Vikan


Vikan - 17.05.1979, Page 44

Vikan - 17.05.1979, Page 44
skugga um, að allt væri í stakasta lagi. En til þess að það væri óhætt, varð að líða að minnsta kosti hálfur sólar- hringur, að hans áliti. Þetta kostaði auðvitað viðbótaráætlun, áætlun 3-C, sem var svohljóðandi: „1) Laumast inn í Þetta er barnapían þin. Hún er búin með allt vínið sem var í isskápnum og spyr hvort þú eigir meira. byggingu Hins opinbera (bakdyramegin) kl. 14.30 á laugardag. 2) Vera hanska- klæddur og í dökkum, lítt áberandi fötum. 3) Opna peningaskápinn með viðkomandi lykli. 4) Koma fröken Jórunni fyrir við skrifborð sitt í Skotinu. 5) Láta hana e.t.v. hafa vasaklút í ann- arri hendinni. 6) Yfirgefastaðinn.” Daginn eftir var áætlun 3-C hrint í framkvæmd. Hannes komst inn i byggingu Hins opinbera, bakdyramegin. Hann var hanskaklasddur og i dökkum fötum, en taugarnar voru alltof spenntar. Þegar hann kom að peninga- skápnum, gat hann varla hreyft legg eða lið. Eftir að hafa dregið andann djúpt nokkrum sinnum, dró hann lykilinn uppúr vasa sínum, stakk honum í skrána og tókst einhvern veginn að opna skápinn, þótt hann skylfi á beinunum. Hannes Jónsson, skrifstofumaður hjá Hinu opinbera, gat varla trúað sínum eigin augum. 1 skápnum var engin fröken Jórunn. Hann skildi skápinn eftir opinn og gægðist inn í Skotið. Þar var allt með kyrrum kjörum, en það hafði verið tekið til á skrifborði fórnar- lambsins. Hann gat ómögulega skilið, hvernig þetta gat átt sér stað. Hann athugaði læsinguna á skápnum, en það var örugglega ekki hægt að opna innan frá, svo hann lokaði og setti lykilinn í skrifborðsskúffu fröken Jórunnar. Andlit hans var grámyglulegt og hann neri saman hanskaklæddum höndunum. Áætlunin hafði mistekist. Hann bölvaði í hljóði. HaNNES JÓNSSON, skrifstofu- maður hjá Hinu opinbera, sat í stofunni heima hjá sér, hafði reykt einn og hálfan pakka af Viceroy og drukkið nærri heila flösku af Martini. Síminn hringdi, en hann svaraði ekki fyrr en á áttundu hringingu. Þá lyfti hann tólinu varfæmis- lega og hlustaði. „Ég veit að þú hlustar,” sagði gamal- kunn rödd. „Ég vildi bara biðja þig afsökunar á því, að ég skyldi vera svo forsjál að taka með mér neyðarsendinn minn, þegar ég fór í skápinn.” Hannesi fannst hjarta sitt ætla að springa og hann kom ekki upp einu einasta orði. ,JComdu til min innan klukkustundar, ef þú vilt gera mér tilboð, annars veistu hvað bíður þín. Lögreglustjórinn er mér kunnugur.” Hann lagði á og reyndi að hugsa um eitthvað annað en þetta óforbetranlega afstyrmi. Það tók hann minna en þrjár minútur að átta sig á hlutunum og gera lokaáætlun, áætlun 3-D. Hannes Jónsson, fyrrverandi skrif- stofumaður hjá Hinu opinbera, lét renna mátulega volgt vatn í baðkerið heima hjá sér, klæddi sig úr öllum fötunum, fór í sundskýlu, reykti síðustu sigarettuna og setti nýtt blað í rakvélina. Endir CT . m EFTIR Sftna Stjáni 44 Vlkan 20. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.