Vikan


Vikan - 04.05.1978, Qupperneq 18

Vikan - 04.05.1978, Qupperneq 18
„Meinarðu— Tala." „Einmitt.” Og þau töluðu. Þelta var furðulegasta nótt, sem Carol hafði nokkurn timann átt. Dr. Stevens fór úr einu umræðuefn- inu i annað, leitaði fyrir sér og reyndi hana. Hann spurði um skoðanir hennar á Vietnam, fátækrahverfum og óeirðum í skólum. 1 hvert sinn, sent Carol hélt að hún væri búin að komast að þvi, hvað hann vildi, skipti hann um umræðuefni. Þau töluðu um hluti, sem hún hafði aldrei áður heyrt um, og hluti, sem hún hélt að hún væri mesti sérfræðingur heimsins i. Mörgum mánuðum siðar lá hún andvaka og reyndi að rifja upp fyrir sér orðin, hugmyndirnar — töfraorðin, sem breyttu henni. Það var einfalt, scm dr. Stevens gerði. Hann talaði við hana. Talaði i raun og veru við hana. Hann kom fram við hana eins og mannlcga veru, jafningja, og hugmyndir hennar, skoðanir og tilfinningar skiptu hann máli. Einhvern límann um nóttina tók hún eftir því, að hún var nakin, og þá fór hún inn, og fór i náttfötin hans. Hann kom inn og settist á rúmstokkinn og þau héldu áfram að tala saman. Þau töluðu um Mao Tse-Tung. húla-hopp hringi og pilluna. Og foreldra. sern aldrei höfðu gifst. Carol sagði honum hluti, sem hún hafði aldrei trúað neinum öðrum fyrir. Hluti, sem höfðu lengi verið grafnir í undirmeðvitund hennar. Og þegar hún loks féll i svefn, þá fannst henni hún vera algerlega tóm. Það var eins og hún væri búin að gangast undir meiri háttar uppskurð, þar sem hún hefði vcrið hreinsuð af heilum hafsjó af eitri. Eftir morgunmatinn næsta dag rélti liann henni hundrað dollara. Hún hikaði, en sagði svo. „Ég laug. Það var ekki afmælisdagurinn minn." „Ég veit það.” Hann glotti. ,',En við erurn ekkert að segja dóntaranum það." Rödd hans brcyttist. „Þú getur hirt þennan pening og gengið út héðan og enginn gcrir þér neitt, fyrr en lögreglan nær þér aftur.” Hann þagnaði. „Mig vantar móttökustjóra. Ég held. að þú gætir staðið þig mjög vel i þvi starfi." Hún leit vantrúð á hann. „Þú ert að gera grin að mér. Ég get hvorki hrað- ritað eða vélritað." „Þú gætir það. ef þú færir aftur I skóla." Carol leil andartak á hann og sagði áköf: „Mér datt það aldrei í hug. Það hljómar stórkostlega.” Hún gat varla beðið eftir að komast út úr ibúðinni með hundrað dollarana hans, til að sýna strákunum og stelpunum á Eishman’s Drugstore i Harleni. þar sem klikan hélt sig. Hún gat keypt sér nóg stuð fyrir þessa peninga til að það entist henni vikuna. Það var eins og hún hefði aldrei farið neitt, þegar hún gekk inn i Fishman’s Drugstore. Hún sá sömu beisku andlitin og heyrði sama uppgefna slangið. Hún var komin heini. Hún gat ekki hætt að hugsa um ibúð læknisins. Það voru ekki húsgögnin. sem gerðu gæfumuninn. Hún var svo — hrcin. Og róleg. Hún var eins og eyja i öðrum heimi. Og hann bauð henni vegabréf þangað. Hverju hafði hún að tapa? Hún gat gert það að gamni sínu — sýnt lækninum að honum skjátlaðist, að hún gæti ekki gert það. Sér til mikillar undrunar lét Carol innrita sig i kvöldskóla. Hún flutti úr herberginu með ryðgaða vaskinum, ónýta salerninu, rifnu gluggatjöldunum og lasburða járnrúminu, þar sern hún lék listir sinar og leikrit. Hún var fallegur milljónaerfingi í París eða London eða Róm, og maðurinn. sem hamaðist ofan á henni, var rikur og myndarlegur konungssonur, sem var ólniur I að giftast henni. Og þegar þeir fengu fullnægingu og skriðu niður af henni. dó draumur hennar. Þangað til næst. Hún saknaði hvorki herbergisins eða prinsanna sinna, og flutti til foreldra sinna. Stevens læknir greiddi henni vasa- peninga, á meðan hún var við nám. Hún fékk fyrsta flokks einkunnir á gagnfræðaprófi. Læknirinn mætti, þegar hún útskrifaðist, og grá aúgu hans voru full af stolti. Einhver trúði á hana. Hún fór að vinna hjá Nedick’s á daginn, og fór á einkarilaranámskeið á kvöldin. Daginn eftir að þvi var lokið fór hún að vinna fyrir Stevens lækni, og hafði efni á að fá sér eigin ibúð. Þau fjögur ár. sem liðin voru. hafði dr. Stevens alltaf koniið fram við hana af söniu alvörugefnu kurteisinni og hann hafði auðsýnt henni fyrstu nóttina. Fyrst beið hún eftir því. að liann minntist á það. sem hún var áður. og það, sem hún var orðin. Loks komst hún ANDLIT ÁN GRÍMU þó að þeirri niðurstöðu, að hann hefði alltaf séð hana eins og það, sem hún var nú. Það cina, sem hann hafði gert, var að hjálpa henni að finna sjálfa sig. Þegar eitthvað bjátaði á hjá henni var hann alltaf reiðubúinn að ræða urn það við hana. Upp á siðkastið hafði hún ætlað að tala við hann um það, sem gerst hafði á milli hennar og Chick, og spyrja hann, hvort hún ætti að segja Chick það, en hún sló því alltaf á Irest. Hún vildi að dr. Stevens væri stoltur af henni. Hún hefði sofið hjá honum, drépið fyrir hann ... Og nú voru þeir komnir þessir tveir náungar frá morðdeildinni og ætluðu að tala við hann. McGreavy var að verða óþolinmóður. „Hvað segirðu þá,ungfrú?"spurði hann. „Ég hef fyrirmæli um að ónáða hann aldrei, þegar hann er að tala við sjúkling,” sagði Carol. Hún sá, hvernig augnaráð McGreavys breyttist. „Ég skal hafa samband við hann." Hún tók upp innanhússsimann, og ýtti á takkann. Eftir augnabliks þögn heyrðist rödd dr. Stevens í simanum. „Já?" „Það eru komnir hingað tveir menn frá morðdeild rannsóknarlögreglunnar læknir. Þeir vilja hitta þig." Hún lagði við hlustir til heyra einhverja brcytingu á rödd hans ... taugaóstyrk... ótta. Það varð engin breyting.„Þeir verða að biða." sagði hann. Hann rauf sambandið. Hún fann til stolts. Þeir gerðu hana ef til vill óstyrka. en þeir gátu ekki komið lækninum hennar úr jafnvægi. Hún leit upp full af þrjósku. „Þú heyrðir hvað hann sagði." sagði hún. „Hvað verður sjúkingurinn lengi hjá honum?” spurði Angeli. yngri maðurinn. Hún leit á klukkuna á borðinu. „Tuttugu og fimrn minútur enn. Þetta er siðasti sjúklingurinn hans i dag." Mennirnir tveir litu hvor á annan. „Við biðum." sagði McGreavy og andvarpaði. Þeir settust. McGreavy horfði rann.akandi á hana. „Mér finnst ég kannast við þig.” sagði hann. Hún lét ekki blekkjast. Náunginn var að fiska. „Þú veist. hvað sagt er," svaraði Carol. „Við eruni öll eins.” Nákvæntlega tuttugu og fimm mínútum síðar heyrði Carol smellinn i hliðardyrunum. sem lágu frá skrifslofu læknisins og frani á ganginn. Fáeinum minútum siðar opnuðust dyrnar að skrif- stofu læknisins. og dr. Judd Stevens kom fram. Hann hikaði. þegar hann sá McGreavy. „Við höfum liist áður.” sagði hann. Hann rnundi ekki hvar. McGreavy kinkaði kolli án þess að bregða svip. „Já... McGreavy yfir- rannsóknarlögreglumaður." Hann benti á Angeli. „Frank Angeli, rannsóknar- lögreglunni." Judd og Angeli tókust i hendur. „Komið inn fyrir.” Mennirnir gengu inn i einkaskrifstofu Judds. og lokuðu. Carol horfði á eftir þeim og reyndi að leggja saman tvo og tvo. Það leit út fyrir. að stóru löggunni væri illa við dr. Stevens. En kannski var það bara hið heillandi eðli hans. Carol var aðeins viss um eitt. Kjóllinn hennar þurfti að fara I hreinsun. Skrifstofa Judds var búin eins og frönsk setustofa. Þar var ekkert skrifborð. Í þess stað voru þægilcgir hægindastólar og litil borð með ósviknum gömlum lömpurn á við og dreif unt herbergið. Ysl í skrifstofunni voru einkadyr. scm lágu fram á ganginn. Á gólfinu var haglega ofin Edward Fields motta. og í einu horninu var damaskklæddur legubekkur. McGreavy tók eftir því, að það voru engin próf- skjöl á veggjunum. En hann hafði athugað málið áður en hann kom hingað. Ef dr. Stevens hefði kært sig um. þá hefði hann getað þakið alla veggi méð skilrikjum og prófskirteinum. „Ég hef aldrei komið inn á skrifstofu geðlæknis fyrr." sagði Angeli, og þólti greinilega mikið til koma. „Ég vildi bara, að íbúðin min liti.svona út." „Sjúklingunum minurn liður betur.” sagði Judd rólega. „Reyndar er ég sálfræðingur." „Fyrirgefðu." sagði Angeli. „Hver er munurinn?" „Um það bil fimmtiu dollarar á klukkutimann," sagði McGreavy. „Félagi minn fcr ekki víða." Félagi. Og skyndilega mundi Judd allt. Félagi McGreavys var skotinn til bana. og McGreavy særður i ráni á áfengisverslun fyrir fjórum — eða var það fimni — árum. Ssmáglæpamaður að nafni Amos Ziffren var handtekinn fyrir glæpinn. Lögfræðingur Ziffrens krafðist sýknunar hans, vegna geðveiki. Judd tók að sér geðrannsókn fyrir vörnina og átti að rannsaka Ziffren. Hann komst að þvi. að hann var ólæknanlega sjúkur rneð heilarýrnun á hástigi. Ziffren slapp við dauðarefsingu vegna framburðar Judd. og var þess i stað sendur á geðveikrahæli. „Nú man ég eftir þér,” sagði Judd. „Ziffren rnálið. Þú fékkst í þig þrjár kúlur. og félagi þinn var drepinn." „Og ég nian cftir þér." sagði McGreavy. „Þú fékkst morðingjann lausan.” „Hvað get éggert fyrir þig?” „Okkur vantar upplýsingar, læknir." sagði McGreavy. Hann kinkaði kolli til Angeli. Angeli fór að fást við bandið um pakkann. sem hann var með. „Við ætlum að biðja þig um að bera kennsl á nokkuð fyrir okkur,” sagði McGreavy. Hann var varkár. og rödd hans gaf ekkert til kynna. Angeli var búinn að opna pakkann. Hann hélt upp gulunt regnfrakka. „Hefurðu einhvern timann séð þessa flík áður?" „Hún er nákvæmlega eins og min regnkápa.” sagði Judd undrandi. „Þetta er þin regnkápa. Nafnið þitt er að minnsta kosti inni í henni." Hvar funduð þið hana?" „Hvar heldur þú að við höfum fundið hana?" Mennirnir tveir voru ekki lengur kæruleysislegir. Óljósa breytingu mátti lesa úrsvip þeirra. Judd horfði andartak á McGreavy, tók siðan pipu af löngu. lágu borði og hóf að troða i hana tóbaki úr krús á borðinu. „Ég held, að það væri best. að Því miður. Ég hef bara ekki efni á því að ráða verslunarstjóra. 18VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.