Vikan


Vikan - 04.05.1978, Qupperneq 17

Vikan - 04.05.1978, Qupperneq 17
Þegar Carol leit út um gluggann sá hún örsmáa báta langt fyrir neðan, þar sem þeir ruddu sér braut eftir East River. „Ég verð alltaf svangur, þegar ég kem i réttarsali," sagði Judd. „Hvað segirðu um einhverjar afmælisveitingar?” Og hann fór með hana inn i eldhúsið, þar sem hún fylgdist með honum töfra fram mexíkanska eggjaköku, franskar kartöflur, enskar tebollur, salat og kaffi. „Þetta er einn af kostunum við það að vera einhleypur,” sagði hann. „Ég get eldað þegar mér sýnist.” Nú, svo hann var piparsveinn með enga píku heima. Ef hún spilaði spilun- um sínum rétt núna, þá gat hann reynst gullnáma. Hann fór með hana inn í gestaherbergið, þegar hún var búin að rifa i sig matinn. Svefnherbergið var blámálað. með stóru hjónarúmi, sem bláköflótt rúmteppi var breitt yfir. Þar inni var lika spönsk kommóða úr dökkum viði og með koparskreytingum. „Þú getur sofið hér i nótt,” sagði hann. „Ég skal grafa upp náttföt handa þér.” Þegar Carol leit í kringum sig í þessu smekklega herbergi, hugsaði hún: „..Carol, eískan! Þú erl komin á græna grein! Þessi gæi er að leita að svartri piku með fangelsislykt. Og þú erl pian. sem gefur honum það, sem hann v///." Hún háttaði sig, og var hálftíma í sturtu. Þegar hún kom þaðan með handklæði vafið um glansandi þrýstinn likamann sá hún, að mannfýlan var búin að setja náttföt á rúmið. Hún vissi, hvað klukkan sló, hló og skildi þau þar eftir. Hún henti frá sér hand- klæðinu, og gekk inn i stofuna. Hann var ekki þar. Hún leit inn um dyr, sem opnuðust inn í vinnuherbergi. Þar sat hann við stórt, þægilegt skrifborð. sem gamaldags skrifborðslampi hékk yfir. Vinnustofan var þakin bókum frá gólfi til lofts. Hún gekk að honum og kyssti hann á hálsinn. „Byrjum strax, elskan,” sagði hún. „Þú ert búinn að gera mig svo æsta, að ég get ekki beðið,” hún þrýsti sér fastar að honum. „Eftir hverju erum við að biða, elskan? Ef þú tekur mig ekki strax, þá geng ég af djöfuls göflunum.” Hann leit andartak á hana, hugsandi gráum augum. „Er þetta ekki nógu erfitt fyrir þig?" spurði hann blíðlega. „Þú getur ekkert að því gert, að þú ert fædd svertingi, en hver sagði þér að þú þyrftir að vera sextán ára svört mella, sem reykir gras og er að auki utangarðs?" Hún starði forviða á hann. og braut heilann um það. hvað hún hefði sagt rangt. Kannski þurfti hann fyrst að komast i ham og lentja hana, áður en hann fengi eitlhvað út úr þessu. Eða var það séra Davidson leikurinn, sem hann vildi? Ætlaði hann að biðja yfir störtum rassinum á henni, frelsa hana og taka hana svo? Hún reyndi aftur. Hún stakk hendinni milli fóta hans og strauk hann og hvíslaði, „áfram, elskan. Komdu.” Hann losaði sig bliðlega og kom henni fyrir i hægindastóli. Hún hafði aldrei verið svona rugluð fyrr. Hann virtist ekki vera hommi, en það var aldrei að vita á þessunt siðustu og verstu tímum. „Hvað er það, sem þú vilt. vinur? Segðu mér, hvernig þú vilt gera það og ég skal sjá um það." „Alll i lagi,” sagði hann. „Röbbum saman." þeir myndu spyrja. „Sextán. Ég á sextán ára afmæli í dag. Til hamingju með afmælið," sagði hún. Og hún fór að gráta. Ekkasogin hristu allan líkanta hennar. Hái þögli maðurinn stóð við borð og var að safna saman skjölum, sem hann setti í skjalatösku úr leðri. Hann leit á Carol, þar sem hún stóð þama grátandi. og horfði á hana um stund. Siðan lalaði hann við Murphy dómara. Dómarinn lýsti réttarhléi, og mennirnir tveir hurfu inn í herbergi hans. Fimmtán minútum siðar færði réttarvörðurinn Carol þangað inn. Þögli maðurinn var í djúpunt samræðum viðdómarann. „Þú ert heppin stúlka . Carol." sagði Murphy dómari. „Þér verður veitt annað tækifæri. Rétturinn skapar dr. Stevens sérlegan gæslumann þinn." Langi náunginn var þá ekki málpípa. Hann var skottulæknir. Henni hefði staðið á sama, þótt hann hefði verið Jack the Ripper. Það eina, sem hana langaði til að gera, var að komast út úr djöfuls réttarsalnum áður en þeir kæmust að því, að hún átti ekki afmæli. Læknirinn ók henni heim til sin , og þvaðraði eitthvað, sem ekki þurfti að svara neinu, þannig að Carol hafði tækifæri til að jafna sig og hugleiða málið. Hann stöðvaði bílinn fyrir utan nýlegt fjölbýlishús á Sjötugustu-og fyrstu götu, þar sem sást yfir East River. 1 húsinu voru bæði dyravörður og lyftu- stjóri, og ef dæma mátti eftir rólegum kveðjunum, sem hún fékk, þá kont Itann heim með sextán ára mellur hverja einustu nótt. Carol hafði aidrei séð neina ibúð lika ibúð læknisins. Stofan var hvít, og þar voru tveir langir sófar klæddir gráhvit- um ullardúk. Á milli sófanna var risa- stórt, ferhyrnt kaffiborð með þykkri glerplötu. Á þvi stóð stórt skákborð með útskornum feneyskum taflmönnum. Á veggjunum héngu nútímamálverk. I anddyrinu var innanhússsjónvarp, sem sýndi innganginn að húsinu. í einu horni stofunnar var bar úr reyklitu gleri, þar sem kristalsglös og könnur stóðu. 18. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.