Vikan


Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 30

Vikan - 22.11.1979, Blaðsíða 30
Ljósmyndarinn vildi mynda ... Elsku hjartans draumráðandi. Mig dreymdi að ég og strákur, sem er góður vinur minn, sátum inni í herberginu mínu og vorum að tala saman. Þá kemur Ijósmyndari inn í herbergið og vill fá að taka mynd af okkur. Ég stend á fœtur og strákurinn líka. Svo fer hann aftan að mér og tekur utan um mig, þannig að ég sný baki í hann. Þá tekur Ijósmyndarinn mynd og glampinn af flassinu var rauður. Þá fannst mér ég allt I einu vera stödd hjá vinkonu minni og vera að segja henni frá þessu. Þá býður hún mér inn til sín (ég var ekki búin að sjá myndina af mér ogstráknum) og þar hangir myndin af okkur uppi á vegg. „Þetta erum við,”segi ég. Ég skoða myndina og sé að baksviðið er allt annað en það átti að vera. Á myndinni erum við í réttum stellingum en andlitin eru eins og á málverki. Baksviðið er girðing og á bak við hana er fullt af stelpum, sem sitja á stólum. Þessar stelpur þekkti égekki. Svo var rauður blær yfir öllu. Þá fannst mér ég allt I einu standa við hliðina á stráknum með myndina í hendinni og okkur kom saman um að kærastan hans fengi ekki að sjá þessa mynd (hann á kærustu í alvörunni). Þannig endaði þetta. Viltu vera svo vænn að ráða þetta. Með fyrirfram þökk. Ein dreymin. Allt í draumnum bend:r til að þú lendir brátt í nánum kunningsskap við ein- hvern af hinu kyninu og verður það nokkuð afdrifarikt fyrir ykkur bæði. Þú ert að mörgu leyti nokkuð laus i rásinni, hvað snertir slík sambönd, en á því verður umtalsverð breyting samfara þessum nýju kynnum. Einhverjir atburðir tengdir vinum þínum og þér sjálfri munu hafa mikil áhrif á sálarlíf þitt á næstu árum og í draumi þessum eru ákveðin tákn um langlífi þér til handa og að mestu hnökralausa framtíð. Hálshöggvin í draumi Kæri draumráðandi! Okkur langar til að biðja þig að ráða eftirfarandi draum. Mig dreymdi að ég ásamt fleiri krökkum, sem mér fannst ég þekkja (en ég man bara eftir einni stelpu sem ég vinn með), vorum stödd í ein- Mig dreymdi hverjum sveitabæ, sem ég hef aldrei séð áður. Það var ofsa gaman, en svo kom gamall maður sem ég þekki ekki. Hann tilkynnti okkur að það væri að koma heimsendir og að það ætti að hálshögg\'a okkur. Mér fannst þessi maður vera mjög vingjarnlegur og hann var með grátt hár. Svo löbbuðum við öll með manninum og þótti okkur það alveg sjálfsagt. Veðrið var mjög gott, blæjalogn. Við gengum að svona einhvers konar rétt, sem var bara hringur og lág trégirðing. Eyrst var stelpan, sem ég var með, hálshöggi’in. Hún gekk að girðingunni og beygði sig niður og gamli maðurinn hálshjó hana í einu höggi. Ég tók sér- staklega eftir því að höfuðið á henni rúllaði langt inn fyrir girðinguna I mikla for, en ég hugsaði um hvað höfuðið á henni væri fallegt. Næst var ég hálshöggvin og ég gekk líka að girðingunni og beygði mig niður. Ég man hvað ég kveið því að láta öxina snerta háls minn. En svofann ég ekki neitt fyrir þessu og mér leið mjög vel þegar ég var dáin. Hitt fólkið, sem stóð í hnapp rétt fyrir ofan, var að tala um að höggið hefði heppnast og mig langaði að segja því það en gat það ekki, því að ég var dáin. Gamli maðurinn sagði ekki neitt. Það var eins og hann vissi allt. Þarna endaði draumurinn. Mér fannst eins og hinir hefðu verið hálshöggnir líka. Með fyrir- fram þökk. Tvær vinnuglaðar Gamli maðurinn boðar þér góða framtíð og að svo virðist sem margar athafnir þínar stjórnist af handleiðslu góðra afla. Sumir draumráðendur telja það góðs viti að dreyma að það eigi að hálshöggva dreymandann og að sjá annan mann hálshöggvinn boði að dreymandinn losni við óvini og yfirstandandi vand- ræði. Þið vinkonurnar eigið eftir að njóta góðs af óvæntum atburðum og eigið velgengni að fagna í ákveðnu máli, sem er ykkur báðum mikils virði. Draumar um lítinn systurson Kæri draumráðandi! Mig langar til þess að biðja þig um að ráða fyrir mig drauma sem mig og systur mína dreymdi. Sá fyrsti er á þessa leið: Henni fannst hún sjá lítinn strák systur minnar ganga með bróður hennar mömmu og hún hugsaði með sér að nú væru þeir svipað lamaðir (litli strákurinn er dáinn og var lamaður og bróðir hennar mömmu er veikur). Annar var þannig, að ég var að klœða litla strákinn úr rauðum samfestingi, sem var hnepptur á öxlunum, en éggleymdi að hneppa og hann hágrét. Minn draumur var þannig að ég var á bílastæðinu heima og strákurinn litli var inni í bíl þar. Ég var mjög hissa á þvi að mamma hans og pabbi hefðu ekki tekið hann með sér (þau eru úti). Bíllinn var hrímaður en ég stóð fyrir utan hann. Þá komu foreldrar hans og ég spurði af hverju hann vœri inni í bilnum. Mamma hans sagði að það væri sjálfsagt. Ég tók hann út og hann lagði höfuðið á öxlina á mér. Þá var draumurinn búinn. Ég ætla að biðja þig um að ráða þessa drauma fyrir mig, því þeir valda mér áhyggjum. Takk fyrir allt. B.K. Þessir draumar endurspegla í raun söknuð ykkar systranna og erfiðleikana við að fá sárin til að gróa. Þú þarft alls ekki að hafa áhyggjur af draumum þessum, því í þeim eru aðeins góð tákn fyrir alla aðila. Líklega eru draumarnir allir fyrirboði góðra frétta eða atburða og ekki ósennilegt að þar sé jafnvel um að ræða fæðingu barns, sem fyllir það skarð sem litli drengurinn skildi eftir í hugum ættingjanna. Ekkert í draumnum bendir til að slæmir atburðir hendi móðurbróður þinn og því ekki ástæða til að telja að nokkur þessara drauma hafi neikvæða merkingu. 3* Vlkan 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.