Vikan


Vikan - 22.06.1978, Side 11

Vikan - 22.06.1978, Side 11
„Skráset staðreyndir og keppi við sjálfan mig” Viðtal við Hring Jóhannesson listmálara. Hringur Jóhannesson listmálari er tvímælalaust einn af merkustu listamönnum okkar nú. Fæddur 1932 í Haga í Aðaldal, S-Þing., — en síðar samtíða Erró, Steinþóri Sigurðssyni, Kára Eiríkssyni o.fl. í skóla. Maður þeirrar kynslóðar, sem haslaði sér völl á sjötta áratugnum, þótt hann biði um skeið síns vitjunartíma. Ljóðrænn raunsæismaður og teikni- snillingur, og á margan hátt ákaflega sérstæður. í vinnustofu Hrings við Bergstaðastræti 55 kennir margra grasa, sem gleðja augað, en þar hittum við listamanninn að máli. — Byrjaðirðu snemma að teikna, Hring- ur? — Já, við vorum öll teiknandi krakkarn- ir. Ég fékk svo tilsögn hjá Jóhanni Björns- syni teiknikennara á Húsavík, þegar ég var fimmtán ára, og árið eftir fór ég suður í Handíðaskólann, þar sem ég stundaði nám i þrjá vetur. Þá var eiginlega um tveggja ára nám að ræða. Fyrst var ég einn vetur í myndlistardeild, en síðan í kennaradeild i tvo vetur. Þessar deildir voru að vísu mjög svipaðar, nema hvað við lærðum íslensku og sálarfræði í kennaradeildinni og vorum í æfingakennslu. Það þótti heppilegra á þess- um árum, að við útskrifuðumst með ein- hver réttindi. — Þú hefur þá útskrifast sem teikni- kennari? 25. TBL.VIKAN 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.