Vikan


Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 13

Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 13
Forsíðan á leikskránni hjá Arts Theatre. Donald Sinden á þarna í svolitlum erfiðeikum með Jan Holden í leikriti Marriotts og Chapmans, Shut your Eyes and think of England. leikrits Alans Bennett, The Old Country. Efni leikritsins minnir í mörgu á hið fræga njósnamál, Philbymálið, sem margir kannast við. Það segir frá fulltrúa í breska utanríkis- ráðuneytinu, sem hafði njósnað fyrir Rússa, neyðst til að flýja England og lifir nú ásamt konu sinni uppi í sveit í grennd við Moskvu. Hann hefur orðið breskari en nokkur Breti í útlegðinni, reikar um í flóka- skóm og heldur upp um sig buxunum með gamla skóla- bindinu sínu, hlustar á tónlist eftir Elgar og raular enska sálma, dreymir um enskar garð- veislur og nöldrar yfir því, að te- búðir skuli aflagðar í London, enda þótt hann hafi aldrei heimsótt slíkar. ] hlutverkaskránni er valinn maður í hverju rúmi, og þar ber vitanlega hæst sjálfan Alec Guinness í hlutverki breska njósnarans, Hilarys. Þann leikara þarf ekki að kynna íslendingum, þeir muna hann að minnsta kosti fyrir leik sinn í Brúnni yfir Kwaifljótið, en fyrir það hlutverk fékk hann Óskars- verðlaun. Nú, það má kannski geta þess til gaman, að á þessari sýningu tókst eiginmanni mínum að bregða fæti fyrir Shirley MacLaine, í bókstaflegri merkingu. Hún sat næst gangi örfáum sætaröðum framar en við, og þegar tjaldið féll að leiks- lokum, hnaut einhver um fætur eiginmannsins, sem hann hafði teygt út í ganginn sér til þæginda. Þegar ljósin kviknuðu, sáum við, að það var leikkonan fræga, sem hafði hraóað sér út, þegar tjaldið féll, til þess væntanlega að forðast athygli annarra leikhúsgesta. Meistari Feydeau „Þegar tvær af persónum mínum ættu ekki undir nokkrum kringumstæðum að hittast, kasta ég þeim í fang hvor annarrar, eins fljótt og unnt er,” sagði franski leikrita- höfundurinn Georges Feydeau. Þessari uppskrift fylgdi hann dyggilega í þeim 39 leikritum, sem hann skrifaði um ævina (1862—1921). Þegar Feydeau var lítill drengur, kom faðir hans eitt sinn að honum, þar sem hann var að skrifa, og sagði kennslu- konunni hans, að hún skyldi ekki hafa frekari áhyggjur af námi hans þann daginn, hann væri þegar búinn að skrifa heilt leikrit. Upp frá því skrifaði Feydeau til þess að komast hjá almennum lærdómi. Hann var svo latur, að þegar vinur hans sagði eitt sinn við hann: „Snúðu þér við! Þarna er fallegasta kona, sem ég hef nokkurn tíma séð,” þá svaraði Feydeau, án þess að hreyfa sig: „Lýstu henni fyrir mér.” Feydeau er íslendingum vel kunnur. Leikfélag Reykjavíkur sýndi Fló á skinni við mikla aðsókn fyrir fáum árum, þar sem Gísli Halldórsson skapaði eina af sínum eftirminnilegu persónum í aðalhlutverkinu, og Þjóðleikhúsið sýndi Hvað varstu að gera í nótt? Við sáum The Lady from Maxim’s í Þjóðleikhúsi Breta — og þar var nú ekki • ládeyðan. Fyrir minn smekk eru leikrit Feydeaus þannig, að ef þau eru ekki leikin af hinni mestu snilld, þá leiðast mér þau. Ekki þurfti að kvarta í þetta sinn. Ég hafði reyndar einna mest gaman af að sjá Michael Bryant, vegna þess að hann var mér enn í fersku minni fyrir hlutverk í einum af annars leiðigjörnum sjónvarpsþáttum, sem báru nafnið Colditz. Bryant lék þar meistaralega vel náunga, sem lést vera geðveikur til að sleppa úr fangabúðunum, sem honum og tókst, en galt fyrir með vitinu. Öðru vísi var hlutverk hans í The Lady from Maxim’s, eins og nærri má geta. Þar fór einnig með stórt hlutverk Stephen Moore, sem margir muna úr kvikmyndunum Frenzy og A Bridge too far. Dásamlega asnalegur Donald Sinden No Sex, please, We are British heitir leikrit, sem gengið hefur í London í heil sjö ár og þar með slegið gamanleikjametið i heims- borginni. Auk þess hefur það verið sýnt í 52 öðrum löndum og verið kvikmyndað. Það var því ekki á öðru von en að höfundurinn, Anthony Marriott, reyndi að notfæra sér velgengnina og gera jafnvel enn betur. Ásamt John Chapman, sem ber ábyrgð á geysilegum fjölda gamanleikja í sjónvarpi og á sviði, skrifaði Marriott leikritið Shut your Eyes and think of England, sprenghlægilegan farsa, þar sem þeir félagar skemmta sér við að gera gys að spillingu viðskiptaheimsins, minnimætti Breta gagnvart forríkum Aröbum, sem styðjast að sínu leyti við viðskiptasnilli lögfræðinga af gyðingaættum. Það var þó sannarlega ekki efni leikritsins, sem hreif mig, heldur fyrst og fremst einstak- lega góður leikur Donalds Sinden í hlutverki lítilsiglds bókara, sem forlögin setja í lokum í forstjórastól. Hann var svo dásamlega taugaóstyrkur og asnalegur, að áhorfendur grétu úr hlátri. Donald Sinden er vel þekktur leikari, sem hefur skipt sviðsferli sínum bróðurlega á milli gamanleikja og sígildra verka hjá Royal Shakespeare Company. Og þeir, sem sáu kvikmyndina Dagur Sjakalans muna efláust eftir Donald Sinden. K.H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.