Vikan


Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 42

Vikan - 04.05.1978, Blaðsíða 42
Gripið simann gerið goð kaup Smáauglýsingar mmiAÐsms Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld tækinu. Og ég held ég viti nokkum veginn, hver bar ábyrgð á því.” „Nú?” Það var spurnarhreimur í rödd Giles, en Afflick hristi höfuðið. ,,Ég segi ekki neitt. En ég hef mínar hugmyndir. Ég var beittur svikráðum — það er nú allt og sumt — ogég veit, hver gerði það. Og lika hvers vegna.” Blóðið vall fram í kinnar hans. „Skíthælar,” sagði hann. „Njósnuðu um mig — lögðu gildrur fyrir mig — og báru svo út lygar um mig. Já, ég á auðvitað mína óvini. En ég hef aldrei látið þá beygja mig. Þeir hafa alltaf komist að því fullkeyptu. Og ég gleymi ekki svo auðveldlega.” Hann þagnaði. Alit í einu breyttist aftur framkoma hans. Hann varð aftur ósköp ljúfmann- legur. „Svo ég er hræddur um, að ég geti ekki hjálpað ykkur. Við Helen skemmtun okkur bara svolitið saman, það var nú allt og sumt. Okkar samband var nú ekki alvarlegra en það.” Gwenda starði á hann. Frásögn hans var ofur eðlileg — en var hún sannleikanum samkvæmt? Eitt- hvað var ekki í samræmi við það, sem hann sagði, — allt í einu rann upp fyrir henni, hvað það var. „Hvað sem því liður,” sagði hún, „þá heimsóttir þú hana, þegar þú seinna komst til Dillmouth.” Hann hló. „Það er alveg rétt hjá þér, frú Reed. Já, það gerði ég. Ég hef sennilega viljað sýna henni, að ég væri ekkert á flæðiskeri staddur, þótt þessi montni lögfræðingur hefði rekið mig frá fyrirtækinu. Ég átti fyrirtæki, sem blómstraði, ég ók á finum bíl og mér hafði í alla staði vegnað vel.” „Þú heimsóttir hana oftar en einu sinni, var það ekki?” Hann hikaði stutta stund. „Tvisvar — eða þrisvar. Rétt leit við.” Hann kinkaði kolli og það var greinilegt að samtalinu var lokið. „Mér þykir leitt að geta ekki orðið ykkur að liði.” Giles stóð á fætur. „Við verðum að biðja þig að fyrirgefa, hvað við höfum tafið þig lengi:” „Það er allt í lagi. Það er ágæt tilbreyting að tala um gamla daga.” Dymar opnuðust. Kona kom i gættina og flýtti sér að biðjast afsökunar. „0, fyrirgefðu — égvissi ekki, að það væri einhver hjá þér — ” „Komdu inn, góða, komdu inn. Má ég kynna ykkur fyrir konunni minni. Þetta eru herra og frú Reed.” Frú Afflick heilsaði þeim með handabandi. Hún var hávaxin, grönn og þunglyndisleg í úthti, en hún var alveg ótrúlega vel klædd. 42VIKAN 18. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.