Vikan


Vikan - 17.05.1979, Side 11

Vikan - 17.05.1979, Side 11
Mörg börn klifra upp á húsgögn. Það er ekki hægt að hindra þau algjörlega í að klifra upp á hluti því þeim er eðlilegt og nauðsynlegt að rannsaka umhverfi sitt. En það er hægt að reyna að fá þau til þess að sleppa hlutum sem eru þeim hættulegir eða a.m.k. að vera yfir þeim meðan þau klifra upp. Meðan börn eru lítil er rétt að leggja dúka ekki þannig á borð að þau geti dregið þá yfir sig. Mörg börn hafa fengið yfir sig sjóðandi heitt kaffi eða sjóðandi fitu af því að þau náðu í horn á dúk. Meðul og hreingerningarefni Flestir ættu að reyna að hafa sérstaka læsta skápa inni á heimilum undir meðul. Mörg slys á börnum stafa af því að gáleysis- lega er farið með lyf. Margir ganga með lyf á sér daglega og geyma þau í töskum. Börn fara gjarnan ofan í töskur til að leita sér að einhverju spennandi og ef þau finna eitthvað sem minnir þau á sælgæti eru þau ekki lengi að stinga því upp í sig. Svipað á við um ýmis hreingerningar- efni. Mörg þessara efna innihalda eiturefni. Það er slæmur ávani að geyma slík efni undir eldhúsborðinu eða á bak við klósettið. Annaðhvort eiga slík efni heima uppi á háum skápum eða inni í læstum hirslum. Einnig er gott að venja sig á að hella ekki hreinsivökva á gosdrykkjarflöskur eða því- umlíkt. Mörg þyrst börn hafa svalað þorsta sínum á eitruðum vökva þegar þau voru að leita að einhverju svalandi. Gluggar, svalir og tröppur Flest lítil börn klifra upp í gluggakistur. Þau hafa gaman af að horfa út. Það ætti að vera regla á öllum heimilum, þar sem börn eru, að kaupa gluggalæsingar sem börn geta ekki opnað. Mörg dauðaslys hafa orsakast af því að börn hafa dottið út um glugga. Margar svalir eru þannig út garði gerðar að ein hlið svalaveggjarins er úr járn- rimlum. Það eru oft meira en 6 sm á milli þessara rimla, og börn geta því smeygt sér út á milli þeirra. Þessu er hægt að varna með því að kaupa t.d. hart bylgjuplast og binda það fast við rimlana. Tröppum, sem eru innanhúss, er rétt að vernda börn gegn með því að loka þær af þeim megin sem barnið er. Það getur verið hættulegt fyrir barn að skríða upp 3-4 tröppur og detta svo niður. Hliðgrind með þéttum rimlum getur hér komið að góðum notum. Stiga á milli hæða í húsi þarf að varast líka vert að hafa hugfast að með svolítilli umhugsun og skipulagningu er hægt að vernda börn gegn mörgum slysum. Þekkingu á umheiminum öðlast barnið með reynslu. Reynslan fæst með að barnið rannsakar raunveruleikann. Þetta hefur í för með sér áhættu því barnið skynjar oft ekki hætturnar. Með því að hafa eftirfarandi í huga er hægt að minnka verulega líkurnar á því að börn verði fyrir slysum í heimahúsum. 1. Með því að öðlast þekkingu á þróun barnsins á ólíkum aldursstigum og hverju barnið veldur á mismunandi aldri. 2. Með því að kynna sér hverjar eru algengustu hætturnar og hvernig er hægt að varast þær. 3. Með því að útvega sér þann öryggis- búnað sem til þarf og gera umhverfið eins hættulítið og mögulegt er. 4. Með þvi að fullorðnir kenni barninu hvað það á að varast þegar barnið hefur þroska til að skilja það. Sífelld endur- tekning á slíkum upplýsingum eykur líkurnar á því að barnið verði sér meðvitað um hvaða hluti það á að varast. þegar börn eru að byrja að læra að ganga. Það er hægt að hjálpa barninu að venjast þeim með því að leiða þau í byrjun upp og niður stiga. Teppi á uppgöngum þurfa að sitja föst og vera heilleg. Ef listar eiga að festa teppi þurfa þeir einnig að vera fastir. Skór festast gjarnan í lausum listum og það getur valdið falli. Er hægt að vernda börn gegn hættum umhverfisins? Hér og í fyrra þætti hafa verið nefnd nokkur dæmi um þær hættur sem geta ógnað börnum á heimilum. í því sambandi er vert að hafa í huga að um það bil helmingur allra slysa, «em lítil börn verða fyrir, verða innan veggja heimilisins. Það er 20. tbl. Vikan 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.