Vikan


Vikan - 17.05.1979, Qupperneq 10

Vikan - 17.05.1979, Qupperneq 10
SLYS ÁBÖRNUM í HEIMAHÚSUM Heimili eru yfirleitt ekki skipulögð með tilliti til þarfa barna. Þetta á bæði við um ytri búnað íbúða og stærð og skipan herbergja og innra skipulag eins og val og fyrirkomulag á húsgögnum og hús- búnaði. Margar hættur bíða þess vegna barna inni á heimili en það er hægt að varast þær að einhverju leyti með vissri fyrirhyggju. Slys í eldhúsum Eldhúsið er sá staður innan heimilisins sem börnum stafar einna mest hætta af. Börn elska að vera í eldhúsinu og fylgjast með öllu sem þar fer fram. Foreldrar koma gjarnan litlum börnum fyrir uppi á eldhúsborði á meðan þeir vinna. Þetta er slæmur ávani, því það er aldrei að vita hvort barnið getur fallið niður. Minnsta hreyfing getur valdið því. Margir eru alltof kærulausir þegar hnifar og skæri eru annars vegar. Þegar fólk er ekki að nota slík verkfæri er réttast að læsa þau niðri eða geyma þau í skúffu með barnalæsingu. Hrærivélar og skurðarvélar eru mjög hættulegar fyrir börn. Það á aldrei að láta börn vera uppi á eldhúsborði þegar þessar vélar eru í notkun og réttast er að koma vélunum fyrir þar sem ekki næst til þeirra þegar þær eru ekki í notkun. Eldavélar geta verið börnum lífshættu- legar. Mörg börn hafa reynt að komast upp á eldavél eða sjá upp á hana með þvi að stíga upp á ofnhurðina og hafa velt vélinni yfir sig. Réttast er að setja lás á eldavélar sem standa á gólfi. Einnig er rétt að venja sig á að nota innri plöturnar á eldavélinni og gæta að því að eyru og sköft á pottum og pönnum snúi inn að vegg svo að börn geti ekki náð í þau. Það er líka vanaatriði að setja aldrei heita potta eða skálar fremst á borðbrún. Þegar trekt er notuð við að laga kaffi er best að nota trektir sem ganga alveg niður í kaffikönnuna. Venjulegar trektir velta um koll við minnstu hreyfingu og mörg börn hafa brennst alvarlega við að fá sjóðandi heitt kaffi yfir sig. Þvottavélar og uppþvottavélar eiga að vera rétt tengdar og það verður að gæta þess að börn geti ekki opnað vélarnar á meðan sjóðandi heitt vatn er í þeim. Lok og hurðir á ísskápum, frystiskápum og frystikistum þurfa að vera þannig að börn geti ekki opnað þau. Margir þessara skápa hafa barnalæsingar. Ef börn lokast t.d. inni í frystiskáp kafna þau fljótt af súrefnisskorti. Atriði sem er hægt að varast Mörg börn verða fyrir slysi vegna þess að hlutirnir liggja hér og þar í reiðuleysi. Oft er fólk alltof kærulaust með sigarettu- og vindlastubba. Ef börn borða slíkt geta þau orðið fyrir lífshættulegri eitrun og dáið. Laus teppi geta verið hættuleg fyrir börn því þau renna auðveldlega til. Það er hægt að fá sérstakt gúmmí- eða undirteppi til að hindra rennsli. í barnaherbergjum er einnig gott að setja teppi yfir allt gólfið, því það getur mildað margar byltur og varnað því að börn hljóti slæma áverka. IO Vikan 20. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.