Vikan


Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 40

Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 40
Ilnilurinn 2l.m;irs 20.;i|iríl N;iuliA 21. ipríI 2l.m;ii liíhunirnir 22.m;ii 21.júni Þú getur komið miklu til leiðar, ef þú kærir þig um. Vertu sem mest heima við þessa vikuna, og njóttu heimilislífsins. Þú færð skemmtilega heimsókn á mánudagsk völdið. Heillatala er 9. Reyndu í lengstu lög að komast hjá rifrildi og deilum. Þó er ekki víst, að þér takist það, þótt þú sért allur af vilja gerður. Vertu bjartsýnn á tilveruna. Þú hefur verið alltof eyðslusamur að undanförnu. Reyndu nú að taka þig ærlega á og spara eftir fremsta megni, ekki veitir af. Bréf flytur þér skemmtilegar fréttir. kr.'hhinn 22. jimi _W. juli l.jóniit 24. júli 24. jiSú'l Varastu að taka of alvarlega allt það, sem sagt er við þig. Ekki er víst að allt sé meint í fullri alvöru, og því skaltu nota kimnigáfuna, eins vel og þú getur. Ekki er víst, að allt, sem þú tekur þér fyrir hendur, heppnist eins og þú ætlaðist til. Hafðu hugfast, að enginn er fullkominn,, og láttu því ekki hug- fallast, það tekst betur næst. Mundu, að það er ekki alltaf hægt að reiða sig á aðstoð annarra. Kynntu þér alla málavöxtu, áður en þú fellir dóm yfir einhverjum, og treystu eingöngu á sjálfan þig. S|ion)ilrckinn 24.oki. 2.Vnó\. Þér finnst þú ekki fá nægilegt þakklæti fyrir störf þín og ert leiður og sár þess vegna. En vertu alveg rólegur, koma, tímar, koma ráð, og þú færð allt ríkulega launað síðar. Gleymdu ekki skyldu- störfum þínum, þótt þér finnist gaman að sinna áhugamalunum. Þú kynnist mörgu skemmtilegu fólki í þessari viku, sem verður til þess, að þú gleymir ábyrgðinni. ItogmiiiHirinn 24.no\. 21.clcs. Þú ættir að nota þessa viku til að hvílast vel, þar sem annasamir tímar virð- ast að fara í hönd hjá þér. Reyndu að komast hjá að dragast inn í deilur annarra. Sii intíLÍiin 22.dcs. 20. jan. Gefðu þér góðan tíma til að skipuleggja hlutina, og sýndu skoðunum annarra áhuga. Þér berst eitt- hvað til eyrna varð- andi kunningja þinn, sem veldur þér mikilli umhugsun. Trúðu ekki öllu, sem sagt er. Yalnshcrinn 2l.jan. ló.fchr. Hætta er á, að þú gerir eitthvað, sem þú kemur til með að sjá eftir, ef þú athugar ekki vel þinn gang. Framkvæmdu ekkert, nema að vel yfir- veguðu ráði, og flýttu þér hægt. l iskarnir 20.fchr. 20.m irs Fátt merkilegt mun gerast í þessari viku, og þér finnst hún lengi að Uða. Þó færðu fréttir langt að, sem munu gleðja þig mikið, en hafa í sjálfu sér lítið að segja fyrir þig- Það var mikiU fögnuður í rödd hennar. Kennedy leit á hana þreytulega, en vingjarnlega. ,,Það gleður mig þín vegna, Gwennie,” sagði hann. ,,Ég vona líka að það sé rétt. En ég skal segja ykkur, hvað ég held að sé best að gera. Ég svara bréfinu hennar og segi henni að koma hingað á fimmtudaginn. Það er auðvelt að komast hingað með lest. Ef hún skiptir á Dillmouthstöðinni, getur hún verið komin hingað upp úr hálf- fimm. Ef þið gætuð komið hingað líka, þá gætum við öU rætt við hana.” „Ágætt, sagði GUes. Hann leit á úrið sitt. „Komdu Gwenda, við verðum að flýta okkur. Við ætlum að hitta herra Afflick, sem á Daffodil Coaches, og hann sagðist vera mjög önnum kafinn,” útskýrði GUes. „Afflick?” Kennedy hnykaði brýrnar. „Já auðvitað. DaffodU Coaches er með áætlunarferðir um Devon, þeir eru með hræðilega, griðarstóra skærgula bila. En mér finnst eins og ég kannist við nafnið.” „Helen,” sagði Gwenda. „Ja hérna — ekki er þetta hann?” „Jú.” „En hann var hálfgerður ræfUl. Er hann búinn að koma sér svona vel áfram?” „Segðu mér eitt,” sagði Giles, , ,þú bast enda á eitthvert samband milli hans og Helen. Var það ein- ungis vegna — ja, stöðu hans í þjóðfélaginu?” Kennedy leit þurrlega á hann. „Ég er ákaflega gamaldags, ungi maður. í nútimasamfélagi eiga allir menn að vera jafngóðir. Sið- ferðislega séð, þá er það líka rétt. Það efa ég ekki. En ég held fast í þá staðreynd, að þú fæðist í ákveðna þjóðfélagsstétt — og að það sé best fyrir þig að fara ekki út fyrir þína stétt. Auk þess,” bætti hann við, „fannst mér þessi náungi vera vandræðagemlingur. Sem hann og reyndist líka vera.” „Hvað var það eiginlega, sem hann gerði?” „Ég man það ekki lengur. Að þvi er mig minnir, þá reyndi hann að græða á einhverjum upplýsingum, sem hann komst yfir á skrifstofunni hjá Fane. Eitthvert trúnaðarmál í sambandi við einn viðskiptavin- inn.” ,, Var hann — mjög reiður yfir þvi að vera látinn fara?” Kennedy leit hvasst á hann og sagði stuttlega: „Já.” „Og það var engin önnur ástæða fyrir því, að þér mislíkaði samdrátt- ur hans og systur þinnar? Þér fannst hann ekki — ja — neitt undarlegur.” „Þar sem þú nefnir þetta, þá ætla ég að svara þér í fullri hreinskilni. Mérfannst, sérstaklega eftir að hann var rekinn úr vinnu, að hann væri ekki í andlegu jafnvægi. Það var eins og hann þjáðist af ofsóknar- brjálæði í byrjunarstigi. Það hefur samt sennilega ekkert orðið úr því, fyrst honum hefur vegnað svona vel í lífinu.” „Hver rak hann? Walter Fane?” , ,Ég hef ekki hugmynd um, hvort Walter Fane átti hlut að máli. Það var fyrirtækið, sem lét hann fara.” „Og hann kvartaði fyrir því, að hann hefði verið beittur svikum?” Kennedy kinkaði kolli. „Ég skil... Jæja, við verðum að aka eins og skrattinn sé á hælunum á okkur. Við sjáumst þá á fimmtudaginn.” Húsið var nýbyggt. Þetta var stórt og mikið hús, með gríðar- stórum gluggum. Þeim var vísað í gegnum ríkulega búna forstofu og inn á skrifstofu, þar sem heljarstórt skrifborð fyllti næstum herbergið. Gwenda hvíslaði taugaóstyrk að Giles, „Ekki veit ég, hvað við hefðum gert án ungfrú Marple. Við treystum alltaf á hana í sambandi við allt, sem við gerum. Fyrst voru það vinir hennar í Northumberland og nú skátaferðalagið, sem vin- kona hennar, kona prestsins, sér um.” Giles þaggaði niður i henni um leið og dymar opnuðust og J. J. Afflick kom inn. Hann var feitlaginn maður á miðjum aldri og frekar áberandi klæddur í köflóttum fötum. Augu hans vom dökk og slóttug, og andlit hans rauðleitt og góðlegt. Hann var einna líkastur fengsælum veðmangara. „Herra Reed? Góðan dag. Það gleður mig að kynnast þér.” Giles kynnti Gwendu fyrir hon- um. Hann greip þéttingsfast í hönd hennar. „Og hvað get ég gert fyrir þig, herra Reed? Afflick settist við stóra skrif- borðið. Hann bauð þeim sígarettur úr onyx-sigarettuboxi. Giles byrjaði að segja honum frá skátaferðalaginu. Það vom kunn- ingjar hans, sem sáum um þetta. Hann vildi gjarnan skipuleggja nokkurra daga skoðunarferð um Devon. Afflick var fljótur til svars — hann sagði þeim, hvað þetta myndi kosta, og kom með ýmsar uppá- stungur. En hann var undrandi á svipinn. Loks sagði hann: „Jæja, þetta liggur allt ljóst fyrir, herra Reed, og ég sendi þér svo bréf til frekari stað- festingar. En þetta em bara venju- leg viðskipti. Mér skildist á skrif- stofustúlkunni minni, að þú óskaðir 40VIKAN 18. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.