Vikan


Vikan - 08.06.1978, Side 17

Vikan - 08.06.1978, Side 17
Gamli dularfulli skögurínn. 'X, iips'' X:i$. • vN' V i" ..7/ M 'li % / i Minas Tirith-kastalinn með hliðin sjö, myndskreyting við verk Tolkiens. með lífi konungsfjölskyldunnar, að Margrét prinsessa og systur hennar tvær teiknuðu, saumuðu út, prjónuðu og fengust við leirmunagerð sem börn. En í fjölda ára hvarflaði það ekki að mönnum, að Margrét drottning væri annað og meira en venju- legur frístundateiknari. Og fólkið sagði. „Það rennur lika blóð Bernadottanna í æðunum,” og átti þar við ætt móður Margrétar, Ingigerðar drottn- ingar í þeirri fjölskyldu eru afdráttarlausir listrænir hæfi- leikar, sem hafa sýnt sig Ijósast hjá sænska málaranum, Eugen prins. Og svo rann upp veturinn 77- 78, þegar Margrét drottning festi sig enn frekar í sessi sem myndlistarmaður. Þeir, sem árið 1970 höfðu kallað jólamerki hennar gott verk áhuga- mannsins, hlutu nú að viðurkenna listræna hæfileika hennar. LEIKIÐMEÐ BÓK- STAFINA í Danmörku og Englandi var verk Tolkiens, „Lord of the Rings” í þremur bindum, gefið út í nýrri útgáfu, skreytt 70 teikningum eftir óþekkta lista- konu, Ingahild Grathmer. Þessi listakona var engin önnur en drottning Danmerkur. Hún Shadowfox, hinn silfurgljáandi hestur hvrta riddarans. hafði leikið sér með bókstafina í nafninu sínu. Margrethe varð Grathmer, og hin nöfnin þrjú, sem hún var skirð, Alexandrine, Þórhildur, Ingrid, höfðu lagt sinn skerf i nafnið Ingahild. Forsaga þessa er sú, að á unga aldri var drottningin ákafur aðdáandi sígildra verka Tolkiens, og hana langaði til að myndskreyta ævintýrafrásagnir hans. Hún sendi honum teikningar sínar við „Lord of the Rings,” Eftir lát hans komust þær i hendur útgefanda hans í Englandi, The Folio Society, og óskað var eftir að fá að nota þær í nýrri útgáfu. Drottningin gaf leyfi sitt með þvi skilyrði. að teiknarinn kærni fram undir dulnefni. Nú var ekki urn að ræða fallegar og snotrar teikningar áhugamannsins, heldur meiri- háttar listrænt framlag drottn- ingarinnar. Listgagnrýnendur dæmdu teikningarnar 70, og voru dómar þeirra rnjög jákvæðir. DÖNSK VEÐRÁTTA í KROSSSAUMI Á ALMANAKI Og um svipað leyti og Ingahild Grathmer kom fram i dagsljósið með bókaskreytingar sínar, hélt „Haandarbejdets Fremme” — sem lagt hefur þýðingarmikinn skcrf til fram- dráttar listrænni handavinnu — upp á fimmtíu ára afmæli sitt með því að gefa út „Almanak danskrar veðráttu 1978. eftir hennar konunglegu hátign drottninguna.” Sem gjöf til félagsins hefur Margrét drottn- ing teiknað eitt blað fyrir hvern mánuð, og það er krosssaumur af duttlungum danskrar veðráttu, fært i stílinn á svo óvenjulegan máta, aö undrun vekur. „Hið danska ár og danska veður er svo samofið, að ég get ekki ímyndað mér það aðskilið. Alltaf breytilegt, og sjaldan getum við séð fyrir, hvernig skipast,” skrifar drottningin í formála sínum. Faðir Margrétar drottningar, Friðrik konungur IX heitinn, var góður píanóleikari og enn snjallari hljömsveitarstjóri, sem hefði getað náð langt á tónlistar- brautinni, ef hann hefði ekki verið fæddur til að gegna öðru hlutverki. Um dóttur hans getum við sagt með vissu, að listrænir hæfileikar hennar myndu nægja henni til frægðar sem mynd- listarmaður.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.