Vikan


Vikan - 17.05.1979, Page 17

Vikan - 17.05.1979, Page 17
„Og þú sagðir að hann væri skytta?” „Já, já.” „Aumingja pilturinn.” Hann spennti greipar, laut höfði og byrjaði að biðja. 2. kafli Ég fór snemma upp í herbergið mitt þetta kvöld. Ég vildi ekki ræða meira um Johnny. Ég vildi ekki einu sinni hugsa um hann, aðeins fá að vera í friði svolitla stund, lesa bók og flýja hugsanirminar. En það tókst ekki vel. Áður en ég vissi var ég farin að huga um hvað hann væri nú að gera. Aftur og aftur stóð ég mig að því að stara á blaðsíðuna, þungt hugsi og andvarpa. Siminn hringdi einhvers staðar í öðrum heimi og ég beið í ofvæni eftir að vita hvort hann væri til mín. Þegar enginn kom, lagði ég frá mér bókina og fórfram. Ég mætti föður mínum á ganginum. Hann var í einkennisbúningi. „Er verið að gera árás?” spurði ég hljóðlega. „Já, móðir þin fer með mér.” Hún vann fyrir sjálfboðaliðsveitir kvenna í Upton Magna tvær eða þrjár næstu viku. Þær voru með vagn þar og framreiddu kaffi og te fyrir flug- áhafnirnar áður en þær héldu til árásar eða komu til baka. „Hvert fara þeir núna?” spurði ég. „Þó að ég vissi það mætti ég ekki segja þér það.” „Nei, auðvitað ekki.” Ég vék mér frá svo að hann kæmist framhjá og elti hann síðan niður í stofu. Móðir mín var að hneppa að sér einkenniskápunni. „Þú skalt ekki bíða eftir mér,” sagði hún. „Ég kem líklega ekki heim fyrr en til morgunverðar. Það er nýlagað te á katlinum ef þig langar i.” Ég kyssti þau bæði og þau flýttu sér af stað. Ég heyrði að Morrisinn var settur í gang og keyrður í burt. Síðan varð allt hljótt, allt of hljótt, svo að ég slökkti ljósin og fór í rúmið. Ég hlustaði á flugvéladyninn fjar- lægjast. Ég lá svolitla stund og hlustaði og hugsaði um mennina sem voru innanborðs og nauðugir höfðu áhrif á örlög svo margra. Á meðal þeirra var sá sem ég hafði nýlega hitt. Ef til vill mundi hann aldrei koma til baka. Ég vaknaði upp við slæman draum. Ég gat ekki munað hann, en áhrifin voru slik að ég þorði ekki að sofna aftur. Klukkan var tvö eða hálf þrjú. Ég heyrði í flugvél sem flaug lágt yfir og enn einu sinni varð mér hugsað til Johnnys Stewart. Aðaláhyggjuefni föður mins, þegar við fluttum til Upton Magna, var menntun mín. Þetta var svo afskekktur staður, langt inni í innsveitum Norfolk. Um tima virtist eina lausnin vera heima- vistarskóli. Til allrar hamingju gerðist þess ekki þörf því að Cheriton, heima- vistarskóli stúlkna nálægt Dover, var fluttur í Tanbury House sem var i einnar mílu fjarlægð frá þorpinu. Faðir minn talaði við ungfrú Dean skólastýru og fékk hana til að taka mig í dagskóla. Sumarfríið hafi byrjað I vikunni áður. Ég átti að taka próf í byrjun október og faðir minn hafði lofað mér að ég gæti gengið I þjónustu hersins eftir það. Einhverra hluta vegna hvörfluðu hugsanir mínar að degi nokkrum snemma í júní. Sumarið sem var Ungfrú Dean var með morgunbæn eins og venjulega. Það var yndislegt veður. Sólin skein inn um gluggana og fuglarnir sungu. Hún las sálmanúmerin undarlega fjarrænni röddu og frá píanóinu barst byrjunin af „Jerúsalem”. Það var fallegur sálmur, þrunginn lífi og í hvert sinn sem ég heyri hann er sem hjarta mitt taki kipp og ég syng fullum hálsi. Eins var það með hinar stúlkurnar I bekknum þennan morgun. Ungfrú Dean stóð á pallinum og horfði þögul á okkur. Allt í einu tóku tár að renna niður kinnar hennar. Hún stóð þarna þegjandi og grét. Smám saman þagnaði söngurinn og tónlistarkennarinn sneri sér við og sá okkur standa vandræðalegar og þöglar. Ungfrú Dean gekk niður af pallinum, framhjá öllum kennurunum og inn á skrifstofu sina. Seinna fréttum við að bróðir hennar væri talinn af. Kafbáturinn hans hafði týnst, liklega i Norður-Atlantshafinu. Á þessum tíma hafði Upton Magna aðeins starfað í þrjár vikur og hluti liðsins var vistaður á sveitasetri í um það bil mílu fjarlægð frá skólanum. Piltarnir fóru venjulega í hjólreiðatúr seinni hluta dagsins og voru þá í flug- búningum. Þegar þeir fóru framhjá hringdu þeir bjöllunum og blístruðu. Við hlupum út í glugga, veifuðum og kölluðumst á við þá. Við kölluðum þá hjólastrákana. Hafði Johnny Stewart verið einn þeirra? Líklega, og þó, ég hafði aldrei tekið eftir honum og hvernig gat það átt sér stað? Ég hlyti að hafa tekið eftir honum. Nú var hann yfir Þýskalandi. Ég flýtti mér að ýta þessum hugsunum frá mér og sofnaði. Ég vaknaði aftur i dögun og dró frá glugganum. Það var hráslagalegt þennan morgun. Ég heyrði drunur sprengjuflugvélanna sem voru að koma til baka. Þær flugu lágt yfir, ein og ein í einu. Ég hljóp út i garð á náttkjólnum en hafði brugðið jakkanum yfir axlirnar. Döggin var köld við bera fætur mína en mér stóð á sama. Þegar ég leit upp sá ég að flugvélarnar höfðu orðið fyrir verulegum skemmdum. Ein hafði misst stélið, önnur var með rifinn væng. Þá heyrði ég í einni sem fór mun hæg- ar en hinar. Hún kom smám saman betur í ljós út úr þokunni og flaug mjög lágt. Þegar hún flaug yfir, sá ég að hálf- an vænginn á stjórnborða og einn hreyfilinn vantaði og einnig mestan hluta stélsins. Það rauk úr vélinni á bak- borða og Lancasterinn stefndi nú óðum nærjörðu. Ég sá móta fyrir svartri veru í loftinu, fallhlíf opnaðist, síðan önnur og loks hrapaði vélin niður á milli trjánna. Það varð hræðileg sprenging. Jörðin titraði. Ég var heltekin hræðslu þar sem ég stóð þarna og horfði á svartan reykjarmökkinn stíga til himins. Ég sneri mér við og hljóp inn í húsið. Framhald í næsta blaði. EflNNI & MNNI 20. tbl. Vlkan 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.