Vikan


Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 51
um að ræða ærslanda-fyrirbæri. En hvað sem þetta var, þá fengust aldrei skýringar á þessum furðulegu en meinlausu fyrirbærum. Síðar hvarflaði reyndar að frú Rinehart, hvort þetta hefðu getað verið eins konar viðvaranir, þvi um þetta leyti dó móðir hennar allt í einu við kringumstæður, sem rithöfundinum þóttu ótrúlegar. Fjórtán árum fyrir hinn hörmulega dauða sinn hafði móðir frú Rinehart fengið slag, sem hafði gert hana næstum algjörlega bjargarlausa og’auk þess hafði hún misst röddina. Þennan langa tima hafði henni ævinlega verið hjálpað í baðkerið sitt. Hún hafði aldrei borið við að reyna að komast i það hjálparlaust. Enda kom fjölskyldunni saman um, að það virtist ómögulegt að hún gæti hreyft lamaða limi sína nægilega til þess. En eitt kvöldið, þegar frú Rinehart var utan borgar- innar, þá skrúfaði Marie frá heita vatninu og var síðan kvödd burt. Þegar hún kom aftur nokkrum mínútum síðar var gamla konan í sjóðandi heitu vatninu og dó hún af afleiðingum þess. Eftir það urðu engar truflanir í ibúðinni. Eiginmaður Mary Rinehart dó árið 1912. Hann hafði haft áhuga á möguleikum á sambandi eftir dauðann, og i mörg ár höfðu Rineharthjónin rannsakað sálræn fyrirbæri og lesið mikið um efnið. Síðasta bókin sem þau lásu var Hinn mannlegi persónuleiki og hvernig hann lifir líkamsdauðann, eftir Frederick W. H. Myers. Þótt frú Rinehart væri treg 1 fyrstu ákváðu þau að lokum að reyna að hafa samband sín á milli eftir að annað hvort þeirra væri látið. Skömmu eftir lát mannsins sins reyndi frú Rinehart þetta með miðli frá vestrænni borg, sem var henni ókunnugur. Hún gerði allar venjulegar varúðarráð- stafanir gegn svikum, hélt jafnvel um hendur miðilsins og kné. Næstum þegar í stað fann hún hönd þrýsta ofan á vinstri hönd sina og færast eftir henni þangað til hún snart giftingarhringinn hennar. Sem prófraun hafði frúin fest herdeildarmerki eiginmanns síns á sig með nælu innan klæða. Enginn hafði hugmynd um þetta eða hvar merkið væri falið, nema hún sjálf. Miðillinn var ekki i transi og þegar honum var sagt frá höndinni, þá stakk hann upp á því við frú Rinehart að hún gerði ráð fyrir því að andi manns hennar væri viðstaddur og legði fyrir hann spurningu. Þótt frú Rinehart væri lítt trúuð á það, þá samþykkti hún þetta og spurði hvað hún hefði komið með sem eitt sinn hefði tilheyrt honum. Allt í einu fann hún sér til mikillar undrunar höndina grípa um og hrista merkið. Miðillinn hefði ekki getað náð til þess, jafnvel þótt hann hefði haft lausar hendur, því frú Rinehart hélt enn höndum hans og knjám. Höndin fór af staðnum, en kom brátt aftur og setti eitthvað við hliðina á merkinu. Þegar frú Rinehart tók það fram uppgötvaði hún að það var rósarknappur. Árum saman reyndi hún að finna á þessu einhverja skýringu, sem gæti fullnægt vísindalegri hugsun hennar, en án árangurs. Rósarknappurinn var raun- verulegur, og reyndar tókst henni að varðveita hann í langan tíma. Hinn frægi dr. J. B. Rhine við Dukeháskólann í Bandaríkjunum, sem hefur sannað vísindalega að hægt er að hafa áhrif á hreyfingar hluta með hugarafli einu saman, þekkti Mary Rinehart og fékk áhuga á sálrænni reynslu hennar og heimsótti hana. Hún viðurkenndi fyrir honum að hún gæti trúað á tilveru ærslanda, en gæti ekki trúað því að hinir látnu sneru aftur. Sú reynsla sem næst því komst að breyta þessari þrálátu vantrú gerðist, þegar frægur miðill, frú Eileen J, Garrett (sem ég hef áður getið um í þessum þáttum), var í heimsókn. Það var boð í hinni sólríku íbúð Rineharthjónanna í New York og niður umferðarinnar fyrir neðan gluggana barst þang- að. Þrír synir hjónanna höfðu komið til þess að kynnast hinum fræga gesti og ekki var það óeðlilegt að talið bærist að sálrænum fyrirbærum. Þetta var eftir lát Rineharts læknis. Allt í einu lagði miðillinn frá sér tebollann og sagði að hún gæti reynt og séð til hverju hún næði. Hún hallaði sér aftur á bak í stólnum og lokaði augunum. Eftir nokkra stund gerðist dálítið sem snart frú Rinehart og syni hennar eins og rafstraumur. Þau störðu á andlit miðilsins, eins og þau gætu ekki trúað heyrn sinni, því þau heyrðu af vörum miðilsins rödd Rineharts læknis. Læknirinn hafði haft viss sérkenni í tali sem fjölskyldan kannaðist mætavel við og þarna heyrðu þau það öll. Síðan sagði röddin eitthvað sem frú Rinehart varð að viðurkenna að engum væri kunnugt um nema henni einni og hinum látna eiginmanni hennar. Röddin hljómaði nákvæmlega eins og hin kunna rödd eiginmannsins og sagði nú og vitnaði til dauða síns: „Ég gerði mér ekki grein fyrir hvað hafði hent mig fyrr en þú komst inn þessa nótt, settist við hliðina á rúminu og tókst í höndina á mér.” Frú Rinehart reyndi aldrei framar að hafa samband við hann aftur. Þessi fagra og fjölhæfa kona var heiðruð með Pershingorðunni frá stjórn Bandaríkjanna og annarri orðu frá belgísku ríkisstjórninni fyrir hugrekki það sem hún sýndi sem styrjaldarfréttaritari. Þá hlaut hún einnig heiðurspening fyrir það hugrekki sem hún sýndi með því að leyfa tímaritinu Ladies’ Home Journal að birta grein um baráttu hennar gegn krabbameini á þeim tíma þegar þessi sjúkdómur var yfirleitt ekki til umræðu opinberlega. Endurtekin hjartaáföll hindruðu hana i starfi sínu, en þó hélt hún áfram að skrifa og lauk árið 1948 ævisögu sinni, þar sem skiptist á gleði og sorg. En ef til vill sýndi hún þó mest hugrekki, þegar hún opinberaði þau undarlegu og óútskýrðu atvik, sem hér hafa verið rakin, því á hennar tímum var hæðst að öllu sem kennt var við nokkuð yfirnáttúr- legt. Sem heimsfræg persóna bauð hún byrginn athlægi og gagnrýni, en hugrekki hennar lýsti sér i þvi að neita að bæla niður neitt sem henni var ljóst að væri satt, enda þótt hún gæti ekki skilið það. Hún lést árið 1958 og hver veit nema Mary Roberts Rinehart kunni nú svörin við þessum ráðgátum. 47.tbl. ViKanSl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.