Vikan


Vikan - 04.05.1978, Side 22

Vikan - 04.05.1978, Side 22
✓ A veikum ís Kæri draumráðandi\ Fyrir nokkru dreymdi mig draum, sem mig langar mjög mikið til að fá ráðningu á. En draumurinn er á þessa leið: Við í fjölskyldunni fórum öll út í sumarbústað, sem við áttum. Eg var nýbúin að eignast hálfbróður, og var að passa hann. Ég spurði mömmu hver væri pabbi hálfbróður míns, og hún sagði að pað væri R., sem ég þekki. Þau höfðu verið að kyssast í síðasta Þorrablóti og átt svo pennan dreng saman. Eg var alveg undrandi á hvað hún talaði kœruleysislega um petta, eins og pað vœri alveg sjálfsagt. Pabbi var parna rétt hjá, en virtist varla heyra hvað hún sagði. Mamma var líka voða kœrulaus með drenginn, lét mig hugsa alveg um hann. Þá kom gamall maður og tveir krakkar með honum af næsta bæ og var svo allt í einu komið stórt vatn, með mjög veiku svelli á, fyrir framan bústðinn okkar. Samt var mitt sumarl Hinum megin við vatnið var tangi og par var sumarbústaður, sem fólkið ætlaði í. Elsti bróðir minn, A., kom til mín, en ég var alltaf að passa. Hann sagði að ég ætti bústaðinn hinum megin við vatnið, en ég hló bara að honum og sagðist ekki eiga neinn sumarbústað. A., ég og miðbróðir minn B., ætluðum að fylgja fólkinu yfir svellið, en þegar við vorum komin aðeins út á pað, þorði ég ekki að fara lengra, pví ísinn var mjög veikur. Mamma fór pá í staðinn fyrir mig, en ég passaði hálfbróður minn á meðan. Þá fór ég að hugsa um, að mikið væri pað sniðugt ef ég og elsti sonur R., myndum giftast og hefðum hálfbróður okkar hjá okkur (eins og hann væri sonur okkar), en samt værum við ekkert skyld. Mér fannst alveg sjálfsagt að hálfbróðir okkar yrði hjá okkur, pví hér virtist enginn hugsa um hann, nema ég. Svo voru mamma og bræður mínir komin heim aftur (í bústaðinn), og fórum við A. pá inn, en bústaðurinn var á tveimur hæðum og fórum við upp. Eyrst komum við inn í eldhúsið, en par var pabbi búinn að smíða stórt og sterklegt eldhúsborð. Eg var hissa á pví, pví par var annað lítið borð. Næst fórum við A. inn t svefnherbergið okkar krakkanna. Þar voru tvö rúm við dyrnar og var annað mikið fallegra (með tjöldum fyrir) og vildi ég endi- legasofa tpvírúmi, en A. sagðiað Mlg dreymdi B. ætti að sofa í þvt, og pá fórum við að rtfast. Svo sá ég að rúmið var alltof stutt fyrir mig, pá spurði ég A. hvar ég ætti að sofa, og þá benti hann á rúm, sem var bak við dyrnar, og lagðist ég upp í pað. Þá rak ég augun í tískublað, sem lá á litla rúminu, og fórum við A. að skoða pað. Á einni opnunni var mynd af tveimur brúðarkjólum, og fórum við að præta um hvor væri fallegri. Þessi, sem mér fannst fallegri var hvítur, alsettur hvítum blómum, en hinn var Ijðsgrænn, mjög einfaldur. Nú var ég vakin, en ég var lengi að komast almennilega inn í þennan heim. A nýársnðtt dreymdi mig mikið strákinn, sem ég var að hugsa um að giftast hér í draumnum á undan. Táknar pað eitthvað? Með fyrirfram pökk fyrir birtinguna. Dtsa. Sumarbústaður í draumi er yfirleitt fyrirboði hjúskaparstofnunar, og farsæls hjónabands. Þín bíða aukin þægindi og öryggi, sem þér mun hlotnast óvænt og á ánægjulegan hátt. Þó er hætt við að vonir þínar vilji bresta, þar sem þú ert oft á tíðum fljótfær og það kemur þér oft illa í koll. Þú færð heimsókn gamals vinar, sem er forvitinn um heimili þitt. Mikil vinna er framundan hjá þér, en ekki er víst að þú uppskerir rlkulega fyrir þá vinnu. Aukin viðskipti eru á næsta leiti, og þíður þín bætt staða. Þú ferð innan skamms í ferðalag, eða færð fréttir af fjarlægum vini eða ættingja. Þú ættir að hugsa þig um tvisvar, áður en þú tekur tilboði, sem þér býðst. Heilsa þín verður góð, en hætt er við að þú verðir fyrir einhverjum minni- háttar vonbrigðum. Glermunir á útsölu. Kæri draumráðandi Mig langar að biðja pig að ráða pennan draum fyrir mig, vegna pess hve hann situr fast í mér. Mig dreymdi, að ég væri stödd á einhvers konar útsölu, pað sem í boði voru alls lags glermunir. Það var sameiginlegt peim öllum, að peir voru glærir og útskomir, ekki ósvipaðir á að líta og kristall. Þetta voru bollar, könnur, vasar, diskar og pess háttar hlutir. Eg var parna að skoða, og sérstaklega leist mér vel á einn vasa. Hann vareins og úr kristal, meðgylltri rönd á brúninni. Ég tók hann og skoðaði og sá, að á hann var skrifað með tússi: kr. 300, 1 stk. og skildi ég pað svo, að petta væri eini vasinn, sem til væri. Eg ákvað með sjálfri mér að kaupa vasann, en nú kom babb í bátinn. Kona og tveir menn, (sem mér fundust vera foreldrar og sonur) höfðu verið að horfa á mig, og allt í einu segir konan við mig, í skipandi tón: ,,Láttu mig fá vasann, ég œtla að kaupa hann. '' Eg var nú ekki á því og kvaðst hafa verið búin að hugsa mér að kaupa hann sjálf. Við pjörkuðum svo um petta dálitla stund. Konan kvaðst hafa SAGT fyrst, að hún ætlaði að kaupa vasann, en ég sagðist hafa HUGSADpaðfyrst. Draumurinn endaði með pví, að við fórum í hálf- gerðan eltingarleik með vasann, og að lokum skutum við máli okkar til eins konar verslunarstjóra. Málið var hins vegar óútkljáð, pegar ég vaknaði, en við vorum íóða önn að sannfæra manninn um muninn á pvt að hugsa fyrst eða tala fyrst. Með fyrirfram pökk. 1. Þessi draumur er fyrir mjög góðu. Þú átt í vændum stöðuhækkun, og henni fylgja aukin auðæfi og mikil hepnni í peningamálum. Þér fylgir gæfa í ástar- málum, og einhverjir óvæntir hamingjusamlegir atburðir eru í vændum, mjög líklega innan fjölskyld- unnar. Mjög fljótlega munt þú lenda í einhverjum smávægilegum vand- ræöum, en þú átt trausta vini og kemst hjá leiðindum, ef þú hlustar á ráðlegg- ingar þeirra. 22VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.