Vikan


Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 26
honum var hann á geymissvæðinu. Hann hafði komið hingað áður og i hvert sinn sem hann stóð efst í þessum draugalega stað og bjó sig undir að síga niður í djúpið, þá leið honum eins og hann hefði sagt skilið við hinn venjulega heim. Geymissúlan reis upp fyrir ofan hann um tíu hæðir, og þar sem hann stóð á litlum málmpalli gat hann sé alla leið niður i djúpa gryfjuna, alla leið niður í kjarnann sjálfan. Þarna voru engir gluggar og þó ljósin væru mjög sterk þar sem hann var, þá dofnuðu þau eftir því sem hann leit neðar í djúpið. Godell var ekki imyndunarveikur maður. Baksvið hans var verkfræði, visindi og tækni. Samt kom hann aldrei svo á þennan stað að honum dytti ekki í hug hvort hann væri að horfa á fordyri vítis. „Héittá \ könnuimi” Stelton kaffikannan heldur ekki bara heitu. Hún vekur hvarvetna athygli fyrir fallegt útlit og hagnýta hönnun. Verö: úr stáli kr. 35.220.— úr plasti kr. 17.700.— KRISTJflfl SIGGEIRSSOfl HF. LAUGAVEG113, REYKJAVIK, SIMI 25870 Hann athugaði tæki sin í flýti, gekk úr skugga um að þau væru í lagi og lagði svo hægt af stað niður langa flekklausa stálstigana. Á leiðinni niður lét hann vasaljósið sitt leika um gríðarstóra hlutina I kringum sig — margra tuga metra háar dælur, þrýstitankar úr ryð- fríu stáli, gjarðir og pípur glitruðu í Ijósi sprengiheldra lampa. Allt titraði með djúpu iðandi suði. Hann fann fyrir því í handriðunum og málmþrepunum undir fótum sér. Líkami hans var allur á iði vegna þessarar miklu orku sem var langt, langt fyrir neftan hann í hálf- rökkrinu. Hann stansaði, dró nokkrum sinnum djúpt andann í sérstöku gas- grimunni og hélt svo áfram niður. Hann neyddi sjálfan sig til þess að hafa hugann við hlutina í krmguui sifa ue neitaði að hugsa um það sem gerst hafði í stjórnsalnum. Hann mældi geislavirkni reglulega meðan hann hélt niður. Hann gerði allt eins og á æfingum. Hann ætlaði að gera þetta eins og hver annar fyrrverandi flotaforingi — eins og bókin segir til um. Þegar hann var kominn alla leið niður var hann eins og appelsínugulur dvergur innan um stálsúlur og stein- steypublokkir. Hann tók sundurbrotinn uppdrátt upp úr einum vasa sínum. Ljósið að ofan var of dauft svo hann dró vasaljósið upp úr beltinu. Það kviknaði ekki á Ijósinu, hann bölvaði, hristi það og fékk Ijós. Hann sá nú að hann var á réttum stað og gekk nú inn í stál- og steinsteypuskóginn. Skyndilega byrjaði að urga ótt i geigermæli Jacks. Hann stansaði og lýsti með vasaljósinu eins langt og hann gat. Hann gekk hálft skref áfram. Nú var hljóðið í geigermælinum stöðugt. Hann sneri sér hægt á hæli. Geigermælirinn var enn stöðugur, enn hár, en gaf ekki til kynna hættu. Þá gekk hann annað skref áfram og næstum því undir eins tók geigermælirinn að væla í hæsta tón. Jack svitnaði innan undir geisla- varnarfötunum og hann gat nú heyrt skvamp I vatni yfir hávaðann í geiger- mælinum. Hann beindi ljósgeislanum í þá átt og ljósið glampaði nú á vatns- polli. Þá lýsti hann niður og sá að hann stóð I tveggja sentimetra djúpu svörtu vatni. Hann hraðaði sér til baka sömu leið og hann hafði komið. Hann tók eftir þvi að geigermælirinn hans varð aftur eðlilegur. „Jesús Kristur!” hugsaði hann, „það er best að ég komi mér héðan — í sem mestum flýti!” Hálftima síðar var hann samt sem áður kominn niður aftur, i þetta sinn á- samt fimm manna liði appelsínugulra dverga. Þeir voru allir með geigermæla og vasaljós og höfðu allir safnast saman fyrir neðan risastóra dælu sem hvíldi á þrem stórum fótum, útrennsli dælunnar lá niður í kjarnann. Og fyrir neðan þessa dælu, einmitt þar sem þeir stóðu, var grunnur pollur af vatni úr kjarnanum. Geigermælarnir suðuðu eins og flugur á lampaskermi. De Young talaði hátt i gegnum grimu sína. „Martin, fáðu fólk hingað niður til þess að hreinsa þetta! Rusty, láttu strákana þina líta yfir alla dæluna. Ég vil að þeir gangi úr skugga um hvern loka, hvern kant, nagla, ró og bolta. Allt saman. Og þú fylgist með þeim til þess að vera yiss um að þeir skili fullkominni vinnu. Ég vil ekki að neinn líti fram hjá neinu vegna þess að hann ákveður að ómögulegt sé að þaðan komi vatn. Þú ákveður slíkt, er það skilið? Þetta er á þína ábyrgð og ég vil fá fullkomna skýrslu.” Rusty gaf til kynna að hann væri með á nótunum með þvi að bera hanska- klæddan fingur upp að höfði sér. De Young sneri sér að Godell. „Við verðum að prófa hana, Herman,” hrópaði Godell í gegnum gasgrímuna sína. De Young kinkaði kolli til samþykkis. „Hverju mælir þú með?” „Nú, öruggasta leiðin er að rifa þessa árans dælu í sundur og rannsaka hana gaumgæfilega hluta fyrir hluta.” De Young hristi höfuðið. Þrátt fyrir þykkan klæðnaðinn voru viðbrögð hans augljós. „Við getum það ekki,” hrópaði hann. „Við yrðum óstarfhæfir í tvær vikur. Við töpum meira en fimm hundruö þúsund dollurum á dag. Það gerir tiu milljónir dollara. Ég get ekki réttlætt slíkt. Ekki enn.” Hann benti Jack á vissan stað. „Það er augljóst,” hrópaði De Young, „að lekinn kemur úr hringrásarþéttingunni. Svo það er best að við þéttum þar fyrst KJÁRN* I.IEIÐSI.Á Tll. KÍNÁ og athugum svo dæluna á eftir. En við tökum hana ekki i sundur fyrr en það verður ekki umflúið.” Godell yppti öxlum en það sást ekki fyrir appelsínugulum geim- klæðnaðinum. De Young snýri sér að öðrum manni. „Settu sjónvarpsvélar á dæluna og láttu hana svo ganga á ’ hundrað prósent hraða. Það segir okkur kannski eitthvað.” Godell samsinnti. „Kannski —” sagði hann með efa i röddinni. „Hvað?” „Ég sagði kannski,” kallaði Godell aftur. „Allt í lagi, hefjumst þá handa,” sagði De Young loks. „Við getum prófað hana um leið og við erum kommir héðan. Eru allir hér? Þeir kinkuðu kolli. Þegar þeir voru komnir í gegnum ytri öryggisdyrnar og voru búnir að taka svitablautar gasgrímurnar frá andlitun- um, brosti De Young dauft og vand- ræðalega til Godells. „Jæja,” sagði hann, „svo er þér fyrir að þakka að nú verð ég að taka upp tólið og hringja niður í bæ. Og þeim á ekki eftir að líka það sem ég hef að segja þeim. Ég var þegar búinn að segja þeim að við yrðum komnir í gang aftur um klukkan þrjú eftir hádegi í dag.” „Er mér fyrir að þakka?” spurði Jack. Hann brosti ekki. „Ég er bara að grínast, Jack. Þetta var lélegur brandari. Auðvitað er það þér að þakka. Þú uppgötvaðir bilunina. Ég átti bara við —æ, þú veist—sá sem flytur slæmar fréttir og allt það. Þú kannast nógu mikið við fólkið í aðal- skrifstofunni til þess að vita að það vill ekki láta angra sig með staðreyndum. Þeir vilja bara að allt líti vel út.” „Peninga, peninga,” sagði Godell til samþykkis. Hermann De Young fór á skrifstofu sfna til þess að hringja þetta óskemmti- lega símtal. Á sama tima var Kimberly Wells ásamt Tom Finley sjónvarps- tæknimanni I þyrlu á leið til Point Conception. „Ég held að ég sjái Richard,” hrópaði Kimberly I eyra Toms. „Er þetta ekki Richard?” Hún benti á mannveru, sem við annan mann var nýkomin út úr jeppa nálægt hópi mótmælenda fyrir utan staðinn þar sem prófin voru. „Jú, nema einhver annar sé á 26 Vikan 47* tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.