Vikan


Vikan - 04.05.1978, Síða 16

Vikan - 04.05.1978, Síða 16
Nýframhaldssaga eftir Sidney Sheldon: Andlit án grímu FYRSTI KAFLI Klukkan var tíu mínútur yfir ellefu um morgun. Himinninn huldist skæðadrifu hvítra snjókorna, sem þöktu borgina þegar i stað. Mjúkur snjórinn breytti frostköldum götum Manhattan í forarfen, og napur desembervindurinn feykti fólkinu, sem var að versla fyrir jólin.heim á leið í notalegar íbúðir sinar. Eftir Lexington Avenue gekk hávax- inn, grannur maður i gulri regnkápu. Hann gekk hralt, en ekki eins hratt og aðrir vegfarendur, sem voru að flýja kuldann. Hann bar höfuðið hátt og virti ekki viðlits aðra vegfarendur, sem rákust utan i hann. Hann var orðinn frjáls eftir heila ævi i hreinsunareldi, og hann var á leiðinni heim til Mary til að segja henni, að nú væri því lokið. Fortíðin átti að geyma hina dauðu, og framtiðin var björt og gullin. Hann hugsaði um það, hve andlit hennar myndi Ijóma við fréttirnar. Á horni Fimmtugasta og níunda strætis breyttist rafgult um- ferðarljósið i rautt, og hann nam staðar með óþolinmóðum hópnum. Fáein skref frá honum stóð jólasveinn frá Hiálp- ræðishernum við stóran ixrtt. Maðurinn leitaði að fáeinum myntum i vasa sinum til að færa hamingjuguðunum sem fórn. í því barði einhver snöggt á bak hans — högg. sem hristi allan likama hans. Einhver, sem var byrjaður á jóladrykkj- unni og var að reyna að vera vingjarn- legur. Eða Bruce Boyd. Bruce, sem aldrei hafði þckkl eigir. krafta, og hafði barnalega gaman af þvi að meiða hann likamlega. En hann hafði ekki hitt Bruce í heill ár. Maðurinn snéri höfðinu til að sjá, hver sló hann, og það kom honum mjög á óvart, að fæturnir skyldu svikja hann. Hann sá sjálfan sig úr einhverjum fjarska falla á gangstéttina. í hrygg hans var sljór sársauki. sem breiddist hægt út. Það var orðið erfitt að anda. Hann sá heila fylkingu af skóm ganga framhjá andlitinu, rétt eins og þeir væru gæddi. eigin lífi. Kinnar hans voru orðnar kaldar af frosinni gangstéttinni. Hann vissi, að þarna mátti hann ekki liggja. Hann opnaði munninn til að biðja einhvern um að hjálpa sér, úr munni hans streymdi heit, rauð á, sem litaði bráðnandi snjóinn. Hann horfði fullur undrunar á flauminn, sem rann yfir stéttina og hvarf niður í göturæsið. Nú voru kvalirnar orðnar meiri, en honum var sama, þvi skyndilega mundi hann eftir góðu fréttunum. Hann var frjáls. Hann ætlaði að segja Mary, að hann væri frjáls. Hann lokaði augunum til að hvila þau frá hvítri ægibirtu himinsins. Snjórinn var orðinn nistandi slydda, en hann fann ekki fyrir neinu framar. ANNAR KAFLI Carol Roberts heyrði dyrnar að móttökuherberginu opnast og lokast og mennina tvo ganga inn. Áður en hún svo mikið sem leit upp, vissi hún, hverjir þeir voru. Þeir voru tveir. Annar var á fertugsaldri. Hann var stór náungi, tveir metrar á hæð og ekkert annað en vöðvar. Hann hafði þykkt höfuð, djúpstæð, blá augu og þreytulegan munn, sem bar engin merki um kímni- gáfu. Hintt var yngri. Hann hafði hreina og tilfinninganæma andlitsdrætti. Augu hans voru dökk og lifandi. Mennirnir tveir hefðu varla getað verið ólíkari i útliti, en samt hefðu þeir getað verið tvi- burar, að svo miklu leyti, sem Carol skipti. Þeir voru löggur. Hún fann af þeim löggulyktina. Svitadroparnir tóku að leka gegnum svitaeyðisvörnina undir höndum hennar, þegar þeit^gengu i átt að skrifborði hennar. Hugur hennar flaug örvæntingarfullur yfir alla hugsan- lega veikleika. Chick? Guð ntinn góður, hann hafði ekki lent í neinu klandri i rúma sex mánuði. Ekki siðan nóttina góðu i íbúðinni hans, þegar hann bað hana um að giftast sér og lofaði að hætta með klíkunni. Sammy? Hann var i hernum erlendis, og þeir hefðu ekki sent þessa tvo náunga fl til að segja henni þær fréttir, ef eitlhvað hefði komið fyrir bróður hennar. Nei, þeir voru komnir að taka hana. Hún var með gras i töskunni, og einhver helvítis slefberinn hafði kjaftað frá. En hvers vegna tveir? Carol reyndi að telja sjálfri sér trú um það, að þeir gætu ekkert gert henni. Hún var ekki lengur svört smá- mella úr Harlem, sem þeir gátu kássast uppá. Ekki lengur. Hún tók á móti sjúklingum fyrir einn fremsta sálfræðing i Bandarikjunum. En ótti Carol jókst, þegar mennirnir tveir gengu nær. Það var minning ofsótts dýrs um allt of mörg ár i yfirfullri leiguibúð, þar sem hvitir löggæslumenn brutu niður dyr og drógu burt feður, systur eða frænda. En á andliti hennar sást engin hugar- æsing. Við fyrstu sýn sáu lögreglu- mennirnir tveir ekki annað en dökkleita svertingjastúlku á giftingaraldri, klædda vel sniðnum, Ijósum kjól. Rödd hennar var kuldaleg og ópersónuleg. „Hvað get ég gert fyrir ykkur?" spurði hún. Þá tók Andrew McGreavy, eldri lögreglumaðurinn, eftir vaxandi svita- blettum undir höndum hennar. Hann lagði það þegar í stað á minnið, sem athyglisverðar upplýsingar til notkunar síðar. Móttökustjóri læknisins var tauga- óstyrkur. McGreavy dró upp veski, með gömlu skilti nældu í leðurlikið. „McGreavy, rannsóknarlögreglunni, nítjánda hverfi." Hann kynnti félaga sinn. „Angeli rannsóknarlögreglu- maður. Við erum úr morðdeildinni." Morðdeildinni! Ósjálfrátt fékk Carol taugakippi i handleggina. Chick! Hann drap einhvern. Hann hajði svikið það. sem hann lofaði henni. og var byrjaður í ktíkunni aflur. Hann framdi rán. og skaut einhvern — eða var hann skotinn? Dáinn? Var það það. sem þeir cetluðu að segja henni? Hún fann fyrir vaxandi svitablettum. Skyndilega varð hún þeirra meðvituð. McGreavy horfði i andlit hennar, og hún vissi, að hann hafði tekið eftir þeim. Hún þurfti ekki að skiptast á neinum orðum við McGreavy heimsins. Þau þekktust, þegar þau sáust. Þau höfðu þekkst um aldir. „Við ætlum að hitta dr. Judd Stevens,” sagði yngri lögreglumaðurinn. Rödd hans var mild og kurteis, og var i samræmi við útlit hans. Hún tók skyndilega eftir því, að hann bar lítinn, pakka, sem vafinn var í brúnt bréf og bundinn saman með snæri. Það tók nokkra stund fyrir hana að átta sig. Það var þá ekki Chick. Eða Sammy. Eðagrasið. „Mér þykir það leitt,” sagði hún, og gat varla dulið létti sinn. „Það er sjúkl- ingur hjá Stevens lækni." „Þetta tekur ekki nema örfáar mínútur,” sagði McGreavy. „Við þurfum að spyrja hann nokkurra spurninga.” Hann gerði hlé á máli sínu. „Við getum alveg eins gert það á lögreglustöðinni.” Hún leit undrandi á þá tvo. Hvern djöfulinn vildu tveir rannsóknar- lögreglumenn frá morðdeildinni dr. Stevens? Læknirinn hafði ekkert gert af sér, hvað svo sem lögreglan kunni að halda. Hún þekkti hann of vel. Hvað var það annars orðið langur timi? Fjögur ár. Það hófst alit í næturréttinum ... Klukkan var þrjú um nótt, og loft- Ijósin i réttarsalnum gáfu öllum sjúklegt yfirbragð. Herbergið var gamalt, þreytu- legt og kuldalegt, og baðað gamalli svita- lykt óttans, sem hafði hlaðist upp árum saman eins og málning, sem farin er að flagna. Það var óheppnin hennar Carol, að Murphy dómari var aftur á vakt. Það vorti ekki nema tvær vikur siðan hún kom fyrir hann, og þá fékk hún skilorð. Fyrsta brot. Sem þýddi að drullu- sokkarnir höfðu ekki náð henni áður. En nú vissi hún, að dómarinn myndi hafa eitthvað að segja. Málið, sem var á undan hennar, var næstum yfirstaðið. Hávaxinn og rólyndislegur maður, sem stóð fyrir framan dómarann, var eitthvað að segja við hann um skjólstæðing sinn, feitan handjárnaðan mann, sem skalf og nötraði eins og lauf i vindi. Hún hélt að hávaxni maðurinn hlyti að vera málpipa. Hann virtist einhvern veginn vera þannig, að það bauð af honum rólegan þokka, sem kom henni til að finnast feiti maðurinn heppinn að hafa hann. Hún hafði engan. Mennirnir fóru frá dómarasætinu, og Carol heyrði nafn sitl nefnt. Hún stóð upp, og þrýsti hnjánunt saman. svo þau titruðu ekki. Réttarvörðurinn ýtti henni varlega i átt til dómarans. Ritarinn rétti dómaranum ákæruna. Murphy dómari leit á Carol, og síðan á blaðið. sem hann hafði i höndunum. „Carol Roberts. Veiðar á götunni, heimilislaus, með marijuana í fórum sinum og streittist á móti við handtöku.” Þetta siðasta var tóm helvitis vitleysa. Lögregluþjónninn hrinti henni, og hún sparkaði i punginn á honum. Hún var nú bandarískur rikisborgari þrátt fyrir allt. „Þú komsl hér fyrir stultu. er ekki svo, Carol?" Hún gerði rödd sína fulla af efa. „Ég held, að svo hafi verið herra dómari.” „Og ég dæmdi þér skilorð?" „Já, herra.” „Hvaðertugömul?" Hún hefði getað sagt sér það sjálf, að Dr. Stevens hafði gert Carol að því, sem hún var nú. Hún var ekki lengur svört smámella úr Harlem, heldur tók á móti sjúklingum fyrir einn fremsta sálfræðing Bandaríkjanna. Hún vildi, að dr. Stevens væri stoltur af henni. Hún hefði sofið hjá honum, drepið fyrir hann ... Og nú voru þeir komnir, þessir tveir náungar frá morðdeildinni, og ætluðu að tala við hann.. 16VIKAN18. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.