Vikan


Vikan - 17.05.1979, Page 52

Vikan - 17.05.1979, Page 52
Vikan prófar léttu vínin 20. Bordeauxvín Barnamorðin í kjólfataveislum ríkisstjórna Setlög ánna Garonne og Dordogne í nágrenni borgarinnar Bordeaux við Biskayaflóa eru heimsins stærsta góð- vínasvæði. Framleiðsla Búrgundarvína, Rínarvína og Móselvína er smáræði miðað við framleiðslu Bordeauxvína. Um 1500 vínbú á Bordeaux-svæðinu selja vín sín undir eigin nafni, mörg hver á alþjóðlegum markaði. Önnur góð vínbú treysta sér ekki til að selja undir eigin nafni og selja eftir föstum reglum undir nafni hreppsins, sýslunnar eða svæðisins í heild. Úr þessu verður mýgrútur af mismun- andi vinum á mismunandi verði og markaðsaðstöðu. Vinkaupmönnum í Bordeaux eða London er það heilt ævistarf að setja sig inn í þau fræði, svo að þeir geti gert rétt kaup á réttum tíma. Engin vín eldast betur Bordeaux-vín hin frægu eru fyrst og fremst rauðvín. Þau eru öðruvísi en Búrgundarvín. Meðan Búrgundarvínum er líkt við feitan prest, er Bordeauxvín- um líkt við grannan bókhaldara. Búrgundarvínin eru Ijúfari en Bordeaux- vínin lipurri. Engin vín nema kabinettsvín frá Rin og Mósel ná jafnflóknum og marg- brotnum ilm og bestu vínin frá Bordeaux. Engin vín eldast betur en bestu vínin frá Bordeaux. Þaðan eru nítjándu aldar vínin, sem sérvitringar eru enn aðdrekka. Algengast er, að það taki góð Bordeauxvin 7-10 ár að ná fullum þroska, en ódýrari Bordeauxvín 3-4 ár. Fyrst eru þessi vín, einkum hin góðu, svo herpt á bragðið, að þau eru nánast ódrekkandi. Síðan mildast þau smám saman, uns þau ná jafnvægi, sem oft endist þeim áratugum saman. Tegundum vínberja er blandað í Bordeauxvín. Uppistaðan er oftast berið Cabernet Sauvignon, sem gefur vininu börkun og langa ævi. Til uppfyllingar er'u notuð vínber á borð við Merlot og Malbec, sem gefa vininu mýkt og mildi. Nákvæmur virðingarstigi Vinbúin 1500, sem selja undir eigin nafni, eru mismunandi hátt sett i virðingarstiganum, sem miðar við áratuga reynslu hins alþjóðlega markaðar og það verðlag, sem þar mótast. Héraðið Haut-Medoc er gott dæmi um þetta. Þar tróna efst fimm vínbú sem „1. flokkur”, Chateau Latour, Chateau Lafite, Chateau Margaux, Chateau Mouton-Rotschild og Chateau Haut- Brion. Þau selja framleiðslu sína á fjórum sinnum hærra verði en almennu vínbúin og á átta til tíu sinnum hærra verði en ósérgreind Bordeaux-vín. Síðan koma 2., 3., 4. og 5. flokkur, þar sem vínbúin þykja einnig einkar göfug, þótt gæði og verð jafnist ekki á við 1. flokk. Þar fyrir neðan koma svo „exceptionels”, „bourgeois supérieurs”, „bourgeois” og raunar enn tveir flokkar, sem lítið eru notaðir, „artisans” og „paysans". Þau góðvín, sem ekki komast i fimm efstu flokkana, en eru frá góðum vín- búum, mega kalla sig eftir hreppunum, sem í Haut-Medoc eru t.d. St. Estephe, Pauillac, St. Julien og Margaux. Síðri vín af svæðinu mega almennt kalla sig Haut-Medoc eða bara Bordeauxvin. Allur þessi virðingarstigi er háður föstum reglum franska ríkisins. Á öllum flöskum verður aðstanda „Appellation . . . controlée” með tilheyrandi orði á milli, sem markar víninu bás í stiganum. Þetta kerfi er orðið svo strangt og vandað, að það er orðið sjaldgæft, að menn geri vond kaup í Bordeauxvínum. Hvergi minna framboð en hér 1 Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fást sex rauðvín frá Bordeaux og er það allt of lítið. Trúlega hefur enginn vínkaupmaður i heimi jafnlitið framboð af rauðum Bordeauxvínum. Vel mætti fjölga þeim i Ríkinu á kostnað ótal- margra óþarfra vína, sem þar eru seld og áður hefur verið getið í greinaflokki þessum. Heimur versnandi fer i Ríkinu. Fyrir aðeins hálfu öðru ári keypti ég þar síðustu flöskurnar af Chateau Figeac 1966, frábæru fyrsta flokks víni frá sýslunni Saint-Emilion. Það var á sama tíma og hægt var að kaupa þar Schloss Johannisberger Spatlese 1971, eitt frægasta vín í heimi. Það er svo sannarlega skarð fyrir skildi, er síðustu flöskur þessara tveggja vína eru horfnar í örugga geymslu undir- ritaðs. Þau eru tæpast enn orðin drykkjarhæf, þótt mestur hluti lagersins hafi fyrir löngu verið drukkinn í barbariskum kjólfataveislum ríkis- stjórna. Slíkt kalla sérfræðingar barna- morð. Gott ár frá góðu vínbúi CHATEAU TALBOT 1967 frá Cordier hefur nú það hlutverk að halda uppi virðingu Ríkisins á þessu sviði. Þetta vínbú er um það bil að feta sig upp úr fjórða flokki í þriðja flokk virðingar- stigans, sem sagt var frá hér að framan. Það er í vínhreppnum St.-Julien, 200 ekruraf vínviði. St.-Julien er litill hreppur, sem er frægur fyrir óvenjumikinn fjölda vínbúa í fimm efstu þrepum gæðastigans. Sagt er, að ekki séu til nein vond vín frá St,- Julien. Það verður því að gera töluverð- ar kröfur til Chateau Talbot. Árgangurinn 1967 þótti i fyrstu fremur lélegur i St.-Julien. Hann hefur hins vegar elst mun betur en menn reiknuðu með og á nú að hafa náð hámarksgæðum. Nú er árið 1967 talið í röðum hinna betri ára frá Chateau Talbot. Efniviður án samræmis t gæðaprófun Vikunnar olli þetta vin vonbrigðum. Einkum var það ilmurinn, sem ekki var í jafnvægi. Ilmurinn var mikill og bragðið voldugt og langvinnt, en sjálft jafnvægið vantaði. Hinir mikil- fenglegu þættir mynduðu ekki samræmda heild. Heildarniðurstaðan var sú, að ekki skorti efniviðinn í vínið, en dæmið gengi samt ekki upp. Ennfremur sú, að samræmið mundi ekki koma til sögunnar með frekari geymslu. Vinið mundi einfaldlega ekki ná hinu nauðsyn- lega samræmi. Einkunnin varð sjö, hin sama og gefin hefur verið mörgum hlutlausum vinum á söluskrá Ríkisins. Með þeirri einkunn er alls ekki sagt, að Chateau Talbot sé hlutlaust. Þvert á móti er það mjög persónulegt vín, bara með gallaðan persónuleika. Verðið er 4.700 krónur, sem kannski er ekki allt of hátt fyrir vín í þriðja til fjórða gæðaflokki Haut-Medoc vína, en auðvitað of hátt fyrir vín, sem ekki nær jafnvægi. Það verður því að telja vond kaup í Chateau Talbot frá 1967. Ljúfur drykkur frá Luze CHATEAU PAVEIL DE LUZE 1974 frá Luze er annað búgarðsvinið frá Bordeaux, sem Ríkið hefur til sölu. Chateau Paveil de Luze er 80 ekru búgarður í hreppnum Soussans, sem er næst fyrir norðan hinn fræga vinhrepp Margaux nálægt miðju Haut-Medoc. í Soussans er lítið af vinbúum í fimm efstu flokkunum, en mikið af ágætum vinbúum í næstu þremur flokkum þar fyrir neðan. Chateau Paveil de Luze er svonefnt „bourgeois superieur”, vel þekkt út um heim, þrátt fyrir litla framleiðslu. Árgangurinn 1974 er ekki góður, þykir dálítið þunnur vegna rigninga á uppskerutimanum. Það reyndist hins vegar sæmilega vel i gæðaprófun Vikunnar. Vinið var ekki eins rauðbrúnt og þungt og Talbotinn. Ilmurinn var hins vegar betri og í góðu jafnvægi. 1 fyrstu virtist bragðið þunnt, en það sótti í sig veðrið, þegar flaskan hafði verið höfð opin um stund. Vinið var í heild lipurt og í samræmi, en skorti kjölfestu. Einkunnin varð átta, því að þetta var einkar ljúfur drykkur. Verðið er ekkert hrikalega hátt fyrir átta stiga vín, 3.100 krónur. Chateau Paveil de Luze er raunar með bestu kaupum, sem hægt er að gera í átta stiga rauðvínum. Allt frá rómverskum tíma SAINT-EMILION 1976 frá Bichoter almennt vínsýsluvín frá þeirri sýslu í Bordeaux, sem þykir minna mest á Búrgund. Þar er líka mest notað af Þumalfingur á D. Vísifingur á G. 52 Vikan 20. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.