Vikan - 08.06.1978, Page 13
— Var ekki mikið ævintýri að fá að ferðast svona
til útlanda?
— Berglind: Jú. þetla var gífurlega spennandi. Ég á
margar skemmtilegar endurminningar úr þessum
ferðum. Ég man. hvað okkur fannst allt frábrugðið
þvi, sem við áttum að venjast, i Afriku, fólkið svo
ólíkt okkur, og við stelpurnar, svona ljósar yfirlitum,
vorum eltar á röndum! Þó rís hæst í minningunni
söngur okkar stúlknanna i opnu hringleikahúsi i
rústum Karþagó borgar.
Rúnar: Mínar fyrstu utanlandsferðir voru einmitt
líka i sambandi við svona kóraferðalög. en þctta er
óskapleg vitaminsprauta fyrir áhuga á söng, ekki sist
fyrir krakka. Þetta eru kannski tiu til ellefu ára
krakkar, sem syngja með sinu nefi í kór og fá svo að
fara i svona utanlandsreisur, jafnvel alla leið til
Afríku.
„ÆTLAÐI AÐ VERÐA
HLJÓMSVEITARSTJÓRI”
— Núsyngur þú líka Rúnar.
— Rúnar: Já, söngurinn er mitt tómstunda-
áhugamál, ég reyni svona aðsamræma áhugamál mitt
framtiðarstarfi Berglindar. Annars átti að gera mig að
„Jú, það var ekki laust við að kynnin vœru
rómantisk... I"
|
tónlist
á rétt á sér,
„Þetta var búin að vera sex ára barátta, sem
náði hámarki sinu á tónleikunum i fyrrakvöld."
I