Vikan


Vikan - 22.06.1978, Blaðsíða 11

Vikan - 22.06.1978, Blaðsíða 11
„Skráset staðreyndir og keppi við sjálfan mig” Viðtal við Hring Jóhannesson listmálara. Hringur Jóhannesson listmálari er tvímælalaust einn af merkustu listamönnum okkar nú. Fæddur 1932 í Haga í Aðaldal, S-Þing., — en síðar samtíða Erró, Steinþóri Sigurðssyni, Kára Eiríkssyni o.fl. í skóla. Maður þeirrar kynslóðar, sem haslaði sér völl á sjötta áratugnum, þótt hann biði um skeið síns vitjunartíma. Ljóðrænn raunsæismaður og teikni- snillingur, og á margan hátt ákaflega sérstæður. í vinnustofu Hrings við Bergstaðastræti 55 kennir margra grasa, sem gleðja augað, en þar hittum við listamanninn að máli. — Byrjaðirðu snemma að teikna, Hring- ur? — Já, við vorum öll teiknandi krakkarn- ir. Ég fékk svo tilsögn hjá Jóhanni Björns- syni teiknikennara á Húsavík, þegar ég var fimmtán ára, og árið eftir fór ég suður í Handíðaskólann, þar sem ég stundaði nám i þrjá vetur. Þá var eiginlega um tveggja ára nám að ræða. Fyrst var ég einn vetur í myndlistardeild, en síðan í kennaradeild i tvo vetur. Þessar deildir voru að vísu mjög svipaðar, nema hvað við lærðum íslensku og sálarfræði í kennaradeildinni og vorum í æfingakennslu. Það þótti heppilegra á þess- um árum, að við útskrifuðumst með ein- hver réttindi. — Þú hefur þá útskrifast sem teikni- kennari? 25. TBL.VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.