Vikan


Vikan - 17.05.1979, Page 53

Vikan - 17.05.1979, Page 53
CHATEAU PAVEIL dc LUZE HAUT-MÉDOC APPFÍ-LATION HAUT-MÉDOC CONTROLÉE CRU BOURGEOIS SUPERIEUR 1974 GROUPEMENT FOKCIER ACBlCOLE DU CHATEAU PAVEIL PnopititrAmE a SouMANt iCmoHOU MIS EN BOUTEILLE PAR 73cl . - r/r . f ■ /y/j " ' //r lr/tza.v Grand Cru Classé chÁYeau TALBOT Ancien oornoine ou connCtable talbot OOUVERNEUR OE OUYENNE ■ 1400 • 1453 • SAINT-JULinN BICHOT 1976 SAINT-ÉMILION APPELUTION SAINT-EMILION CONTROLEE MU kn aovnuLLn PAk BICHOT )3 NNNXTLim.LUVf:U>3 A BOÍMAWX - OIAOND* (F.ANCA) rioDuci or ir*-ci CHATEAU PAVEIL DELUZE 1974 stig 3.100 krónur CHATEAU TALBOT 1967 stig 4.700 krónur Vond kaup SAINT- EMILION 1976 stig 2.300 krónur .i tOUR»Cí J „ L*- A-li ‘f LE VALLON HANAPPIER stjg 1.800 krónur Góð kaup GINESTET HAUT-MEDOC stig 2.800 krónur vínberinu Merlot, sem gefur mildara vín en Cabernet Sauvignion. Saint-Emilion er einna sögufrægasti hluti Bordeaux-svæðisins. Þar hefur verið ræktað vin frá rómverskum tima. Eitt þekktasta vínbúið, Chateau Ausone, var einu sinni í eigu rómverska skáldsins Ausoniusar. Úr þessari sýslu er vínið Chateau Figeac, sem getið var hér að framan. Árgangurinn 1976 var góður í Saint- Emilion og Bichot-vínið ætti einmitt að vera nokkurn veginn i hámarki um þessar mundir. Ekkert sérstakt var um þetta vín að segja, nema ef til vill sætu- lyktin, sem virðist fylgja öllum Bichot- vinum í Ríkinu. Einkunnin var sex, mun betri en árgangurinn 1974 fékk í hliðstæðri pcófun fyrir ári, fjórir. En þannig eru árgangarnir einmitt misjafnir. Verðið er 2.300 krónur. Og svo hin ómerkari vín GINESTET HAUT-MEDOC, án árgangs, frá Ginestet, er almennt, óstaðfært vín frá Haut-Medoc vínsýslunni. 1 því örlaði fyrir þrennisteinslykt og einkunnin var fimm. Verðið er 2.800 krónur flaskan. LE BORDEAUX DE GINESTET, án árgangs, frá Ginestet, hefur viður- kenningu franska ríkisins sem almennt Bordeauxvín, án sérstakrar staðfæring- ar innan svæðisins. Þar örlaði líka á brennisteinslykt, en einkunnin var heldur hærri en hjá hinu fyrra eða sex. Verðið er 1.850 krónur, svo að kaupin hljóta að teljast góð. Sömu einkunn fékk annað almennt Bordeauxvín, LE VALLON HAN- APPIER, án árgangs, frá Hanappier. Miklar loftbólur óprýddu vínið, lyktin var sæt og örlítil beiskja í bragðinu. Þótt einkunnin væri sex, telst þetta vín heldur síðra en vínið, sem getið var hér næst á undan. Verðið er 1.800 krónur, svo að kaupin eru góð. Misjafn sauður í mörgu fé Þar með er lokið gæðaprófun Vikunnar á rauðvinum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Eins og í hvít- vinunum hefur komið í ljós, að misjafn sauður er í mörgu fé. Bordeaux-rauð- vínin komu tiltölulega vel út úr þeim samanburði. 1 næstu Viku verður svo klykkt út með skrá yfir fjórtán bestu rauðvín Ríkisins, hliðstæðri þeirri skrá, sem birtist í 12. tölublaði um tólf bestu hvítvin Rikisins. Jónas Kristjánsson í næstu Viku: Fjórtán bestu rauðvín Ríkisins 20. tbl. Vikan $3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.