Vikan


Vikan - 08.06.1978, Side 23

Vikan - 08.06.1978, Side 23
trygginn? Þaö var rétt, að Moody hefði getað sagt ósatt um sprengjuna tii að vinna traust Judds. Þá yrði framhaldið. auðvelt. Hann þyrfti ekki að gera annað en að hringja í Judd og biðja hann um að hitta sig á einhverjum afviknum stað undir því yfirskyni, að hann hefði sönn- unargögn handa honum. Síðan .. það fór hrollur um Judd. Gat honum hafa skjátlast um skapgerð Moodys? Hann minntist fyrstu viðbragða sinna við hon- um. Honum fannst maðurinn þá einskis nýtur og fremur heimskur. Síðan hafði hann komist að því, að þetta var heima- tilbúin grima, sem faldi snaran, skarpan heila. En það þýddi ekki, að Moody væri hægt að treysta. Og samt ... Hann heyrði i einhverjum við ytri dyr mót- tökuherbergisins og leit á úrið sitt. Anne! Hann flýtti sér að læsa böndin niður, gekk að einkadyrunum fram á ganginn og lauk upp. Anne stóð á ganginum. Hún var klædd smekklega sniðinni blárri dragt og hafði lítinn hatt, sem myndaði umgjörð um andlit hennar. Hún var dreymin á svip, og varð þess ekki vör, að Judd horfði á hana. Hann horfði athugull á hana, fyllti sig af fegurð hennar, reyndi að finna eitthvað ófullkomið, einhverja ástæðu, sem gæti sannfært hann um það, að hún væri ekki sú rétta fyrir sig. Sannfært hann um það, að einn góðan veðurdag fyndi hann aðra konu sem ætti betur við hann. Refurinn og vinberin. Freud var ekki faðir sálfræðinnar. Það var Esóp. „Halló,” sagði hann. Hún leit upp, og hrökk örlítið við. Sið- an brosti hún. „Halló.” „Komdu inn, frú Blake." Hún gekk framhjá honum inn í skrif- stofuna. og stinnur líkami hennar straukst við hann. Hún sneri við og leit á hann þessum ótrúlega fjólubláu aug- um. „Fundu þeir ökumanninn, sem stakk af?" Andlit hennar var áhyggju- fuilt — hún hafði einlægan áhuga á mál- ínu. Hann fann aftur til trylltrar löngunar til að segja henni allt. En hann visst, að það gæti hann ekki gert. 1 bestg falli var það ódýrt bragð til að vekja samúð hennar. Í versta falli gæti það flækt hana i einhverjar ókunnar hættur. Húsgagnadeild Jli Jón Loftsson hf. Hringbraut Sendum í póstkröfu um land allt f\Vandað Vs, íslenskt sofi sófasett á ótrúlega lágu verði Staðgreiðsluverð aðeins kr. 222.300 23. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.