Vikan


Vikan - 08.06.1978, Page 10

Vikan - 08.06.1978, Page 10
 Gætiö he\ '+íi/tt Þessa æfingu þekkja þeir, sem fylgdust með skíðaæfingunum í sjónvarpinu i vetur. Hoppið myndarlega til skiptis til hægri og vinstri. fjaðrið vel og teygið úr ristinni. Hristið þreytuna vel úr totunum á eftir. Slandið með hælana á bók. Hafið bakið beint. meðan þið beygið ykkur i hnjám og mjaðmarlið. Fjaðrið létt á þyngsta punktinum. Sveiflið örmunum. meðan þið fjaðrið i hnjánum, en beygið ykkur ekki meira en svo. að þið haldið bakinu þráðbeinu. Góð æfing fyrir fætur og bak. *r\ inj cpl ^ .... llllllll! œ lllllllll § I Illlllll! Illllllll 04 cg lllllllll co OJ lllllllll lllllllli IO ^CD CJ lllllllll & lllllllll 00 esj H'illhl I • • I! • . i iiim 1' lll lllll ‘ .1' 'l'lll niilini inilim iiiilmi Víst er notalegt að hvílast og slappa af í sólbaði. En við megum ekki gleyma þvi, að líkaminn þarfnast ekki aðeins hvíldar í sumarfríinu, hann þarfnast einnig hreyfingar. Ef við erum bara löt í sumar, verðum við erm slappari, þegar við mætum vetrinum á ný. Þess vegna ættum við ekki að telja það eftir okkur að trimma svolítið í sumarfríinu, gera nokkurra mínútna leikfimi daglega og fara a.m.k. tvisvar eða þrisvar sinnum í viku í góðar gönguferðir, og árangurinn lætur ekki á sér standa. Best er að skiptast á að ganga í fimm mínútur og hlaupa í fimm mínútur, það er mjög góð líkamsrækt. Meðfylgjandi leikfimiæfingar er hægt að gera í sólbaði, heima í stofu eða hvar sem best hentar. Farið rólega í æfingarnar í byrjun, en fjölgið þeim síðan eftir því,sem þróttur vex. Liggið á maganum með armana teygða fram og ennið mót gólfi. Teygið vel úr ykkur og lyftið hægra armi og vinstra fæti. Lyftið alls ekki mjöðmunum og horfið niður allan timann. Slakið á. og lyftið síðan vinstra armi og hægra fæti eins. Styrkir bakið. Standið bein með armana niður með siðum. Teygið armana litið eitt aftur og beygið ykkur áfram i mjaðmarliðnum. en haldið bakinu beinu. Finnið. hvernig tekur i lærvöðvana, en beygið ekki lengra en svo. að bakið bogni ekki. Lyftið örmununt til hliðar og upp og reisið ykkur upp i lóðrétta stöðu. Látið armana siga og slakið á. Góð æfing fyrir bakvöðvana. Tvo þarf til þess að gera þessa æfingu, sem styrkir lærvöðvana. Sitjið and- spænis hvor öðrum með aðskilda fætur, annar með báða fætur utan við hinn um ökla. Sá ytri reynir siðan að pressa saman fætur hins, sem á móti reynir að þrýsta þeim sundur. Skiptið um stöðu. Styrkir lærvöðvana. Liggið á bakinu með hnén reist og arm- ana niður með siðum. Þrýstið iljunum vel niður i gólfið og beitið lær - og rassvöðvum til að lyfta ykkur frá gólfi þannig. að likaminn sé' sé beinn frá öxum að hnjám. Háls og armar eiga að vera slakir. Látið síga aftur niður og slakið á. Góð æfing fyrir lær - og bakvöðva. Liggið á bakinu með hnén reist, spennið greipar aftur fyrir hnakka með oln- bogana vel út. Lyftið efri hluta likamans frá mitti vel upp og til hliðar, látið siga hægt niður og slakið á. Gerið eins til hinnar hliðarinnar. Góð æfing fyrir magavöðva. Standið bein. réttið annan arminn út og upp fyrir höfuð og beygið ykkur til hinnar hliðarinnar. fjaðrið nokkrum sinnum. réttið siðan úr ykkur og látið arminn síga. Gerið eins á hinn veginn. Áriðandi er að standa jafn þungt i báða fætur og beygja sig ekki fram. Þessi æfing á að taka i mittið og þjálfa hliðar- sveigju hryggsúlunnar. Liggið á bakinu og kreppið hnén, svo að fæturnir lyftist frá gólfi. Haldið leggjunum i láréttri stöðu, meðan þið færið fæturna til skiptis fram og til baka aldrei lengra en svo, að ykkur takist að halda bakinu niður við gólf allan timann. Góð æfing fyrir magavöðva. Liggið á hliðinni með arminn beinan undir höfðinu. Lyftið efri fætinum beinum, en ekki hær® en svo, að bein lina sé frá mitti ogfram i tíl. Þaðer mjög mikilvægt i sambandi við þessa æfingu. Gerið eins á hinni hliðinni. Siðar má gera æfinguna erfiðari með því að lyfta neðri fætinum fætinum upp að þeim efri. Einkum fyrir maga- og bakvöðva. 10VIKAN 23. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.