tveimur árum. Leikritið um Filumenu skrifaði Filippo árið 1946. Filumena er gleðikona, sem hefur fengið Domenico, elsk- huga sinn í 25 ár, til þess að giftast sér með því að látast vera á banabeði. Domenico er trylltur af bræði yfir svikum hennar, þvi vitanlega er hún hraustari en nokkru sinni fyrr að athöfn lokinni, en hún útskýrir hegðun sína með því, að hún hafi viljað gefa þremur full- orðnum sonum sínum, sem Domenico var alls ókunnugt um, nafn og fjölskyldu. Leikritið er svo stöðug glíma milli þeirra tveggja, og það er reyndar augljóst frá upphafi, hvort er sterkara. í hvert sinn sem Domenico telur sig standa með pálmann í höndunum, kemst hann að raun um annað. Leikur Colins Blakely í hlutverki Domenicos var mjög góður, enda er maðurinn enginn viðvaningur, hefur leikið mikinn fjölda hlutverka á leiksviði, í sjónvarpi og kvikmyndum, og muna til dæmis eflaust margir eftir honum í Morðinu í Austurlandahraðlestinni, sem sýnt var hér heima ekki alls fyrir löngu. Yfir frábæran leik Joans Plowright ná engin orð, hann er blátt áfram ógleymanlegur. Joan þarf varla að kynna mörgum orðum, hún er margverðlaunuð leikkona með fjölda stórra hlut- verka að baki, bæði í London og New York, á sviði, í kvik- myndum og í sjónvarpi. Það er auðvelt að geta sér til um, hvert er umræðuefnið á heimili hennar. Hún er gift Sir Lawrence Olivier. Tom Stoppard — sá besti Fyrsta leikrit Toms Stoppard, Rosencrantz and Guildenstern are dead, var sýnt á Edinborgar- hátíðinni árið 1966. Einn af virtustu leikgagnrýnendum Breta, Robert Bryden, sá þessa uppfærslu lítils leikhóps frá háskólanum í Oxford og kallaði verkið það merkilegasta, sem lengi hefði komið fram. Næsta leikár var leikritið sýnt í Old Vic í London, og sigurganga Toms Stoppard var hafin. „Hann er of góður til að geta verið raunverulegur,” sagði Bernard Levin, gagnrýnandi London Times um Tom Stoppard. „Hann er sá besti, fyndnasti og áhugaverðasti Alec Guinness í hlutverki njósnarans í The Öld Country eftir Alan Bennett. leikritahöfundur í heiminum núna,” skrifaði gagnrýnandi New York Times, John Leonard, nýlega. Og það leikur enginn vafi á því, að Stoppard er í mestu áliti núlifandi breskra leikritahöfunda og eftirsóttari en nokkur þeirra, síðan Harold Pinter og John Osborne voru upp á sitt besta. Hann er sagður hafa margt framyfir þá, ná til víðari áhorfendahóps en Pinter og ekki eins bundinn í tíma og Osborne. Leikrit Stoppards hafa verið þýdd á a.m.k. 30 tungumál og sýnd í um 20 löndunt. Dirty Linen & New-Found- Land, sem við sáum í Arts Theatre fyrr í vetur, eru tveir einþáttungar, geysilega háðskir og fyndnir. Ég ætla reyndar að ráðleggja væntanlegum áhorf- endum að leikritum Stoppards að verða sér úti um þau á prenti, því að orðkynngi hans er slík, að vesæll íslendingur hlýtur að missa af mörgum gullkornum, enda þótt hann hafi sig allan við. En sjáið hann endilega, ef þið hafið tækifæri til. Það er reyndar merkilegt, að stóru leikhúsin hér á landi skuli ekki enn hafa séð sóma sinn í því að kynna jtennan höfund. Það Forsíða leikskrárinnar að leikriti Feydeaus gefur fyllilega til kynna efni leikritsins. varð hlutskipti Herranætur að kynna hann i vetur með leikrit- inu Albert á brúnni, og má unga fólkið vera hreykið af því. Sir Alec í The Old Country Liklega er næstum því nauðsynlegt að vera Breti eða að minnsta kosti mjög vel að sér í breskri þjóðarsál til þess að geta notið út í hörgul hins nýja

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.