Vikan - 08.06.1978, Blaðsíða 49
Kínverskir réttir
sigti og sigtið látið yfir pott með
sjóðandi vatni, lokið látið yfir og
hrísgrjónin þannig gufusoðin í
u.þ.b. hálftíma, eða þar til þau
eru orðin meyr og góð.
ANANASFISKUR
1 kg kola- eða rauðsprettuflök
2 msk. kínversk soja
1/2 tsk. salt
1 msk. sérrí
1 laukur
2egg
2 msk. maizenamjöl
2 msk. smjör eða smjörlíki
1 dl vatn
1 msk. sykur
1 1/2 kg niðursoðinn ananas í
bitum.
Skerið hvert flak í 2-3 stykki.
Blandið saman soju, salti, sérríi
og rifnum lauk, hellið blöndunni
yfir fiskstykkin og látið þau bíða
þannig í 10 mínútur, snúið
stykkjunum öðru hverju. Þeytið
saman egg og maizenamjöl og
veltið fiskstykkjunum upp úr
blöndunni. Steikið fiskstykkin í
2 mín. á hvorri hlið í vel heitri
feiti og raðið þeim í smurt
eldfast mót. Blandið vatni, sykri
og ananas ásamt ananassaf-
anum saman við afganginn af
eggjablöndunni og látið sjóða í
u.þ.b. 20 mín. Hellið yfir fiskinn
og bakið í ofni í um 5 mín.
SVEPPAJAFNINGUR
750gsveppir
3 msk. olía
2 msk. kínversk soja
1 msk. sykur
1 msk. hveiti
2 msk. vatn.
Sneiðið sveppina þunnt. Hitið
olíuna í þykkbotna potti og
brúnið sveppina í 2 mínútur,
hrærið stöðugt í á meðan. Setjið
soju saman við, látið krauma í 2
mínútur og hrærið stöðugt,
stráið sykri og hveiti út á, hrærið
og hellið vatni saman við. Látið
krauma í 5 mínútur í viðbót.
23. TBL. VIKAN 49