Vikan


Vikan - 08.06.1978, Qupperneq 22

Vikan - 08.06.1978, Qupperneq 22
„Moody. Hann hélt, að það skipti engu máli.” „Skipti engu máli! Til hvers heldur hann, að lögreglan sé? Við hefðum kannski getað sagt til um hver kom sprengjunni fyrir, bara með því að líta á hana. Við höfum spjaldskrá yfir M.O.” „M.O.?” „Modus Operandi. Fólk kemur sér upp föstum vana. Ef það gerir eitthvað á vissan hátt í fyrsta skiptið, þá eru allar líkur á því, að það haldi því áfram — ég við komumst að því.” „Nei,” sagði Judd hugsi. Moody hlaut að vita þetta. Var einhver ástæða fyrir þvi, að hann vildi ekki sýna McGreavy sprengjuna? „Dr. Stevens — hvers vegna réðstu Moody?” „Ég fann hann I simaskránni.” Honum fannst það hljóma fáránlega um leið og hann sagði það. Hann heyrði Angeli kingja. „Ó. Þú ANDLIT ÁN GRÍMU veist þá ekki nokkurn skapaðan hlut um hann?” „Ég veit, að ég treysti honum. Því spyrðu?” „Nú sem. stendur,” sagði Angeli, „held ég að þú eigir ekki að treysta nein- um." „En það er ekki með nokkru móti hægt að setja Moody I samband við þetta mál. Guð minn góður. Ég valdi hann af handahófi úr simaskránni." „Mér stendur alveg á sama, hvernig þú náðir í hann. Það er eitthvað bogið við þetta. Moody segist ætla að setja upp gildru fyrir þá, sem eru að eltast við þig. en hann lokar gildrunni ekki fyrr en búið er að fjarlægja agnið, svo við getum ekki komið þessu á neinn. Svosýnir hann þér sprengju i bilnum þinum, sem hann hefði getað sett þar sjálfur. Og vinnur traust þitt. Rétt?” „Það er sjálfsagt hægt að líta þannig á málið," sagði J udd. „En —1' „Kannski er allt i lagi með Moody vin þinn, og kannski er hann að leika á þig. Ég vil að þú farir hægt i sakirnar, þar tii við komumst að þvi.” Moody á móti honum? Þvi var erfitt að trúa. Og þó minntist hann fyrri efa- semda sinna, meðan hann hélt að Moody væri að senda hann I launsátur. „Hvað viltu að ég geri?” spurði J udd. „Hvernig finnst þér að fara úr borg- inni? Ég á við i raun og veru." „Ég kemst ekki frá sjúklingum mín- um.” „Dr. Stevens —V „Auk þess," bætti Judd við. „myndi það ekki leysa neinn vanda, er það? Ég myndi ekki einu sinni vita, frá hverju ég væri að flýja. Þetta myndi allt byrja aft- ur, þegar ég kæmi heim á ný.” Það var andartaks þögn. „Þú segir nokkuð þarna.” Angeli andvarpaði, og það breyttist i más. Það var hræðilegt að heyra til hans. „Hvenær heldurðu að þú heyrir aftur frá Moody?” „Ég veit það ekki. Hann virtist hafa einhverja hugmynd um það, hver stend- ur að baki þessu öllu." „Hefur það hvarflað að þér, að sá. sem stendur að baki þessu getur greitt Moody mun meira en þú?” Rödd Angeli var áköf. „Ef hann biður þig um að hitta sig, hringdu þá í mig. Ég verð heima i rúminu næstu tvo dagana eða svo. H vað sem þú gerir, læknir, farðu ekki einn á fund hans!" „Þú ert að gera veður út af engu." andmælti Judd. „Bara vegna þess að Moody tók sprengjuna úr bilnum mín- um —” „Það er meira en það," sagði Angeli. „Ég hef það á tilfinningunni, að þú hafir valið rangan mann." „Ég skal hringja í þig, ef ég heyri frá honum," lofaði Judd. Honum var brugð- ið, þegar hann lagði á. Var Angeli of tor- Umhverffis jöröina á 30 dögum meó einkaþjón ef þú óskar Og að sjálfsögðu býður þú með þér gesti á kostnað Dagblaðsins.Slík eru sigurlaunin í áskrifendaleiknum núna. Gistar verða nokkrar helstu stórborgir heims, þar sem dvalið verður á lúxushótelum og má þar nefna Royal Cliff Hotel í Bangkok, sem taliðereittglæsilegastahótel jarðarinnar. Ferðaskrifstofan Sunna sér um ferðina. Því fyrr sem þú gerist áskrifandi og þar með þátttakandi í áskrifendaleiknum, því fleiri möguleika hefur þú til að hreppa hnossið. Njóttu þeirrar eftirvæntingar og spennu sem fylgir því að vera með í áskrifendaleiknum okkar. mmiAÐin Áskrifendasími 27022 22VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.