Vikan


Vikan - 17.05.1979, Page 47

Vikan - 17.05.1979, Page 47
Ný framhaldssaga eftir Malcolm WiHiams Pílagrímsferð til fortíðarinnar hann ekki fundið neina frekari á- bendingu. Biblian. Luke vissi, að þeha var sennilega sterkasta ábendingin, svarta, leðurbundna biblían, sem Luke hafði fundið i skúffu föður sins. Luke hafði orðið undrandi yfir þessum fundi sinum, því að faðir hans hafði aldrei verið trúaður maður. Þó voru þessi orð árituð á fremstu siðuna: Til Enochs Owen, til minningar um margra ára kirkjusókn og aðstoð við kirkju Sharonar, Abermorvent. Bestu framtíðaróskir. Með þakklæti. Sr. Morlais Jcnkins. Luke hallaði sér hugsandi aftur á bak. Þetta var ekki mikið að fara eftir — nafn eins manns, sem kannski var ekki lengur á lífi. Þó færi hann til Abermorvent á morgun. 2. HLUTI Þýð.: Steinunn He/gadóttir „Hvers vegna hötuðu íbúar Abermorvent föður minn?" spurði Luke. „Hvað gerði hann þeim?" Séra Morlais Jenkins leit niður fyrir sig. „Maður getur varla álasað bæjarbúum fyrir að bregðast þannig við. Ég veit, að slys geta alltaf orðið, og Abermorventslysið var umfangsmikið . . ." Luke sá á kortinu, að Abermorvent var aðeins einn af mörgum litlum námabæjum Suður-Wales. Hann hafði séð á fæðingarvottorði föður síns, að þar hafði Enoch Owen fæðst, sonur kola- námumanns. Og eftir þvi sem Luke best vissi frá dagbókum föður sins, hafði hann aldrei yfirgefið fæðingarstað sinn fyrr en hann fluttist af landi brott. Dag- bækurnar höfðu heldur ekkert fjallað um heimsstyrjöldina, svo að líklegast virtist, að hann hefði unnið í námunum, á meðan á henni stóð. Það voru aðeins tvöorð í viðbót skráð i dagbók Lukes: Nancy (?) Biblían. Nancy, það var allt sem hann hafði. Nafn týndrar stulku. hvislað á dánar- beði föður hans. Þetta nafn hafði auðsjáanlega skipt Enoch miklu máli, en þó að hann hefði leitað nákvæmlega i gegnum allar dagbækurnar, þá hafði Jr RÁTT fyrir óróleikann og óttann gat Luke ekki annað en tekið eftir og dáðst að breska landslaginu, sem hann ók um í áttina til Wales. Það var margt, sem vakti furðu hans, sérstaklega heiður, blár himinninn. Loftslagið var í augnablikinu ekki ólíkt þvi, sem hann átti að venjast í Zambiu. Hann sá einnig með þjálfuðu auga bóndans, að sumarið hafði verið mjög þurrkasamt. Þar eð hann var vanur torfærustígum og vegleysum, naut hann þess að aka á breiðum, steyptum aðalvegunum. Fyrr en hann hafði reiknað með, kom hann að stóru áberandi skilti: CROSE Y GYMRU, þar sem hann var boðinn vel- kominn til Wales. En þegar hann hafði ekið smáspöl i viðbót, virtust litil, grá þorpin ekki jafn gestrisin á að lita. Þau virtust ekki passa inn í landslagið, há og tignarleg fjöllin og djúpa skógana í kringum þau. I Ijós kom, að Abermorvent var af sama tagi og nágrannaþorpin. Luke lagði bilnum efst á hæð nokkurri og gekk yfir sviðnar grasflatir með brúninni, til að sjá betur dalinn, sem lá langt niðri. Raðhúsin hurfu næstum bak við tvo stóra, sótlitaða hauga, en í fátæklegu grasinu við hliðina, leituðu nokkrar kindur sér að æti. Luke hafði reiknað með ys, þys og önnum námaþorpsins. En þorpið virtist ekki sérlega líflegt að þvi leyti. Þrátt fyrir að stórt hjólið við námu- innganginn hreyfðist enn og þrátt fyrir vel viðhaldin húsin, virtist næstum sem bærinn svæfi Þymirósarsvefni. i fjarlægð, bak við dalsmynnið, var fjallaröð. 1 björtu sólskininu virtust fjöllin blá að lit. Luke skalf þrátt fyrir hitann og hann gekk aftur að bilnum og ók í áttina að Abermorvent. Bærinn virtist að mestu leyti yfir- gefinn, fyrir utan fáeinar konur sem stóðu og ræddu saman í húsdyrunum. Allar störðu þær forvitnislega á Luke. Garðarnir fyrir framan húsin þeirra 20. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.