Vikan


Vikan - 04.05.1978, Síða 48

Vikan - 04.05.1978, Síða 48
Þetta er saga um tvær manneskjur, sem hittust einn góðan veðurdag í Napölí. ÞAU rákusi hvort á annað. þar sem þau reikuðu um safnið. En sannleik- urinn var sá, að þau höfðu hvert i sinu lagi undirbúið og skipulagt þetta litla atvik. Hann var enskur. hún amerisk. Hann sagði: „Ó, afsakaðu". Hún sagði: „Ó. fyrirgefðu." Og bæði létu sem þetta hefði verið óvart. Siðan varð svolítil þögn, af þvi að hann — Alan Crewe — hafði i rauninni ekki dreymt til enda dagdraum sinn um að spjalla við þessa stúlku. Hann var dálítiðfeiminn. Hún — Shelley Crosland — hafði ekki vanist öðru en ameriskri fram- hleypni og beið eftir því, að hann hæfi samræðurnar. En hann gerði það ekki — og þess vegna varð þögn. Það hefði getað endað þannig. Þau hefðu getað sagt: „Þetta var mér að kenna" (hann). eða brosað með umburðarlyndi (hún! og haldið áfram göngu sinni um þetta fagra safn, Capodimonte Museum, í Napðli. Úti var steikjandi hiti. En kannski var það einmiti vegna hitans og kannski vegna þess, að þau voru bæði langt að heiman og svolítið einmana, að hvorugt þeirra var fúst til að láta hárvið sitja. Þess vcgna stóðu þau nú þarna, hálf- brosandi og vandræðaleg og horfðu hvert á annað. Hcnni varð sntám saman Ijóst. að hann mundi ekki vera af áleitnu gerðinni, og hún ákvað að taka ntálið i sínar hendur. Hún brosti á þann háu. að honunt fannst þau vera í eins konar samsæri. „Reyndar er notalegt að hcyra einhvern biðjast afsökunar á því að rekast á ntann." Hann greip boltann. Hann gat vel gerl að gamni sinu. þótt hann væri feiminn. „Þetta er rótt hjá þér.” sagði hann. „Ég licld helst, að Ílalarnir rekist viljandi á mann lil þcss að geta siðan sýnt dónaskap. Ég geri það bara til þess að fá tækifæri lil að biðjast afsökunar.” „Það likar ntér betur.” „Þú ert amerisk, er það ekki? Mér heyrist þaðá hreimnum." HÚN kinkaði kolli. „Rélt er það. Og þú ert cnskur. svo að þú fyrirlítur trúlega okkur Ameríkanana, sem þvæl- untst hér um Evrópu. stráum um okkur dollurunt og þvöðrum á börunum og lökum myndir og allt þetta. scnt fólk er alltaf að kvelja mig nteð." Gott hjá henni, hugsaði hann. „Hamingjan góða. nei”. sagði hann. „Mér finnst gaman að rekast á Amerikana. að minnsta kosti þá. sent eru kvenkyns. Þcir tala ekki nándar nærri eins hátt." Þclta var dálilið vogað. hugsuðu þau bæði. „Þetta voru kannski dálilið vafasamir gullhamrar. en betri en engir." sagði hún brosandi. Svo varð aftur þögn. en styttri i þetta sinn. „Hvað finnst þér svo um Napóli?” Stúlkan varð aftur að hafa frumkvæðið i samræðunum. „Ja. þetla er nú bara annar dagurinn minn hér. svo að ég ætti naumast að hafa myndað mér skoðun,” svaraði hann. „En ég veit ekki... ég finn til vissrarandúðar.” „Ó? Hvað er að?" Einhvern veginn varð að halda samræðunum gangandi. „I rauninni veit ég það ekki. Ég á við, ég þekki þessa Napólísöngva og „Sjá Napóli og dey siðan” og allt það. En það er eins og eitthvað sé ekki eins og það á að vera. Mér finnst eins og þetta ætti að vera einhvern veginn öðru vísi.” Þau gengu nú samhliða um safnið og létu sem þau væru jafnfram að líta á safngripina. Honum fannst sér ekki hafa tekist nógu vel upp, svo að hann flýtti sér að reyna að bæta um betur. „En ég hef auðvitað bara verið hér i tvo daga. Eflaust á ég eftir að skipta um skoðun. Þetta eru aðeins fyrstu viðbrögðin.” Svo datt honurn allt i einu nokkuð i hug. „Hvað finnst þér um Napólí?” spurði hann. Þau stönsuðu á göngu sinni. og hún hallaði sér upp að dýrðlegri marmara- súlu, setti stút á munninn og virtist hugsandi. Ekki bara hugsandi, líka sæt, hugsaði Alan. „Já... ég kom hingað bara í gær, svo að ég býst ekki við. að ég hafi einu sinni séð eins rnikið og þú," byrjaði hún. „Ég fór reyndar í gönguferð í gærkvöldi. og það var svona hálf skuggalegt, þú veist. Þeir lýsa ekki alltof vel göturnar hjá sér, nokkrar gamlar perur á stangli. Það var dálítið draugalegt. En ég reikaði svona um nokkrar götur. leit inn i húsasund og þar fram eftir götunum. Og ég held bara. að ég hafi orðið svolilið hrifin.” Hann kinkaði kolli. Hún hélt áfram. „Ég á við. New York — þar sem ég á heima — er slæm og ansi sóðaleg á köflum, en ég held hún jafnist ekki á við Napöli. Ekki eins sóðaleg, en heldur ekki eins litrik." „Kannski ekki.” Og kannski. hugsaði hann. ætti ég að sýna svolítið ákveðnari viðbrögð en ég hef gert. „Ég er ekki borgarbarn. skilurðu.” sagði hann. „Ég á hcima i Kcnt. Þetta er kannski bara of mikið fyrir mig ... ” Þau fundu bæði, að þessi athugasemd var ekki beinlínis innlegg í umræðurnar. fremur uppfylling. Svo að þau ræddu þaðekki frekar. „Ætlarðu að dveljast lengi í Evrópu?” spurði hann. „Það er nú eiginlega undir þvi komið, hvað mér tekst að láta peningana endast lengi.” Hann kinkaði kolli. „Þaðsama hér.” „Hvað hefurðu verið lengi á Ítalíu?” spurði hún. „Um það bil mánuð, tæplega þó." „Hvar hefurðu verið? í Róm?” „Já ég var þar i hálfan mánuð. Þar á undan var ég á Norður-ltaliu. Mér leið vel þar. Það ersvalara." „Það mátti nú vera. Það er ægilega heitt hér. Um miðjan daginn blátt áfram dregst ég að einhverju kaffihúsinu og hangi þar yfir kók, þar til það versta er gengið yfir.” HVORUGT hafði áhuga á að benda á þá staðreynd, að nú var einmitt miður dagur og sólin hvað miskunnarlausust, en hún stóð nú þarna, i stað þess að hanga yfir kóki á einhverju veitinga- húsinu. „Já, það er afar heitt hérna.” „Hvort það er. Og ef ég sprangaði hér um i stuttbuxum, eins og ég er vön heima — ja. þú veist. hvernig þessir ítalir eru. þeir bara góna og flauta, og ég yrði bara að fara og skipta." „Ég veit, þeir eru hræðilegir," sagði hann. Svo lagði Itann alúð i röddina: „Það hlýtur að vera svolitið erfitt fyrir stúlku að ferðast um i þessu landi." Þögn. Siðan lykilspurning: „Ertu ein á ferð?" ,,Já, alein. Ég kom hingað til að öðlast reynslu." Þögn. Hlátur. „Á réttan hátt, skilurðu. Og mér fannst eitthvað öfug- snúið að fara að binda mig við notaleg- an, lítinn hóp allan tímann, þar sem ég ætlaði mér að lenda i einhverju, skilurðu, nýjum aðstæðum. reyna eitt- hvað.” Hann kinkaði kolli. Hún kinkaði kolli. „Allir mínir kunningjar sögðu, að ég væri brjáluð að æða hingað ein. Þeir voru sannfærðir um. að mér yrði nauðgað, eða ég veit ekki hvað. En mér gæti allt eins verið nauðgað á leiðinni heim úr vinnu — ég kenni litlum börnum.” Þau brostu hvort til annars. „Og hvað sögðu vinir þínir við þvi?" „Þeir voru jafn sannfærðir og áður um, að ég væri brjáluð og mér yrði nauðgað.” Þau hlóu bæði. „Hvað hefur þú verið lengi á Ítalíu?" spurði hann., „Um það bil sex vikur. Og allt hefur gengið vel, ef þú skyldir hafa ætlað þér að spyrja. Ég hef orðið að hrista af mér nokkra gæja, en án mikillar fyrirhafnar. Þeir hafa yfirleitt ekkert illt i hyggju, greyin.” Þau reikuðu áfram, snertust öðru hverju. „Ædarðu að, vera lengi i Napoli?" spurði Shelley. í þetta sinn greip hann ekki lykil- spurninguna. „Nei, ætli það. Ég lit svona i kringum mig, ogsvoerégá bakogburt." Hann áttaði sig of seint og reyndi að bæta um betur: „Hvað um þig? Verðurðu lengi hér?” „Ætli það verði ekki eitthvað svipað. Ég athuga, hvað bærinn hefur upp á að bjóða, en ég á ekki von á, að ég dveljist lengi.” Hefði hann áttaði sig strax, hefði hann gefið i skyn, að hann yrði um sinn. og hún hefði þá liklega sagst ætla að vera lengur. En hún hafði bjargað því, sem bjargað varð. Shelley var lika Ijóst, að hún hafði bjargað þeim út úr ógöngum, og það var ekkert því til fyrir- stöðu. að þau gætu fylgst að í skoðunarferðunt, jafnvel haldist í hendur, snætt að lokum á ódýrum stað, hlegið saman yfir spaghettiinu og drukkið vin og ef til vill haldist í hendur, þegar þau fylgdust að út á götuna aft- ur... Þar sem hún var amerisk og hafði meiri æfingu i því að breyta hugmynd i veruleika, spilaði hún nú út því, sem á hendinni var. „Jæja,” sagði hún. „ég held það sé tinti til kominn, að ég fái mér eitthvað i svanginn. Þetta var Ijómandi safn." Og þar sem hann var enskur og hefði þurft aðeins meiri uppörvun, þá sagði hann: „Já, það fannst ntér lika." Þegar henni varð Ijóst, að hún fengi engin viðbrögð við þessu augljósa boði, fann hún sjálfstraustið og bjartsýnina dvína. „Jæja. það var gaman að tala við þig," sagði hún og horfði á hann með siðasta tækifærið i augnatillitinu. Og Alan leitaði að tækifærinu í huga sér, en ekki í augnatilliti hennar. „Það var indælt að tala ensku til tilbreyt- ingar," sagði hann. „Njóttu ítaliu." „Sömuleiðis." „Blessaður." „Blessuð." Og hún gekk burt. Og hann varð eftir. Og bæði veltu þvi fyrir sér lengi á eftir, hvað hefði getaðorðið. _ . Endir. SMÁSAGA EFTIR NICHOLAS ROE í leit að œvintýri

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.