Vikan


Vikan - 22.06.1978, Page 47

Vikan - 22.06.1978, Page 47
GOÐALAMB(FYRIR SEX) 1 léttreykt lambalæri (London lamb frá Goða) 300 g frosnar grænar baunir 50 g perlulaukur 6 stk. tómatar 600 g smáar kartöflur (parísarkartöflur) 6 salatblöð söxuð steinselja lOOgsmjör. Madeirasósa: ca. 1 kg lambabein 1 gulrót 1 stór laukur steinselj ustilkar 1/2 dl madeira maizenamjöl. Lambalærið er soðið í ca. 45 mín. Perlulaukurinn er afhýddur og soðinn meyr. 50 g af smjöri brætt í potti, laukur- inn og baunirnar sett út í og látið krauma i nokkrar mínútur. Bragðbætt með salti og muldum hvítum pipar. Tómatarnir eru grillaðir. Smáar kartöflur eru soðnar og flysjaðar, eða stórar kartöflur stungnar út með parís- arjárni og soðnar og vel í bræddu smjöri og saxaðri steinselju. Madeirasósa: Lambabein eru brúnuð vel í potti ásamt söxuðu grænmetinu. Vatni bætt út í og soðið við vægan hita í 2 klukkustundir, sigtað og jafnað mjög létt með maizenamjöli. Bragðbætt með salti og pipar. Að síðustu er madeira sett út í. STEIKTHEILAGFISKI(FYRIR EINN) 150—180 g sneið af heilagfiski, ca. 1 l/2sm á þykkt 25 g rækjur 1 msk. möndluspænir 100 g kartöflur 50gsmjör steinselja sítrónubátur salatblað egg. Heilagfiskið er bragðbætt með salti og pip- ar, velt í hveiti og síðan hrærðu eggi. Steikt í smjöri á pönnu. Fært af pönnunni. Möndluspænirnir settir út í smjörið, brún- aðir létt og rækjunum bætt út í. Hellt yfir fiskinn. Framreitt með soðnum kartöflum og sítrónubáti. Skreytt með salatblaði. Sax- aðri steinselju stráð yfir kartöflurnar. NA UTA BUFFSTEIK FYLLTMEÐ GRÁÐAOSTI 180—200 g nautafillet, ca 3 sm á þykkt ca 30 g sneið af gráðaosti 100 g vöfflukartöflur (eða önnur tegund af djúpsteiktum kartöflum) 100 g spergilkál 1 grillaður tómatur brunnarfi. Skorinn er djúpur vasi í steikina miðja, og þar inn í ergráðaosturinnsettur. Buffin eru síðarr steikt á pönnu, og fer steikingartím- inn eftir smekk. Framreitt með ofan- greindu. í næstu Viku Verjumst verðbólgunni er kjörorð, sem Vikan og Dagblaðið hafa sameinast um. Undir þvi kjörorði er nú hleypt af stokkunum nýjum efnisþætti í Vik- unni, þar sem málefnum neytenda verður sinnt á markvissan hátt með það fyrir augum, að þeim gef- ist frekar kostur á að átta sig á því, hvað þeir geta fengið fyrir peningana sína. Á sama grundvelli er málefnum neytenda gerð margvisleg skil í Dagblað- inu, en það er Anna Bjarnason, sem hefur yfir- umsjón með þessum efnis- þætti i báðum blöðunum. Efni næstu Viku gefur Anna Bjamason. fyllilega til kynna, hvers lesendur mega vænta. Þar verður að finna ýtarlegar upplýsingar um allar teg- undir garðsláttuvéla, sem fáanlegar eru hér á landi, ennfremur leiðbeiningar um það, sem hafa þarf í huga, þegar garðsláttuvél er keypt. Er ekki að efa, að þessar upplýsingar koma mörgum vel einmitt núna, þegar garðsláttur er nauðsynlegur á fárra daga fresti og áreiðanlega marg- Anna Björk Eflvarfls, Guflbjörg Vilhjðlmsdöttir og Sígurtaug Halldórsdóttir voru kjömar ö siðasta öri til þess afl vera fulltrú- ar íslands i eriendum fegurflarsamkeppnum ö þessu öri. En i nsests blafli kynnumst vifl Ungfrú Ísland 1978, Halldóru Björk Jónsdöttur. ir, sem þurfa að kaupa sér sláttuvél. Þá verður rætt við tvær húsmæður, sem héldu búreikninga fyrir Vikuna í febrúar, en það er einmitt ætlunin að gera meira af slíku, þ.e. að ræða við fólk, sem stendur daglega í því óvissa stríði að láta tekjurnar mæta út- Frö Osló. gjöldum. Það verður eitt- hvað fjallað um þessi mál í hverri Viku framvegis, því það er trú okkar, að þetta efni höfði til mikils fjölda lesenda. Margt annað áhugavert er í næsta blaði. Það er rætt við Halldóru Björk Gunnarsdóttur, nýkjörna Ungfrú ísland, við birtum grein og myndir frá Osló, sem blaðamaður heimsótti nýlega, Jónas skrifar um heimsókn á Coq d’Or í Kaupmannahöfn, það verður myndasyrpa frá Sunnuhátiðinni, þegar fegurðardrottningin var kjörin, og poppfræðiritið fjallar um þá vinsælu Dubliners. Og síðast, en ekki síst, þá hefst okkar árlega sum- argetraun í næsta blaði. Hún verður létt og skemmtileg, eins og venju- lega, og vinningarnir eru glæsilegir, þrjár utan- landsferðir á vegum ferða- skrifstofunnar Úrvals og hálfs mánaðar dvöl í íbúð fyrir tvo á Ibiza, Mæjorka og Kanarieyjum. 25. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.