Vikan


Vikan - 21.12.1978, Qupperneq 62

Vikan - 21.12.1978, Qupperneq 62
PÓSTURIM Eins og hún sé í fýlu Kæri Póstur! Mig langar til að biðja þig að hjálpa mér með svolítið vandamál, út af skólasystur minni. Við vorum á skemmti- stað um daginn og hún bauð mér upp, en ég vildi ekki dansa þann dans. Seinna um kvöldið bauð ég henni upp, en þá var ég alveg í vandræðum með hvernig ég átti að koma fram við hana. Síðan er alltaf eins og hún sé í fýlu eða vondu skapi. Mig langar svo til að Lausnir á heilatrimmi á bls. 36-37. Gátur 1. Grýlukerti. 2. Píanó. 3. Sendibréf. 4. Inn í hann miðjan — síðan fer hún út úr honum aftur. 5. Kýr. Veistu þetta? 1. Hann hlyti að velja risafuruna í Kalifomíu, sequoia gigantea, sem gengur undir nafninu General Sherman, eða Sherman hershöfðingi. Hún er 83 metrar á hæð og mælist 30.96 m í ummál við rótina. Það þarf 17 menn með útteygða arma til þess að ná utan um hana. Tréð myndi duga í 182.900 metra af tveggja tommu borðum, og það ætti að nægja í byggingu 35 fimm herbergja timburhús. Láta mun nærri, að tréð vegi ca 1200 tonn. 2. 60-65 km á klukkustund. Þetta er Afríkustrúturinn. Það tæki ca 40 mín. að íinsjóða strútsegg. 3. Uppruni jólatrésins hefur verið rakinn til Þýskalands á fyrri hluta 17. aldar. í jólatrénu sameinast hið almenna tákn um vöxt og viðgang náttúrunnar og hið sérstaka kristna tákn um lífsins tré. 62 Vlkan Sl. tbl. hún sé glöð, en ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að gleðja hana! Ég get ekki hætt að hugsa um hana. Einn í vandræðum. Sennilega hefur hún túlkað vandræðalega framkomu þína á ballinu á einhvern neikvæðan máta. Margar stelpur eru mjög viðkvæmar fyrir því, ef þeim er neitað um dans, og ef til vill hefur hún talið að þú vorkenndir henni eitthvað fyrst þú bauðst henni upp síðar um kvöldið. Reyndu að tala við hana um eitthvað skemmtilegt þegar færi gefst og vertu svo á undan að bjóða henni upp á næsta balli. 4. Jólaeyjarnar eru reyndar tvær, önnur í Kyrrahafinu, hin í Indlandshafinu. 5. Hvít jól, sem á ensku heitir White Christmas. Bing heitinn Crosby gerði það frægt. Úr bók bókanna 1.39. 2. Á sjötta degi. 3. Kain. 4. Adam. 5. Fjórar, þ.e.a.s. eiginkona hans og tengdadætur, konur sona hans, Sams, Kams og Jafets. 6. Fyrst hrafn og síðar dúfu. 7. 950 ára. Þvers og kruss Jólasveinavillur Anna Guðný Egilsdóttir, Hrafnagils- skóla Eyjafirði og Anna Hdga Tryggva dóttir, Hrafnagilsskóla Eyjafirði óska eftir pennavinum (strákum) á aldrinum 15-18 ára. Þær svara öllum bréfum. Theodór Blöndal Einarsson, Árstíg 3, 710 Seyðisfirði óskar eftir pennavinum á öllum aldri, mynd þarf ekki að fylgja fyrsta bréfi. Svararöllum bréfum. Einar Sveinn Jónsson, Árstíg 13, 710 Seyðisfirði er 13 ára og óskar eftir pennavinum á öllum aldri. Ekki er nauðsynlegt að mynd fylgi í fyrsta bréfi og hann svarar öllum bréfum. MM2 Edward Ingledue, M division- U.S.S. Forrest Sherman DD 931, fpo New York, New York 09501 USA, 29 ára hermaður í bandaríska sjóhernum óskar eftir að komast í einlægt og varanlegt bréfasamband við ungar og ógiftar stúlkur með langvarandi kynni í huga. Hann mun svara öllum bréfum. Sögur úr daglega lífinu Heill og sæll póstur góður! Þakka þér fyrir allt gamalt og gott og þá sérstaklega fyrir greinina um nauðgun, sem mér þótti mjög góð. Það var kominn tími til að einhver vekti athygli á svívirðilegri meðferð þeirra mála hér á landi. En hvernig er það, eruð þið alveg hætt að birta sögur úr daglega lífinu? Ég trúi ekki öðru en að lesendur Vikunnar haf frá mörgu að segja, sem þeir gætu hugsað sér að senda inn íþennan frásagnarfokk, því mérfnnst hann alls ekki mega missa sig. En ég ætla ekki alveg að sleppa þér við vandamál mín. Þannig var það nefnilega, að um daginn fékk ég rauðvín í teppið í stofunni. Ég er búin að reyna að þvoþað með sápu, teppasjampói ogallt hvað eina, en ekkert gerist, bletturinn situr sem fastast! Veist þú um eitthvert ráð til að hjálpa mér, og ef ekki, getur þá einhver lesandi hjálpað mér út úr þessum ógöngum? Með von um að Vikan haldi áfram að batna og stækka . . . Sigrún í Breiðholtinu Þakka þér hlý orð i garð Vikunnar. Greinin um nauðgun er einn þáttur af mörgum, sem birst hafa undanfarið, þar sem reynt hefur verið að taka eitthvert mál og skoða ofan í kjölinn,. t.d. greinin um ellina o.fl. Sögur úr daglega lífinu hafa borist treglega undanfarið og geta legið þar margar orsakir að baki. Varla getur þó ástæðan verið sú að vandamál íslenskrar alþýðu heyri sögunni til. Það er fyllsta ástæða til að hvetja fólk til að skrifa okkur um reynslu sína, því það getur orðið öðrum til hjálpar, sem verða fyrir svipaðri lífsreynslu. Það getur orðið erfitt að ná rauðvíninu úr teppinu eftir allan þennan tíma. Strax og rauðvínið fór niður áttir þú að hella miklu salti yfir blettinn og láta það standa i um það bil sólar- hring. Saltið dregur til sín vökvann og því hefði ef til vill mátt bjarga teppinu. Þú tekur ekki fram hvaða efni er í teppinu, svo það er vandasamt að hjálpa þér. Ef teppið úr ull eða ullar- blöndu hefur Póstinum verið sagt að árangursrikt sé að nota salmíaksblöndu til að ná blettum. Annars gætir þú leitað til teppaframleiðenda um ráð og svo getur ef til vill einhver lesandi hjálpað. Jóhanna Jóhanncsdóttir, Hlégerði 2, 410 Hnífsdal, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 11-13 ára. Er sjálf 11 ára og svarar öllum bréfum. Áhugamál diskótek og strákar. Kristin Kristmundsdóttir, Sandholti 21, 355 Ólafsvik, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 11-12 ára. Er sjálf 11 ára og svarar öllum bréfum. Áhugamál margvísleg og mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Matthildur G. Aðalsteinsdóttir, Vallholti 18,355 Ólafsvík, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 11-13 ára. Er sjálf 12 ára og svarar öllum bréfum. Áhugamál ýmisleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.