Vikan


Vikan - 08.06.1978, Page 48

Vikan - 08.06.1978, Page 48
KlNAKJÚKLINGUR 2 holdakjúklingar 1 laukur 2 msk. smjör eða smjörlíki 4 dl vatn 4 msk. kínversk soja 2 msk. sérri 2 msk. saxaður, sultaður engifer 1 msk. sykur. Hreinsið kjúklingana og hlutið í sundur í 12 stk. hvorn (með beinum). Saxið laukinn gróft. Bræðið smjörið í þykkbotna potti og brúnið kjúklingastykkin við all sterkan hita í 5 mín., snúið þeim öðru hverju. Bætið vatni, soja, sérríi og engifer út í pottinn, látið suðuna koma upp, bætið lauknum út í, lækkið hitann og lokið pottinum. Látið réttinn malla í hálftima. Hrærið sykurinn saman við og látið krauma áfram i 10-20 mínútur, eða þar til kjötið er örugglega meyrt. Kinverskir matsölustaðir hafa sprottið upp eins og gorkúlur víða um Vesturlönd á undan- förnum árum, og þeir njóta vinsælda, eru yfirleitt hreinlegir og fremur ódýrir. Maturinn geðjast einnig flestum vel, og vonandi hafa margir gaman af að prófa þessa ósviknu kínversku rétti, sem við birtum hér uppskriftir af. Hver upp- skrift er ætluð fyrir 6 manns. HRÍSGRJÓN eru ómissandi með kínverskum mat, annaðhvort soðin á venjulegan hátt eða gufusoðin. Gufusoðin hrísgrjón eru fyrst látin bullsjóða í vatni í 3 mínútur og hrært stöðugt í á meðan. Síðan er þeim hellt í 48VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.