Vikan


Vikan - 17.05.1979, Side 66

Vikan - 17.05.1979, Side 66
I PÓSTUUIIW Nábúinn stelur Mogganum Kceri Póstur! Nú þarf égágóðri ráðleggingu að halda sem fyrst því ég hef ekki fengið Moggann minn í hendur í heila viku. Þannig er að ég bý í blokk hér í Reykjavík og hefur allt gengið mjög vel þar til fyrir tveimur vikum að nýr leigjandi bættist í húsið. Eftir að hann flutti inn fóru blöðin mín að hverfa úr póstkassanum, sér- staklega þó blaðið á morgnana. 1 fyrstu gat ég ekki ímyndað mér hver ætti sök á þessu og var í hinum mesta vanda. En nú fyrir nokkru sagði konan á næstu hæð mér að hún hefði séð þennan nýja granna okkar plokka blaðið úr lúgunni utan- frá. Það undarlegasta við þetta allt er að maðurinn er vel stæður, en hann býr hér sem leigjandi því hann er að skilja við konuna sína. Hann er menntamaður í góðri stöðu og í fyrstu átti ég bágt með að trúa því að konan væri að segja satt, en hún hefur aldrei virst óáreiðanleg. Síðdegisblöð fæ ég alltaf því þá er leigjandinn í vinnu og það styrkir grun minn verulega. Hvað finnst þér að ég ætti að gera í málinu? Varla get ég farið að tala um þetta við manninn því hætt er við að hann neiti öllu og þá hef ég aðeins komið einhverjum illindum af stað. Hefur þú, Póstur góður, ekki ráð undir rifi hverju? Með kærri kveðju. Nágranninn Allt er nú til! Það er víst erfitt að draga þá fingralöngu i dilka en þetta hlýtur að vera nokkuð fátítt. Þú hefur alveg rétt fyrir þér að ekki þýðir að færa þetta í tal við þann fingralanga, hann mundi örugglega neita öllu og þetta gæti orðið til mikilla leiðinda. Hins vegar gætir þú reynt að vélrita bréf og láta það i póstkassann hans þegar enginn sér til. Þar skalt þú endilega skrifa það frá sjónarhorni ein- hvers nágranna, sem segist hafa staðið hann að þessu og hóti að segja ÞÉR frá öllu saman, ef hann láti ekki af þessari iðju á stundinni. Liklega kemur það að gagni og þannig getur hann ekki lagt fæð á þig fyrir að komast að öllu og heldur sér ef til vill betur á mottunni framvegis. Annars er vonandi að hann verði orðinn leiður á hnuplinu og hafi sjálfur gerst áskrifandi þegar þetta birtist. Pcnnavinir Lisa Young, 86 Martetto Drive, King- ston 17, Jamaica, West Indies er 13 ára og skrifar á ensku. Óskar eftir bréfa- skiptum við stráka og stelpur. Evelyne Carret, Bd. des Epiatures 68, 2304 La Chaue de Fonds, Switzerland er 16 ára og vill skrifast á við stráka og stelpur á ensku. Telma Aðalbjörnsdóttir, Skarðshlíð 28 e, 600 Akureyri vill skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 13-15 ára, en hún er sjálf 13 ára. Áhugamál: popptónlist, diskótek, íþróttir (fótbolti, körfubolti, skíði), strákar og margt fleira. Vala Valdimarsdóttir, Víðilundi 18 c, 600 Akureyri hefur áhuga á að skrifast á við stráka eða stelpur á aldrinum 13-15 ára. Hún er sjálf 13 ára. Áhugamál: popptónlist, diskótek og margt fleira. Kristin Þ. Kristinsdóttir, Brynju, 755 Stöðvarfirði óskar eftir pennavinum, bæði strákum og stelpum. Hún er 17 ára og svarar öllum bréfum. Hafdis Jóna Gunnarsdóttir, Strandgötu 29 b, 735 Eskifirði óskar eftir því að skrifast á við reykvíska stráka á aldrinum 13-15 ára. Áhugamál hennar eru skemmtanir, dans, íþróttir og margt fleira. Rúnar Þ. Gunnarsson , (Jórufelli 2) Box 109, 121 Reykjavik er 15 ára drengur sem óskar eftir pennavinum um land allt á aldrinum 14-16 ára. Áhuga- mál eru sund, tónlist og bílar. Nauðgað af tveimur körlum Elsku Póstur góður! Ég hef áður verið í vanda stödd, en aldrei eins og þessum! Núna fyrir rúmlega mánuði var mér nauðgað af tveimur mönnum, eða réttara sagt körlum, en ég get ómögulega kært þetta mál, vegna þess að þá kemst faðir minn að því að ég hef verið undir áhrifum áfengis. Nú skiiur þú mig örugglega ekki og varla þótt ég reyni að gefa þér nánari skýringu. Þannig er að faðir minn hefur verið áfengissjúklingur, en er nú hættur að drekka. Hann hefur verið að segja mér, hvað vín sé hættulegt og hefur stranglega bannað mér að drekka. En því miður tók ég ekkert mark á honum og ég hef alltaf talað þannig I áheyrn föður míns eins og ég hataði vín og ætlaði aldrei að smakka það. En nú þurfti þetta ógeðslega óhapp að koma fyrir mig. Ég var mjög illa leikin eftir þessa árás, með glóðarauga, sprungna vör, öll marin og blá og það blœddi mikið úr kynfærum mínum, því ég var hrein mey. Faðir minn og móðir voru í utanlandsferð þegar þetta skeði. Þetta gerðist í leigubíl og meira segi ég ekki. Ég vona Póstur góður að þú getir hjálpað mér eitthvað, því mér líður hryllilega illa útaf þessu og ég er svo hrædd. Ekki segja: „Þegar þetta birtist ertu örugglega búin að kæra þetta, ” því ég ætla ekki að segja nokkrum manni frá þessu fyrr en ég fæ þetta svar frá þér. Þá þakka ég fyrir birtinguna. S Því miður er nokkuð öruggt að þegar þetta birtist hefur þú einmitt ekki kært þetta, en það áttir þú að gera umsvifa- laust. Þá hefðir þú strax verið látin í læknisskoðun, sem hefði verið ómetanlegt sönnunargagn í málinu. Þetta löngu síðar er fremur erfitt að kæra, en þó er það líklega það eina rétta. Afbrot af þessu tagi eru með því alvarlegasta sem gerist og menn sem slík verk vinna verða að komast í hendur lögreglunnar. Ef ekki, eru líkur á að þeir endurtaki leikinn og fleiri stúlkur verði fyrir þessu frá þeirra hendi, en það vilt þú líklega ekki? Rannsóknarlögreglan hefur með þessi mál að gera, síminn þar er 44000 og þarft þú aðeins að biðja um samtal við deildarstjóra þriðju deildar. Hann fullvissaði Póstinn um að þar yrði allt fyrir þig gert og þú myndir mæta þar samúð og skilningi. Þú gætir fengið þar alla þá aðstoð, sem þú óskar eftir, og gætir eftir samtal við aðila þar sjálf tekið ákvörðun um, hvort þú vilt kæra mennina eða ekki. Þar gætu þeir lika haft samband við sálfræðinga fyrir þig, ef þú vilt, aðstoðað þig við að gera foreldrum grein fyrir málinu, allt væri undir þínum vilja komið. Reynslan hefur líka sýnt að foreldrar bregðast alls ekki, þegar á hólminn er komið og faðir þinn verður ef til vill sá sem aðstoðar mest. Um fram allt að byrgja þetta ekki inni, því það gæti unnið þér meira tjón á sálinni í framtiðinni en nú er. Þér er sjálfri fyrir bestu að tjá þig um málið strax fremur en að þjást síðar af sektarkennd og hræðslu við náungann. Hertu bara upp hugann og leitaðu aðstoðar annarra strax, þú átt alla samúð Póstsins og örugglega annarra þegar til kemur. 66 Vikan 20. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.