Vikan - 17.05.1979, Side 21
marijuana sé ræktað víðar en í Kólombíu
sem kunnugt er er það mál manna, þeirra
sem til þekkja, að kólombíska grasið sé það
langbesta sem hægt sé að fá í veröldinni, og
bandaríski neytandinn vill aðeins það
besta.
í Guajira, þar sem hundruð tonna af
marijuana fara í gegn, er fíkniefnið ekkert
vandamál í sjálfu sér. Það er leitun á
innfæddum manni sem neytir þess, hvað
svo sem veldur. Það eru utanaðkomandi
menn, kaupendur, seljendur og smyglarar,
sem eru vandamálið. Og meðan sterkar
raddir eru uppi um að það sé varla hægt að
banna bændum að rækta vöru sem mikil
eftirspurn er eftir, þá er varla hægt að búast
við miklum breytingum. Bændurnir eru
með bestu vöruna í þessum flokki sem til er
og eftirspurnin gífurleg. Sagt er að um
300.000 hektarar lands fari undir
marijuanaræktun þótt hershöfðinginn, sem
stjórnar baráttunni gegn smyglurunum,
vilji meina að það land sé ekki stærra en
100.000 hektarar. En þar sem uppskera er
þrisvar á ári er ljóst að hér er um að ræða
framleiðslu sem skiptir ótölulegum fjölda
tonna og veltir meiri pepingum en fjárlög
margra S-Ameríkuríkja.
Talið er víst að það sé bandariska Mafían
sem stjórni og fjármagni þessi viðskipti,
sem eiga sér stað á milli Kólombíu og
Bandaríkjanna, auk nokkurra vel stæðra
Kólombíumanna.
Aðalræktunarsvæðin eru ekki
auðfundin því landið er torfarið og
bændurnir ferðast til og frá á múlösnum,
en það er einmitt á múlösnum sem fram-
leiðslan er flutt til byggða. Oft má sjá heila
lest múlasna, 200 eða fleiri, klyfjaða
marijuana og í fylgd vopnaðra manna á leið
í kaupstað. Það er betra að vera vopnaður
því oft berjast smyglhringar innbyrðis eins
og í kvikmyndum.
Tonnið af marijuana er keypt í
Kólombíu á 5000 dollara. Eftir að þetta
sama tonn hefur millilent í Miami á Florida
og síðan farið til New York þá er verðið
komið upp i hálfa milljón dollara. Til
samanburðar má geta þess að á íslenskum
markaði kostar 1 gr af slíku efni ekki undir
Eitt tonn af
„kólombísku grasi"
kostar 5000 dollara í
Kólombíu. í Reykja-
vík myndi það seljast
á 5000 milljónir.
Mér finnst þetta réttlátt,
að við skiptum ágóðanum til helminga.
Upptækar birgðir eru eyðilagðar með þvi að
bera í þœr eld. Sérstök ilman stigur upp í loftið
og allt verður ónýtt.
5000 ísl. kr., en það þýðir að tonnið myndi
kosta 5000 milljónir hér í Reykjavík.
Það er margt skrítið í Guajira vegna alls
þessa. T.d. má geta þess að þar er orðið svo
mikið af bandarískum dollurum að
dollarinn er ódýrari á svörtum markaði en
opinber skráning segir til um. Það segir sína
sögu.
EJ
(Úr Paris Match)
20. tbl. Vlkan 21