Vikan


Vikan - 17.05.1979, Qupperneq 15

Vikan - 17.05.1979, Qupperneq 15
var auðsjáanlega brugðið og stuttu seinna bætti hún við. „Talaði hann við þig?” „Já.” „Um hvað?” Það var tortryggnis- hreimur i röddinni. Ég hugsaði mig um. „Ekkert sérstakt. Hann þurfti að tala við einhvern og ég var þarna. Hann bauð mér á ballið á morgun.” „Og hvað sagðir þú?” „Ég sagði já.” „Þóaðviðhöfum ekki hitt hann?” „Hann sækir mig hingað svo að ef þið viljið rannsaka hann, getið þið gert það þá." „Ég skil.” Hún hikaði.„Þú ert mjög ung, Kathie. Ég vil ekki...” „Æ, góða mamma,” sagði ég. „Ég er í sjötta bekk og það er ekki svo langt síðan hann var það líka, eftir útlitinu að dæma.” Ég varð allt í einu hræðilega hrædd um að hún mundi ekki skilja. Mundi misskilja allt. „Hann var bara einmana, stilltur drengur. Hann langaði bara að tala viðeinhvern.” „Við verðum að sjá hvemig hann er. Faðir þinn er inni í bókaherbergi. Segðu honum að maturinn sé til og þvoðu þér um hendurnar. Ég varð sjálf að leggja á borðið.” „Fyrirgefðu.” Hún brosti allt i einu og kyssti mig á ennið, sem var óvanalegt þvi að hún var vön að halda tilfinningum sinum leyndum. „Allt I lagi, vinan. Þú bætir það upp með uppþvottinum.” Mér varð aftur hugsað til Johnnys Stewart. Ég sá fyrir mér ungt, ellilegt andlitið með tómlegu augun í rökkrinu í kirkjunni. Ég faðmaði hana þakklát fyrir það öryggi og skjól sem ég naut hér á þessum góða stað. „Katherine hitti pilt í kirkjunni i kvöld,” sagði móðir mín varfærnislega um leið og hún útbýtti diskunum. „Hann var að spila á orgelið.” Faðir minn tók gleraugun varlega úr hulstrinu og setti þau á sig. Hann lyfti brúnum. „Nú, já?” „Móðir min hélt áfram: „Skyttu frá Upton Magna.” Ég flýtti méraðsegja: „Hann bauð mér á dansleik í félagsheim- ilinu og ég þáði boðið. Hann sækir mig klukkan sjö annað kvöld.” Ég vissi alltaf að faðir minn var merkilegur maður en nú kom hann móður minni jafnmikið á óvart og mér þegar hann sagði rólega. „Farið þið gangandi eða er hann á bíl? Þessir piltar i flughernum virðast fá ótakmarkað bensín.” „Ég veit það ekki.” Ég efaðist um að hann ætti bil. „Ætlar hann aðsækja þig hingað?” „Já.” „Jæja, eins og sakir standa held ég að við getum sagt að þú getir farið. Ég býst við að við fáum að hitta hann?” Tískufatnaður á alla fjöl- skylduna VERSLUNIN VAL Strandgata 34, Hafnarfirði, sími 52070. „Já, ég býð honum inn.” „Gott. Kynni ykkar eru að visu mjög stutt en við verðum að hafa í huga að það er stríð.” Hann brosti blíðlega. „Komstu að því hvað hann heitir, eða gafstekki timi til þess?” „Johnny,” sagði ég. „Johnny Stewart.” BLOSSOM Frábært shampoo BLOSSOM shampoo freyðir vel, og er fáanlegt I 4 gerðum. Hver og einn getur fengið shampoo við sitt hæfi. Reyndu BLOSSOM shampoo, og þér mun vel líka. Sweet Aldehydic shampoo 1 for normal hair Heildsölubirgöir. KRISTJÁNSSON HF Ingolfsstræti 12, simar: 12800 - 14878 20. tbl. Vlkan 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.