Vikan


Vikan - 04.05.1978, Side 43

Vikan - 04.05.1978, Side 43
„Við höfum verið að rifja upp gamla daga,” sagði Afflick. „Síðan áður en við kynntumst, Dorothy.” Hann sneri sér að þeim. „Ég kynntist konu minni um borð í skemmtiferðaskipi, ” sagði hann. „Hún er ekki úr þessum heims- hluta. Hún er frænka Lord Polter- ham.” Hann ljómaði af stolti •— en kona hans roðnaði. „Það er mjög gaman i svona skemmtisiglingum” sagði Giles. „Það er ákaflega menntandi,” sagði Afflick. „Ég get nú ekki státað af mikilli menntun.” „Ég er alltaf að segja við manninn minn, að við megun til með að fara i einhverja af þessum Miðjarðarhafssiglinum,” sagði Frú Afflick. „Ég hef ekki tíma. Ég er alveg önnum kafinn.” „Og nú megum við ekki tefja þig lengur,” sagði Giles. „Vertu sæll og þakka þér fyrir. Ég heyri svo frá þér í sambandi við ferðalagið.” Afflick fylgdi þeim til dyra. Gwenda leit um öxl. Frú Afflick stóð i dyrum skrifstofunnar. Augu hennar hvíldu á eiginmanninum og MORÐ tJR GLEYMSKU GRAFIÐ hún var undarlega og óhugnanlega kvíðin á svip. Giles og Gwenda kvöddu aftur og gengu siðan í átt að bílnum. ,Æ, nú hef ég skilið eftir slæðuna mína,” sagði Gwenda. , ,Þú gleymir alltaf einhverju,” sagði Giles. „Vertu ekki svona þjáður á svipinn. Ég skal ná í hana.” Hún hljóp aftur inn 'í húsið. Gegnum opnar skrifstofudyrnar heyrði hún háværa rödd Afflicks: „Til hvers varstu að ryðjast svona inn? Þú kannt þig aldrei.” „Fyrirgefðu Jackie. Ég hélt þú væri einn. Hvaða fólk var þetta og af hverju ertu svona æstur?” „Ég er ekkert æstur. Ég —” Hann þagnaði um leið og hann kom auga á Gwendu. „Ö, herra Afflick, gleymdi ég slæðunni minni hérna?” „Slæðu? Nei, frú Reed. Hún er ekki hér.” „En hvað ég er mikill kjáni. Hún hlýtur að vera í bílnum.” Hún fór aftur út. Giles var búinn að snúa bilnum við. Upp við gangstéttina var mjög glæsilegur, gulur bíll, allur í króm- listum. „En sá bíll,” sagði Giles. „Glæsibíll,” sagði Gwenda. „Manstu Giles? Manstu hvað Edith Pagett sagði, þegar hún var að segja okkur frá þvi, sem Lily hafði sagt? Lily veðjaði á Erskine, en ekki „dularfulla manninn í fína bílnum.” Skilurðu ekki, dularfulli maðurinn í fína bílnum var Jackie Afflick?” „Já,” sagði Giles. „Og í bréfinu til læknisins talaði Lily líka um glæsibilinn.” Þau litu hvort á annað. „Hann var þarna — ” á staðnum, eins og ungfrú Marple myndi segja — þetta kvöld. Ó.Giles, égget varla beðið þangað til á fimmtudaginn eftir þvi, sem Lily Kimble hefur að segja.” , ,En ef hún missir nú kjarkinn og kemur ekki?” „O, hún kemur. Giles, ef þessi bill hefur verið þarna um nóttina „Heldurðu, að það hafi verið svona gulur djöfull, eins og þessi? „Eruð þið að dást að vagninum?” Þau hrukku i kút, þegar þau heyrðu ljúfmannlega rödd herra Afflick. Hann hallaði sér yfir vel klipptan runna fyrir aftan þau. „Litla fífil, kalla ég hann. Ég hef alltaf haft gaman af góðum bílum. Hann er glæsilegur þessi, finnst ykkur ekki?” „Það fer ekki á milli mála,” sagði Giles. „Ég er hrifinn af blómum” sagði herra Afflick. „Fjólur, sóleyjar, fiflar — það er sama, hvað er. Hérna er slæðan þín, frú Reed. Verið þið sæl. Gaman að hafa hitt ykkur.” „Heldurðu, að hann hafi heyrt að við kölluðum bílinn hans gula djöfulinn,” sagði Gwenda um leið og þau óku af stað. „Nei, það held ég ekki. Hann virtist mjög vingjarnlegur, fannst þér það ekki?” Giles var greinilega ekki alveg rótt. Framhaid í næsta blaði. MALLÓ! Vandað Y íslenskt sófasett Sendum í póstkröfu um land allt á ótrúlega lágu verði Staðgreiðsluverð aðeins HuS9agnjm kr. 222.300 Jón Loftsson hf. i lJ J !-i ij 111; r , l'l n\ ii ii ilill- Hringbraut 121 Sími 10600 18. TBL. VIKAN43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.