Vikan


Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 25

Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 25
I „Drottinn minn, hvað vilja þeir sjá — Hiroshima?” „Mundu það eitt,” sagði Lowell þurr- lega, „að ég er þín megin. Ég lít á byggingu, útbreiðslu og vöxt kjarnorku- tækja — hvernig sem þau eru — sem stórhættu fyrir framtíðarlíf hér á þessari jörð. Mér finnst að það ætti að stöðva alla kjarnorkustarfsemi þangað til hægt er að prófa hana vísindalega og þar til fullnægjandi ráðstafanir hafa verið gerðar vegna losunar geislavirkra úr- gangsefna og einnig nægjanlegar varúðarráðstafanir gerðar vegna við- halds og starfsemi kjarnorkutækja. Nú, þetta er grundvallarstaða mín í hnot- skurn — svo að þú vitir hvorum megin ég stend.” Richard fann að hann fór nokkuð hjá sér. „Auðvitað, ég veit það. Ég bara —” „Ég er líka vísindamaður og þarf að fást við aðra vísindamenn," sagði Lowell, „og ég verð að flytja mál mitt á rökréttan og skynsamlegan hátt. Filman þín er mjög áhrifamikil og líklega mun Greg Gilbert sjá eitthvað í henni sem ég hef ekki séð. En samt sem áður sýnir hún ekki svo að ekki sé um að villast að eitthvað óvenjulegt sé á seyði á Ventana. Hún gefur aðeins í skyn að svo gæti verið.” Richard íhugaði þetta eitt augnablik. Hann var þreyttur. Það var orðið áliðið. Hann hafði þurft að aka langa vega- lengd og nú var ökuferðin farin að segja til sín. Hann var heldur ekki eins viss i sinni sök og hann hafði verið þegar hann kom. „Ég býst við að spurningin sé: Verður þetta nóg til þess að fá kjarnorkueftirlit- ið til þess að opna orkuverið?” Lowell yppti öxlum. „Hver veit? Hins vegar á ég ekki um neitt annað að velja en að reyna.” 5. KAFLI Næsta morgun sat Jack fyrir framan stóra og sterklega járnhurð eins og hurð á stærðar bankageymslu. Hann sat á málmkolli og beygði sig stirðlega niður til þess að renna upp rennilásnum á geislavarnarstígvélunum sínum. Þung- lamaleg geislavarnarfötin, sem hann var í, gerðu honum erfitt að ná niður á tærnar og hann svitnaði undir þykku laginu af blýhúðuðum klæðum. Þegar hann hafði lokið þessu stóð hann upp, setti á sig hjálminn og hanskana og tók upp vasaljósið og geigarmælinn. Hann leit nú út eins og appelsínugulur marsbúi og þrátt fyrir varnarklæðin fannst hon- um hann vera varnarlaus. Hann tók I rofa, sem opnaði stóru járnhurðina. Hurðin rann inn í fals í ógnarþykkum steinsteyptum veggnum. Fyrir framan hann gnæfði önnur hurð nákvæmlega eins og sú sem hann hafði staðið hjá áðan. Hann stansaði og lokaði fyrri dyrunum og eitt augnahlik upplifði hann hræðilega innilokunarkennd. Hægt hélt hann af stað og opnaði næstu dyr, þegar þær svo lokuðust að baki rogeR.Gallet ivorur i 'ÐIBAÐ — BAÐKR' HJÐUR — SÁPUR SLEKZK MÆLUM OG SETJUM LÓÐRÉTT STRIMLA ? TJÖLD Gluggatjöld PÓSTSENDUM Z-brautir BRAUTIR & GLUGGATJÖLD ÁRMÚLA 42 — SIMAR: 83070 og 82340 47. tbl. Vlkan II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.