Vikan - 08.06.1978, Page 37
Framhaldssaga eftir Lois Paxton 2.hluti
Bláa nœlan
Maggie tók upp símtólið og sagði: „Halló?”
Reiðileg röcH með frönskum hreimi gelti: „Svo
þú ert komin. Það datt mér í hug. Hvaða rétt
hefurðu til að fara frá París, Mademoiselle
Donna, þegar viðskiptum okkar er ekki lokið?”
Maggie og Donna höfðu oft óskað sér
þess, að íbúðinni tilheyrði garður, en
það voru aðeins skrautsvalir fyrir utan
gluggana á annarri hæð, þröngar og
ótraustar.
Stofan, sem var í hvítum og gylltum
litum og með brúnum litaskellum hér og
hvar, var snyrtileg, og þar voru fersk
blóm, þannig að Donna gat ekki hafa
verið lengi i burtu og gæti verið
væntanleg.
Maggie komst i betra skap og hljópupp
stigann og inn í herbergið. sem hún
hafði haft. í orði kveðnu tilheyrði það
henni enn, en það var aðeins í orði
kveðnu. þvi Donna hafði greinilega
notað það sem ruslakompu.
A rúmið hafði verið stráð kössum og
silkipappir. Þegar Maggie opnaði fata-
skápinn. sá hún, að hann var troðfullur.
Hún hefði ef til vill getað hengt þar upp
þunna regnkápu, en ekkert annað.
„Þú ert brjáluð að gifta þig svona
strax!" sagði Donna. „Eins og við
skemmtum okkur vel."
Hún minntist hásrar, reiðilegrar
raddar Donnu og braut i fyrsta sinn
heilann um það. hvort systir hennar
hefði ef til vill haft á réttu aðstanda. En
hún tilbað Ross, og hún hafði verið svo
viss ...
^M^AGGIE skildi bílinn sinn eftir
heima, tók leigubil til Brighton og tók
eina af árdegislestunum, þó henni
fyndist freistandi að hringja aftur í
Donnu, áður en hún færi. Það var ekki
til neins, ef hún var á ferðalagi, og ef
hún var það ekki, þá gæti verið, að hún
hefði verið seint á fótum — og fegurðar-
svefninn var mikilvægur fyrir fyrir-
sætur.
Þegar Maggie kom til Bebbington
Mews, stóð hún um stund á hellulagðri
götunni og leit upp i gluggana á
ibúðinni, sem þær Donna áttu samani
Númer 12B. Gluggarnir voru vandlega
lokaðir, og póstarnir höfðu nýlega verið
málaðir Ijósbláir. Gluggatjöldin voru
dregin fyrir, og Maggie andvarpaði af
vonbrigðum.
Donna var sólgin í ferskt loft, og hún
svaf aldrei með lokaða glugga. Þegar
Maggie giftist og flutti, þá setti Donna
upp lása, sem leyfðu, að gluggarnir væru
opnir fáeina þumlunga efst, þó þeir
væru að öðru leyti vandlega lokaðir.
Fyrst gluggarnir voru algerlega
lokaðir, þá hlaut hún að vera erlendis.
Svartur og hvitur köttur með rifin
eyru kom til Maggie og néri sér
ÞAÐ, SEM ÁÐUR ER KOMIÐ:
Maggie elskar manninn sinn, bæði íitlit
hans og eiginleika, jafnvel þrjóskulega
ákveðni hans, en hún er ekkert hrifin af
þeirri hugmynd að gefa upp á bátinn
eigin starfsframa og fylgja honum til
Amsterdam. Þau skilja ósátt, hann
flýgur til Amsterdam að kynna sér
nýjan starfsvettvang, en hún hyggst
hrista af sér áhyggjurnar I London, þar
sem hún á íbúð með yngrí systur sinni.
vonglaður við ökla hennar. „Sæll, kisi.
Hvaðan kemur þú?"
Það rifaði i möndlulöguð. græn augu
kattarins, þegar hann endurgalt
augnaráð hennar. Hún rétti fram
höndina og hlaut i staðinn nákvæmt
högg beittra klóa í flauelsloppu. Hún
hrópaði upp yfir sig og kippti að sér
h'endinni og saug djúpa rispu, sem náði
frá úlnlið að þumalfingri. „Ljóta skepna!
Veistu ekki, að mér þykir vænt um
ketti?" Hann stikaði í burt og sveiflaði
rófunni, hrokafullur af sigri sinum.
Maggie leitaði að lyklinum i töskunni
sinni, stakk honum i lásinn og snéri
honum. Hurðin hafði nýlega verið
máluð í sama bláa litnum og gluggarnir.
Hún fann til svolitillar gremju og
hugsaði með sér, að Donna hefði getað
rætt litavalið við hana. Þetta var lika
hennar ibúð, og hún hefði ekki kosið
ljósblátt.
Á dyramottunni lágu fáein bréf, sem öll
voru til systur hennar. Hún lokaði
dyrunum og fór upp. Andrúmsloftið var
kyrrt og þögult. og fótatak hennar
heyrðist ekki á teppinu.
íbúðin var á tveim hæðum, stór stofa
og eldhús á fyrstu hæð og tvö svefn-
herbergi og baðherbergi á annarri hæð
undir risi. Framgluggarnir snéru að bak-
götunni, en úr aftari gluggunum gat að
lita þrönga garða húsanna i næstu götu
með limgerðum og gróskulitlum gras-
flötum, eða hellulagða og skreytta
grænum jurtum í stömpum.
Langa samstæðan, sem var i senn
snyrtiborð, skrifborð og bókahillur.
var þakin saumadóti, hljómplötum.
höttum, skókössum og boxum. þar sem
ægði samanöllu milli himins og jarðar.
Maggie setti niður töskuna sína og
hrópaði upp yfir sig af grcmju. áður en
hún fór og leit inn i herbergi Donnu.
Eins og hún hafði búist við. var það
óaðfinnanlegt. Systir hennar þoldi ekki
hirðuleysi, ef það sást. en hafði minni
áhyggjur, ef ekki bar á þvi. í loftinu
vottaði fyrir dýrri angan. sem var
nokkurs konar kveðja frá stúikunni, sem
notaði hana.
Hún brosti. fór út og lokaði, og
gremja hennar vék fyrir mildri kæti.
siðan hóf hún að ryðja dótinu af rúminu
sinu og stafla því upp á gólfinu. Hún gat
hvergi komið þvi fyrir annars staðar.
Maggie ruddi til á snyrtiborðinu með
þvi að ýta samsafninu þar svolítið til.
23. TBL. VIKAN 37