Vikan - 17.05.1979, Síða 13
Sumariö sem
var
Þýð: Hrafnhildur Valdimarsdóttír
eftir Söruh Patterson
Kate finnurgamla dagbóksem rifjar upp
fyrir henni fyrsta fund þeirra Johnnysfyrir
30 árum...
Það er sumar. Stríðið er skollið á. Kate, sem er
ekki enn orðin sautján ára, býr við öryggi á
prestssetri föður síns í Norfolk. Johnny er
skytta á vígstöðvum í grenndinni. Hann er
nítján ára, en kaldur og hörundsár af biturri
reynslu styrjaldarinnar. Kate kynnist lífi ungu
hermannanna í Konunglega breska fughernum
sem dansa og gantast til að breiða yjir ótta
sinn. Hún horfir á fugvélar þeirra fljúga yfr
og telur þær í hvert sinn er þær snúa heim.
Hún getur ekki tekið þátt í þessu líf en smám
saman ákveður hún að kynnast því og skilja það.
Johnny og Kate eyða saman frístundum sínum
og sagan lýsir þjáningum ástarinnar á stríðs-
tímum, fórnum og hetjudáðum.
Ég fann gömlu dagbókina mína í gær.
Hún var falin í gamalli biblíu og ég var
hálfhrædd við að sncrta hana. Að rifja
upp áhrif fyrstu ástarinnar. Að sjá fyrir
mér andlit hans og kaldan dauðann. Ég
fór með bókina út á svalir, þar sem ég
gæti setið ein og lesið I rökkrinu. Til að
endurlifa 30 ára gamalt sumarkvöld i
móðu minninganna......
1. kafli.
Það var hlýtt þetta kvöld. Síðustu
geislar kvöldsólarinnar gægðust milli
laufa beykitrjánna og krákurnar á
greinunum kölluðust á. Frá kirkjunni
barst hljómlist. Ég gekk þangað í leit að
föður mínum.
Kirkja heilags Péturs var hans líf og
yndi. Tinnusteinarnir i veggjunum
höfðu endurspeglað árstíðaskipti að
minnsta kosti sjö hundruð ára. Kirkjan
var furðu stór miðað við hve þorpið var
lítið, en á miðöldum var mikil velmegun
á þessu svæði.
Ég gekk eftir kirkjustígnum milli
kýprustrjánna og opnaði stóru eikar-
hurðina að sunnanverðu. Það var kalt
og dimmt inni, eins og venjulega. Ég
gekk innfyrir og hallaði mér að dyra-
stafnum til að venjast birtubreytingunni
og til að hlusta á tónlistina örlítið lengur.
Þetta var mjög góður leikur, betri en
ég gæti nokkurn tima leikið, fallegur og
hreinn. Hljómurinn fyllti loftið og berg-
málaði blítt og þýtt. Ég hafði aldrei
heyrt svo góðan leik.
Ég gekk hljóðlega inn að kórnum við
predikunarstólinn. Ég sá ekki orgelleikar
ann bak við græn tjöldin, en það lá flug-
mannshúfa og jakki á bekknum. Það var
herbækistöð í nokkra mílna fjarlægð.
Hann hlaut að koma þaðan, hver svo
sem hann var, líklega til að finna frið.
Hann yrði varla truflaður hér að kvöldi
dags. Hér var enginn nema undarlega
konan úr þorpinu að biðja fyrir syni sín-
um og eiginmanni sem börðust í strið-
inu. Ég hafði á tilfinningunni að ég væri
að trufla, að ég hefði engan rétt til að
standa þarna. Ég sneri mér við.
Hljómlistin þatnaði. Síðustu hljóm-
arnir dóu hægt út. Ég varð vör við að
orgelleikarinn hreyfði sig og sneri mér
aftur við. Hann var mjög ungur,
áreiðanlega ekki nema átján eða nítján
ára, ekki hávaxinn. En hann hafði fölt,
viðkunnanlegt andlit og hárið var
næstum hvítt. Ég hikaði, gekk síðan upp
aðkórnum.
„Fyrirgefðu,” sagði ég. „Ég ætlaði
ekki að trufla þig. Ég var að leita að
föður mínum.”
Þegar ég nálgaðist hann sá ég að
andlit hans var allt öðruvísi en áður.
Hann var með djúpar hrukkur á enninu,
sem sáust ekki úr fjarlægð, augun voru
samankipruð og húðin strekktist yfir
kinnbeinin. Hann var mjög þreytulegur
eins og sá sem reynir of mikið á of stutt-
um tíma. Og það var eins og allt, sem
hann hafði reynt, stæði skrifað á andliti
hans. Þetta var andlit gamals manns,
hugsaði ég og það fór um mig kaldur
hrollur.
„Allt í lagi.” Rödd hans var undar-
lega líflaus.
„Ég má hvort sem er ekki vera að
þessu. Verð að koma mér til baka.”
Hann náði I húfuna og jakkann. „Hver
er faðir þinn?” „Presturinn,” svaraði ég,
dálitið undrandi því ég hélt að hann
hefði leyfi til að spila.
„Hann hefur ekki komið hingað
meðan ég var að spila.”
Ég brosti. „En þú hefðir ekki orðið
var við það,” sagði ég. „Þú varst í öðrum
heimi meðan þú spilaðir.”
Hann brosti vandræðalega og nú leit
hann allt í einu út fyrir að vera miklu
yngri. „Spilar þú?”
„Ekkert líkt þessu. Alls ekki svona
vel. Ég kemst í gegnum sálmana á
sunnudögum, en aðeins vegna þess að
20. tbl. Vikan 13