Vikan


Vikan - 04.05.1978, Side 46

Vikan - 04.05.1978, Side 46
Svo hitti ég,hann, og ég missti fótanna um leið. Mér skildist á honum, að hjónaband hans væri óhamingjusamt, svo að ég hafði ekkert samviskubit, þó við byrjuðum að vera saman mjög fljótlega eftir að við kynntust. En einn dag kom hann til mín og sagði mér, að nú væri því lok- ið og hvort hann mætti flytja til mín. Ég svaraði auðvitað, að það væri alveg sjálfsagt, þrátt fyrir — eða ef til vill, af því að ég hafði ekkert frekar reiknað með því, að samband okkar myndi endast. Hann sagði, að þetta væri einungis til bráðabirgða, á meðan hann væri að finna sér húsnæði. Og nú er iiann búinn að búa hér í rúmlega eitt ár, og við erum komin í þá aðstöðu, að út á við erum við alltaf tekin fyr- ir hjón. Okkur er boðið báðum í fjölskylduboð og í heimsóknir til kunningja.við reynum ekki að leyna því, að við búum saman, þegar við förum út o. s. frv. o.s. frv. En við höfum okkar vanda- mál — því hann er í stöðugu sambandi við fyrri konuna sína. Skilnaðurinn er ekki genginn í gegn ennþá. Ég veit, að þau talast oft við og hittast jafnvel í hádegismat. Og það kemur stundum fyrir, að hún hringir til þess að biðja hann um að hjálpa sér með eitt og annað. Hún býr ekki með neinum öðrum, og mig grunar að hún hafi ekki gefið upp þá von, að hann snúi til hennar aftur og segi skilið við mig. Þegar ég hugsa um þetta, þá finnst mér þetta allt í lagi en í reyndinni er mér ekki sama, og þá fer ég að rífast og heinita, að þetta komist á hreint í eitt skipti fyrir öll. Og þetta ástand fer í taugarnar á okkur báðum. Það er svo auðvelt að segja það eftir á, að hann hefði aldrei átt að flytja til mín. Að hann hefði átt að gefa sér tíma til að átta sig, áður en hann fór að „binda” sig aftur, því það er einmitt það, sem fólk gerir rneð þvi að búa saman, það bindur sig. En þegar maður er svona yfir sig ástfanginn og hefur verið aleinn þetta lengi.... já, þá efast maður einhvern veginn ekki um, að þetta komi til með að ganga vel. Við viljum auðvitað vera eins mikið saman og við getum og eins fljótt og hægt er. Maður vill gripa gæsina, á meðan hún gefst, en síðan er að sjá, hvort maður getur haldið í hana. DRAUMAMYND UNGU STÚLKNANNA Það er nú einu sinni þannig, að það er léttara að vera sá aðilinn, sem fer heldur en sá, sem verður eftir. Sá, sem fer, þarf ekkert endilega að hafa fundið einhvern annan, heldur getur orsökin einfaldlega verið hjónaband, sem er orðið vani, þar sem hversdagsleikinn er alveg að drepa mann. Og nú á dögum heyrist um sífellt yngri stúlkur, sem gifta sig, stúlkur, sem eru varla sloppnar af skóla- bekknum (en þar lærir maður nú fátt um hjónabandið). Þær verða svo ástfangnar af ástinni, að þcér blindast um leið og einhver sýnir þeim áhuga, og síðan þegar augu þeirra loksins opnast, þá er það orðið of seint. Við trúum því kannski, að málefni kvenna séu komin langt, frelsi, jafnrétti, menntun á við karlmenn, o.s.frv. En ef hlýtt er á tal ungra stúlkna og þær spurðar, hvað þær hafi hugsað sér að gera í framtiðinni, þá kemur það mjög augljóslega fram, að sá gamli draumur — „ég ætla að gifta mig og eignast börn” lifir góðu lífi ennþá. Þær gera sér draumamynd af sínu eigin lífi. Þær óttast ekki tölu- legar skýrslur yfir skilnaði, sem alltaf eru að birtast, eða öll dæmin um misheppnuð hjóna- bönd sem alls staðar blasir við. Að það skuli ganga svona brösótt hjá öðrum er eitthvað sem aðeins kemur fyrir „aðra.” Þetta er einmitt eins og hættan við að fá alvarlegan sjúkdónt, eða að lenda í umferðaróhappi, slíkt kemur aðeins fyrir aðra. Draumurinn er heimili með þeim . sem maður elskar, sem maður ætlar að deila ævinni með, allri ævinni, þar til dauðinn aðskilur. Draumurinn er að búa heimilið fallegum húsgögnum, smíða ramma utan um hina eilífu hamingju. Búa til góðan mat og bera hann snyrtilega á borð. Þurrka af og laga til og hafa alltaf ný blóm í vösunum. Vera eitthvað (og helst allt) í lífi hins aðilans. Þetta er draumamyndin, sem flestar ungar stúlkur hafa af hjóna- bandi, þó svo að þær viti, að þeim væri fyrir bestu að öðlast góða menntun, svo þær geti séð um sig sjálfar. Þess vegna hafa þær ekki tíma til að finna sinn eigin persónuleika, áður en þær ganga inn í sama lífsmunstrið og mæður þeirra, ömmur og lang- ömmur. Svo verða þær eldri, kynnast nýju umhverfi og þroskast. Og einn góðan veðurdag: „Ég held þetta ekki út lengur, ég verð að komast burt frá þessu öllu, núna, áður en það er orðið of sent, til að finna sjálfa mig. Lifa ein og gera það, sem ég get ekki gert núna af tillitssemi við aðra manneskju- og af hræðslu viðannaðfólk.” Skilnaður. Ennþá ung. Margir möguleikar. Finna stað til að búa á, — allt tómt, en það er einmitt það, sem er svo heillandi. Hér mun verða inn- réttað eftir eigin smekk. Hér á að skapa umhverfi, sem ekki á að verða að leiðinleguni vana. Þetta er stúlkan á þrítugs- aldrinum. Svo líða nokkrir mán- uðir, og hvað gerist? Jú, hún er búin að verða sér úti um sambýlismann. Þetta gekk nú nokkuð fljótt fyrir sig, eða hvað finnst ykkur? — Jú, þetta var nokkuð fljótt, og þetta var heldur ekki það sem ég hafði hugsað mér að gera eftir skilnaðinn. Ég átti mér þann draum að skapa mitt eigið líf og lifa allt öðru lífi en ég hafði gert í hjónabandi mínu. Við giftum okkur mjög ung, og smám saman fannst mér ég bara verða hluti af vél, sem gerði það, sem til var ætlast, af því að ég hafði aldrei fengið tima til að finna út, hvers ég var megnug. En af hverju framkvæmdi ég þetta þá ekki? Ja, í fyrsta lagi byrjar þetta þannig, að við hittum einhvern, sem okkur fer að þykja vænt um. Við getum ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd, að flestir hafa þörf fyrir kynlíf, og ég er ekki sú manngerð, sem tekur bara einhvern og einhvern með sér heim. En aðalástæðan er sú, að i löngu hjónabandi höfum við þegar allt kemur til alls, vanið okkur á að vera alltaf í félags- skap einhvers. Við höfum alltaf verið helmingur af einhverju, og sú tilfinning hverfur ekki, þó að annar helmingurinn hverfi af sjónarsviðinu. Og það er erfitt að gera hluti sem hálf mann- eskja. Nú er koinið tækifærið til að gera alla þá hluti sem við höfum gengið með í maganum, en aldrei getað gert. Nú er hægt að horfa á veggina og hugleiða hvernig á að mála þá, nákvæm- lega eftir eigin smekk. Svo gerum við það, setjumst niður og segjum það, sem ég held, að margar stúlkur kannist við: „Og hvað svo?” Já, og hvað svo? Hinu eftir sóknarverða hefur verið náð, en það getur svo sannarlega verið erfitt að halda það út, — ein- manaleg kvöld, þegar enginn er 46VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.