Vikan


Vikan - 08.06.1978, Síða 4

Vikan - 08.06.1978, Síða 4
Tvær tómar Idag: Tokanten ölflöskur ístóru fuglabúri Tvisvar hef ég verið varaður við því, að hið ágæta veitingahús Tokanten væri samkomustaður undarlegs fólks. Ekki hef ég tekið mark á því, enda hefur mér sjálfum sýnst þar snæða hversdagslegt fólk, í engu frá- brugðið öðru fólki. jyrir navœrum samrœoum gesta. Þar eru kaupsýslumenn að ræða viðskipti, Trotskistar að ræða kreddur, ungt fólk á stefnumótum að horfast í augu og einnig fjölmennar barnafjöí- skyldur. TILVALIÐ FYRIR BARNAFJÖLSKYLDUR Ég hef reynslufyrirþví, að til- valið er að fara með börn á öll- um aldri á Tokanten. Þjónarnir dýrari. Þegar við njónin • jrum þar í apríl í vor, var m.eóal rétta dagsins tvenns konar síld með brauði og smjöri á 6 krónur danskar. Sami réttur var á fasta- réttaskránni og kostaði þar 20 krónur. í þetta sinn fengum við okkur þessa síld í forrétt. Síðan fengum við annað blandaða kjötrétti á 40 krónur, og hitt kálfasteik á 35 krónur. Allt varþetta á listanum yfir rétti dagsins. Blönduðu kjötréttirnir voru pylsa, beikon, svínakjöt, kálfa- kjöt, nautakjöt, laukur og tómatur, allt steikt á teini. Kálfa- Líklega hafa viðvarehdur mínir ruglast í ríminu vegna þess, að Tokanten er einstaklega sérkennilega innréttuð matstofa í súrrealistískum stíl. Þar ægir saman margvíslegu gömlu dóti, sem listamaðurinn Bent A. Gylling hafði safnað, þegar hann opnaði Tokanten árið 1948. HVERNIG LÍTUR TVÍHYRNINGUR ÚT? Sjálft nafn veitingastaðarins er hálfgerð þverstæða. Við vitum, hvernig þríhyrningar og ferhyrningar líta út, en það er mjög erfitt að gera sér í hugarlund, hvernig tvíhyrn- ingur lítur út! Innréttingarnar eru þverstæðar eins og nafnið. Einna skemmtilegastar finnast mér tvær tómar ölflöskur, sem geymdar eru í stóru fuglabúri, er hangir úr loftinu. Fólk getur lengi dundað sér við að skoða margt skondið á veggjum og í lofti. Þar hangir jornlegt reiðhjól og gömul saumakonugína, auk hversdags- legri skipslíkana. Tokanten er á einu horni lítils torgs, sem heitir Ved Vand- kunsten og er við þann endann á Löngangsstræde, sem snýr frá ráðhúsinu. Um fimm mínútna gangur er frá Ráðhústorginu að matsölustaðnum. Innan dyra er fremur skugg- sýnt og venjulega þröngt setið i um 40—50 manna sal. Litið heyrist í segulbandstónlistinni 't r o Kk ■ «r ■ mr - * *‘ HílH K I ap •^V wís *: ! * Réttir dagsins eru krítaðir ó töflur, sem hanga á homi Tvíhyrningsins. taka þeim vel. Þau hafa nóg að skoða. Þau valda ekki truflun- um, því hávaðinn er nægur fyr- ir. Á matseðlinum er sérstakur listi barnarétta. Og á endanum eru þau leyst út með skrípakorti eða annarri gjöf. Tokanten er einn af fáum veitingasölum, þar sem börn eru greinilega velkomin, þótt matur- inn sé svo góður, aö hann gefur veisluhúsum ekkert eftir. Ég hef oft komið þar og tel matinn jafn- an góðan og ódýran, svo og þjónustuna hraða ogákveðna. ÓDÝRIR RÉTTIR DAGSINS Heppilegast er að velja sér mat úr réttum dagsins, sem eru á sérstakri skrá. Fastaréttirnir eru steikin var paprikusnitzel í sósu með tómötum ogsveppum. Við val á eftirrétti fórum við í fastaréttaskrána ogfengum okk- ur súkkulaðiblandaðan sólberja- sorbet. Sorbet er eins konar ís, búinn til úr muldum ísmolum í stað mjólkur eða rjóma. Þetta er einstaklega hressandi eftirréttur, léttari í maga en venjulegur mjólkur- eða rjómaís. Kostaði hann 16 krónur, og er þá aðeins ótalið ölglasið, sem kostaði 8 krónur. 3000 KRÓNA VEISLA ÞRÍRÉTTUÐ Alls kostaði þessi ágæta veisla 135 danskar krónur fyrir t\>o eða um 3000 krónur íslenskar á mann, og var enginn réttur öðr- 4VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.