Vikan


Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 23
KJAI?N- I.IEIOSI.A Tll. KÍNA „Della!” sagði Kimberly snöggt. „Þú hefur ekki enn svarað spurningunni. Var almenningi nokkur hætta búin?” „Engin,” sagði Jack og setti kjuðann sinn í rekkann. „Allsengin?” „Alls engin,” bergmálaði Jack. „Ertu til I koniak? Þaðer ég.” Kimberly hikaði. Hún fann skyndi- lega til samviskubits. Hún gerði sér grein fyrir þvi að hún hafði skemmt sér ágæt- lega. Henni líkaði vel við þennan þurra og dula en samt traustvekjandi mann. Og hún hafði án þess að hugsa frekar um það komist I nokkurs konar stelpu- skap, viljað láta sig reka með honum og sjá svo hvar þau lentu. En það var ein- hver þröskuldur í veginum, eitthvað sem fékk fætur hennar til þess að dragast eftir botninum. „Það væri ágætt, Jack, en ég ætti að fara að koma mér heim.” „Ættir eða þyrftir?” „Þyrfti reyndar. Það er vinna sem ég þarf að sinna í kvöld. Og svo verð ég að fara snemma á fætur á morgun. Ég þarf að fylgjast með mótmælunum, fyrir utan Point Conception yfirheyrslurnar, svo að hægt verði að senda það út klukk- an tólf.” „Einmitt,” sagði Jack. „En hvers vegna gistir þú ekki bara hérna megin skógarins i stað þess að vera að fara alla leið í borgina? Hérna ertu komin hálfa leið til Point Conception.” Kimberly vissi að skýrara boð um að gista heima hjá honum fengi hún ekki. Það var bæði vel skiljanlegt og vandlega sett undir rós og hún kunni að meta það. „Ég veit að það væri skynsamlegast en ég þarf að skrifa ræðu fyrir næstu viku og allt efnið er á skrifborðinu mínu. Timi minn er vandlega skipulagður og þetta kvöld er ætlað fyrir heimavinnu.” Hann yppti öxlum. „Og þú átt enn eftir að finna vin þinn, ekki satt?” „Ég var næstum búin að gleyma því. Þakka þér kærlega fyrir. Ég á við fyrir drykkina og matinn. Það var mjög gott, Jack.” Hann glotti. „Þú kemur einhvern tíma aftur og hittir okkur, ha? Og þegar þú stingur hárþurrkunni þinni í sam- band, þá hugsar þú til mín." „Að maður tali nú ekki um rafmagns- knúna dósaopnarann minn,” sagði Kimberly feimnislega. „Þú hlýtur að hafa lesið hugsanir minar,” sagði Jack. Hann hló. „Góða nótt.” „Góða nótt. Og þakka þér aftur fyrir.” Jack horfði á eftir henni út og hann tók einnig eftir nokkrum aðdáunar- augnaráðum sem hún fékk þegar hún fór. Hann settist þyngslalega niður við borðið og þegar þjónustustúlkan gekk fram hjá honum með kaffikönnu rétti hann bollann sinn að henni. „Láttu mig fá annan af þessu, Selma.” „Sjálfsagt.” Hún byrjaði að hella kaff- inu en í þann mund kom eitthvað borð- inu á hreyfingu og bollinn rann fram af og brotnaði á gólfinu. „Ég kem strax aftur,” sagði hún og hljóp af stað til þess að ná í annan bolla og þurrku. Jack tindi upp nokkur brot úr bollan- um og starði á þau. Hann fann að það rann skyndilega af honum og hann var sem steini lostinn. Eitthvað, einhvers staðar, var í hræðilegu ólagi. 1 eldhúsinu í litlu og aðlaðandi ein- býlishúsi, ekki langt frá Kaliforníuhá- skóla í Santa Barbara, sat Richard á sama tima við borð á móti grönnum. hávöxnum, skeggjuðum manni. Tveggja lítra kanna af góðu rauðvíni var á milli þeirra og þeir drukku það úr föntum. Að lokum rauf maðurinn þögnina. „Það endaði svo með,” sagði hann ró- lega, „það endar allt í lífinu að lokum með því sem skáldin kalla hróp samvisk- unnar.” Hann brosti dauflega til Richards og hélt síðan áfram að tala við vinfantinnsinn. „Ég átti mér frama, doktorspróf, með- mæli — þú veist.” Hann baðaði út hönd- unum. „Ég á við að ég hefði getað átt HLUTI glæsta framtíð fyrir mér. En ég komst ekki í gegnum nálaraugað." Hann leit uppog horfði nú beint í augu Richards. „Misskildu mig ekki. Ég er ekki ein- stakur. Aðrir menn, góðir menn, sumir ekki góðir, hafa gert það sama. Og þeir urðu allir að horfast í augu við sama vandamál og ég. Þeir urðu að hugsa sér hvernig það væri að verða lögmaður djöfulsins eða maður efasemdanna eða röddin úr óbyggðunum — hvern fjárann sem þú vilt kalla það. Jesús Kristur, það er enginn áfjáður i að blása í dómsdags- lúðurinn. Það langar engan til þess að segja nei. En —” Rödd hans fjaraði út. „En,” Richard lauk við setninguna, „þér fannst þú verða að gera það." Skeggjaði maðurinn kinkaði kolli. „Eitthvað í þá áttina." Hann leit i kring- um sig i snyrtilegu eldhúsinu. Það var allt i röð og reglu þar inni, hlutirnir báru merki um sæmilega vel stæðan eiganda. umgengni og umhyggju konu og á ís- skápshurðina voru festar barnateikn- ingar. „Ég er heppinn,” bætti hann við. „Eins og þú sérð hefur mér ekki gengið FUNA rafhitunarkatlar GÓÐ LEIÐ TIL ORKUSPARNAÐAR Rafhitunarkatlar af öllum stærðum mpð og án noysluvatnsspírals. Gott varð og hagkvæm kjör. Uppfylla kröfur Öryggiseftirlits og raffangaprofana ríkisins. Eingöngu framleidöir með fullkomnasta öryggisútbiínaði . |rzs\ FUNA ^éTÆJL OFNAR HVERAGERÐI AUSTURMÖRK 9 — SlMI 4454 47. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.