Vikan


Vikan - 17.05.1979, Page 55

Vikan - 17.05.1979, Page 55
ára vonleysi um heilsu barnsins. Síðan hefur Árni litli tekið hægum en stöðugum framförum, og er móðir hans ekki í minnsta vafa um að þessi ótrúlegi bati eigi einungis rætur sínar að rekja til þeirrar hjálpar sem hinir framliðnu læknar hafi veitt barninu fyrir milli- göngu og tilstilli miðilsins Jónínu Magnúsdóttur. í vörslu Morguns (timarits sem ég er ritstjóri fyrir) er langt bréf frá foreldrum í Kópavogi, sem rekja þar næstum ótrúlega sjúkdómssögu dóttur sinnar sem fæddist 1957. Þessi telpa hafði alla tíð verið þjökuð af margvíslegum sjúkdómseinkennum: höfuðverk, magakrampa, sjóntruflunum og riðu. Hún hafði leitað margra lækna til þess að fá einhverja bót þessara margvíslegu sjúkdómseinkenna, en allt var það unnið fyrir gýg. Hver læknirinn fyrir sig virtist hafa sina eigin skoðun á þessum sjúkdómum og ráðleggingar voru i samræmi við það, oft á tíðum lyf sem svo reyndust hafa óheillavænlegar aukaverkanir. Skýringar læknanna og sérfræðinganna voru ýmist umgangspest, migrene, þrýstingur á innri eyrun, heilahimnubólga eða eitthvað enn annað. Þessu fylgdu svo tilheyrandi prófanir, rannsóknir og mælingar. En allt varð þetta til einskis. Það kom ekki að neinum notum. Um tíma var talið koma til mála að gera á stúlkunni heilauppskurð, en frá því var þó horfið. Telpan hélt áfram að þjást og kúgast og bættu sífelldar læknaskoðanir og ótal tegundir lyfja ekkert úr þessu ömurlega ástandi. Þetta var eðlilega farið að koma mjög niður á skólanámi stúlkunnar, sem meðal annars var nú orðið með öllu ókleift að stunda leikfimi og sund og átti vitanlega í hinum mestu erfiðleikum með námið yfirleitt, sökum sifelldra þjáninga. Þegar komið var með telpuna til Jónínu kveið hún mjög fyrir landsprófi, sem þá stóð fyrir dyrum hjá henni í skólanum, enda var hún enn mjög þjáð. En það er skemmst frá því að segja, að Jónínu tókst að byggja upp nýjan kraft með stúlkunni svo henni tókst að ljúka námi sínu með sóma, eins og heilbrigð væri. Síðan gat hún einnig tekið upp sund og leikfimi. Og eftir prófið hafði hún nægan kraft til þess að vinna langan vinnudag í frystihúsi af miklum dugnaði. Siðan þessi andlega lækning hófst varð hún ekki vör við nein sjúkdómseinkenni, að því undanskildu að hún fékk einu sinni nokkuð þungan höfuðverk sem þó hvarf von bráðar. Eins og öllum er ljóst eru allar rannsóknir á jressum dásamlegu hliðum miðilsgáfunnar enn á algjöru frumstigi hér hjá okkur á íslandi. En við höfum að minnsta kosti þegar eignast ágætlega menntaðan dulsálarfræðing, þar sem er dr. Erlendur Haraldsson, sem þegar hefur gefið út fyrstu bókina um kannanir sínar á dulrænum hæfileikum íslendinga og trú okkar á þá. I kjölfar þessara rannsókna þurfa að fara vísindalegar rannsóknir á hæfileikunum sjálfum. En slíkt kostar mikið fé og má þvi búast við að þetta taki sinn tíma. Hins vegar ber okkur að sýna áhuga á þessum málum og láta þann áhuga i ljós. Með því getum við flýtt fyrir að hafist sé handa. Við erum að leita sannleikans í þessum efnum sem öðrum og hljótum því að fagna hvers konar rannsóknum vísindanna á þessum mikilsverðu efnum. Erlendis hafa nokkrar ítarlegar rannsóknir verið gerðar á sjúklingum einstakra huglækna. i bók sinni, Þessa heims og annars minnist dr. Erlendur á þrjár slikar. Þekktur huglæknir i Þýskalandi, Kurt Trampler að nafni (jafnframt dr. i verkfræði), fór þess á leit við háskólann í Freiburg að láta rannsaka lækningar sínar eftir að hann lenti i málaferlum. Fylgst var með 650 sjúklingum hans um 14 mánaða skeið, bæði með læknisfræðilegri athugun og sálfræðilegum prófum. 61% sjúklinganna töldusig finna bata. Má segja að þeir sem ekki trúa þvi að andleg lækning geti átt sér stað, til dæmis fyrir tilstilli framliðinna lækna eða annarra, telji að árangur sé eingöngu afleiðing sterkrar trúar á lækninguna eða sefjunarmáttar hins andlega læknis. Um þetta verður hver að gera upp hug sinn fyrir sig, en hitt er víst að flestir þeirra sem hlotið hafa með þessum hætti dásamlega lækningu, eftir að hafa fengið þann dóm að þeir væru með ólæknandi sjúkdóm, eru ekki i neinum vafa um að þeir hafa fengið lækningu með þeim hætti að þar duga engar venjulegar læknisfræðilegar útskýringar. Endir. 20. tbl. Vifcan 55

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.