Vikan


Vikan - 08.06.1978, Qupperneq 34

Vikan - 08.06.1978, Qupperneq 34
BÍÓIN í REYKJAVÍK V. HLUTI Biðröð umhverfis bíóið Stofnandi og eigandi: H.f. A ustur- bœjarbió. Opnað: 25. október 1947. Fjöldisœta: 787. Tækjabúnaður: Power sýningavélar. Erl. viðskiptafyrirtœki: Warner Brothers o.fl. Vinsœiustu myndir: ,,My Fair Lady" og What's Up Doc?" Fjöidi mynda árl: U.þ.b. 25. Fjöldi starfsfólks: 20. Árið 1945 sótti Krístjárt Þor- grímsson um leyfi til reksturs kvikmyndahúss í Reykjavík og var honum veitt það. Fékk hann í félag við sig fjóra menn og stofnuðu þeir hlutafélag um reksturinn. Sama ár var hafin bygging sýningahúsnæðis við Snorrabraut og lauk fram- kvæmdum við það tæplega tveimur árum síðar. Húsið var teiknað af Herði Bjarnasyni, Gunnlaugi Pálssyni og Agústi Steingrímssyni. Byggingarkostn- aður mun hafa numið tveimur til þremur milljónum króna. Austurbæjarbíó var opnað 25. október 1947. Auðvitað þótti hið mesta glapræði þá. að byggja kvikmymiahús svo langt frá miðbœnum. Fljótlega kom þó í Ijós, að það kom ekki að sök. Húsið var hið stærsta sinnar tegundar I bænum og tilvalið til hljómleikahalds og annars þess háttar, enda byggt með slíkt fyrir augum. Á fyrstu árum bíósins voru þar t.d. Sjó- mannadagskabarettarfmm ár í röð. Voru það ákaflega fjöl- sóttar og skemmtilegar sýningar, sem Einar Jónsson, gjaldkeri Sparisjóðs Reykja- víkur sá um. Þess voru jafnve! dæmi, að 30.000 manns kæmu á slíkar sýningar. Austurbmjarbló I byggingu. Húsin i nögrenni þess eru ekki mörg, eins og sjá má. Þessi mynd af Austurbæjarbíói er sennilega tekin, þegar mynd Óskars Gislasonar, Siðasti bærinn i dalnum, var sýnd. Mynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn I dalnum, var á sínum tíma sýnd I Austurbæj- arbíói. Var hún geypivinsæl og oft náði biðröðin við bíóið um- hverfls húsið. Sennilega er hún vinsælasta íslensk kvikmynd, sem gerð hefur verið, og œtla má að 25—30 þúsund manns hafl séð hana, er hún var sýnd hér fyrst. Skömmu fyrir 1960 var reynd í Austurbæjarbíói ný tækni, sem þá kom til sög- unnar I kvikmyndaheiminum. Þá hélt þrívíddin innreið sína Ellefu Bróðir Jónatan (Mv Brotlier Jonatlian) l'iciniúrskarandi falleg og áhrifamikil ensk stórmynd. Aðalhlutverk leika: Michacl Dcnlson Dtilria Gray Itouald Hotvard- Sýnd kl. 6 og 9 II. jóladag. Aðgöngumiðasaln hefst kl. II f.h. Sími 6444. Fyrsta auglýsing Hafnarbíós. 34VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.