Vikan


Vikan - 17.05.1979, Síða 22

Vikan - 17.05.1979, Síða 22
Og ég sem gat varla beðið eftir að klukkan yrði 5 á skrifstofunni i dag. Þau hafa verið að horfa á Kládius. bara yflrmenn, sem fá magasár. Ég kom hérna áðan, og þá sagði konan þín, að þú værir of heimskur til að skilja þessar bækur, sem ég er að selja.. Eg KOM auga á frú N . . . í leik- húsinu. Hún benti mér að koma og í hléinu fór ég til hennar og settist hjá henni. Ég hafði ekki séð hana óralengi og ef einhver hefði ekki sagt mér nafn hennar, efast ég stórlega um að ég hefði þekkt hana. Hún tók glaðlega á móti mér. — Heyrið þér mig! Við höfum ekki sést í mörg ár! En hvað tíminn líður . . . og ekki yngjumst við. Munið þér þegar við hittumst fyrst? Munið þér eftir hádegis- verðinum, sem við borðuðum saman? Hvort ég mundi eftir honum! Síðan voru liðin tuttugu ár. Ég bjó þá í Latínuhverfinu í París, í þröngri íbúð, sem sneri út að kirkjugarði og vann mér inn rétt nægilega mikið til að halda i mér lífinu. Frú N . . . hafði lesið eina af bókunum mínum og skrifað mér í því tilefni. Ég sendi henni þakkarbréf og skömmu seinna fékk ég annað bréf frá henni, þar sem hún tilkynnti mér, að hún ætti bráðum leið um París. Hún sagðist gjarnan vilja spjalla svolítið við mig, en hefði mjög nauman tíma. Hún væri ekki laus eina einustu stund, nema á fimmtudeginum, eftir að hún væri búin að vera í Luxembourgarsafninu. Gæti ég borðað með henni hjá Foyot? Foyot var veitingahús, sem var mikið sótt af þingmönnum og langtum dýrara en ég hafði efni á. En þetta vai kitlaði hégómagirnd mina og ég var enn of ungur til að vera búinn að læra að segja nei við konu. Ég vil bæta því við, að fáir karlmenn kunna það fyrr en þeir eru orðnir svo gamlir, að það sem þeir segja, skiptir konur engu máli. Ég átti 80 franka, sem áttu að endast mér út mánuðinn. Hóflegur miðdegisverður fyrir tvo mundi ekki kosta meira en 15 franka. Með því að neita mér um kaffi í hálfan mánuð átti ég að geta klofið það. Ég samþykkti því bréflega að hitta þessa vinkonu mína næstkomandi fimmtu- dag hjá Foyot. Frú N ... var ekki eins ung og ég hafði vonað og fremur mvndarleg en aðlaðandi. Hún var satt að segja um fertugt, sem að vísu er töfrandi aldur, en ekki sá aldur, sem vekur við fyrstu sýn brennandi ástriður. Mér sýndist hún líka hafa fleiri tennur — stórar, reglulegar og hvitar — en nauðsynlegt er til venjulegrar notkunar. Hún var skrafhreifin, ákaflega skrafhreifin, en þar sem hún virtist fús til að tala um mig, hlustaði ég með athygli. Um leið og ég leit á matseðilinn, hrökk ég við; verðið fór langt fram úr áætlun minni, en gestur minn róaði mig: — Ég borða tæplega nokkum hádegisverð, tilkynnti hún. — Ó! Það er hreinasti óþarfi, sagði ég örlátur. — Ég borða aldrei meira en einn rétt um hádegið. Nú á dögum borða flestir alltof mikið. Við skulum nú sjá . . . kannski ég fái svolítinn fisk. Skyldu þeir hafa lax? Lax var ekki enn kominn á markaðinn, enda var ekki minnst á hann á matseðlinum. Ég spurði samt yfirþjóninn. — Vissulega, svaraði hann, — við vorum að fá einn, alveg dásamlegan, þann fyrsta á árinu. Vill frúin eitthvað á meðan hún bíður? — Nei, svaraði hún. — Ég borða aldrei meira en einn rétt um hádegið. Ekki nema þér eigið svolitið af styrjuhrognum? Þau hafa ekkert að segja. Ég fylltist skelfingu . . . Hvernig átti ég að geta játað það fyrir henni, að tekjur mínar leyfðu mér ekki að bjóða henni styrjuhrogn? — Sjálfsagt! Komið með styrjuhrogn, sagði ég skipandi við þjóninn. Handa mér valdi ég ódýrasta réttinn á matseðlinum, kindakótelettu. — Ég held að það sé rangt af yður að fá kjöt, sagði frú N . . . Hvernig búist þér við að geta unnið eftir að hafa borðað jafnþungmeltan mat og kindakjöt? Hvað mér viðvíkur, þá forðast ég alltaf að íþyngja maganum. Nú var komið að því að velja vínið. — Ég drekk aldrei mað matnum, lýsti frúin yfir. — Ekki ég heldur, flýtti ég mér aðsegja. — Nema hvítt vín, hélt hún áfram, eins og ég hefði ekkert sagt. — Frönsku vínin eru svo létt, svo dásamleg fyrir meltinguna. — Hvaða tegund viljið þér? spurði ég vingjarnlega, en nú án allrar hlýju. Hún sendi mér elskulegt bros, svo skein í allar tennurnar. — Læknirinn minn leyfir mér ekki aðdrekka nema kampavín. Svolitið fölur býst ég við, bað ég um hálf- flösku af kampavíni og bætti þvi við, að læknir- inn minn hefði harðbannað mér að drekka það. — Hvað ætlið þér þá að drekka? — Vatn! Um leið og ég réðist á kótelettuna mina, áminnti hún mig alvarlega. — Ég sé að þér eruð vanur að borða mikið. En það er rangt, trúið mér. Því farið þér ekki að dæmi minu og borðið aðeins einn lítinn rétt? Ég er viss um, að yður mundi líða miklu betur. — Það er einmitt það sem ég ætla að gera, sagði ég með sannfæringu, þegar yfirþjónninn nálgaðist með matseðilinn. Hún bandaði honum kæruleysislega frá sér. — Nei, nei, ég borða varla neitt um hádegið; einn munnbita, ekki meira, og það meira að segja sem átyllu til að eiga viðræður við fólk. Ég gæti alls ekki komið niður einum einasta bita í viðbót, nema kannski nokkrum stönglum af þessum franska stóra aspas, sem er alveg af- bragð . . . Það væri synd að fara frá París, án þess að hafa bragðað á honum. 1 þriðja sinn hætti hjarta mitt að slá. Ég hafði séð fyrsta aspasinn þetta árið í búðarglugga og vatnið hafði komið fram í munninn á mér. Mér var líka kunnugt um hið gífurlega háa verð. — Frúin vill vita, hvort þér eigið aspas af nýju uppskerunni, sagði ég við yfirþjóninn, stóru tegundina? Ég óskaði þess með sjálfum mér og lagði í það allan minn viljakraft, að hann svaraði — nei. 22 Vikan 20. tbl. 0

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.