Vikan - 24.01.1980, Qupperneq 8
Iþróttir og stjórnmál
ganga inn í störf sem eru sæmilega
launuð fyrir nú utan að menn hafa e.t.v.
týnt einhverju niður af því sem þeir áður
kunnu. Ég lauk t.d. námi í lögfræði 1966
og þótt maður ætti ekkert að vera að
auglýsa það þá kann ég nú ekkert
sérlega mikið í fræðunum nú orðið,
maður hefur týnt hluta af þessu niður og
i staðinn hefur að sjálfsögðu komið
önnur praktisk reynsla og þroski. En ég
veit ekki til þess að i pólitík sé eitthvert
tryggingarkerfi sem sé ætlað að styrkja
fallna þingmenn. Ég hef alltaf verið á
móti bitlingum og þvi ekki sóst eftir
þeim. Menn verða að vera sjálfstæðir,
hvort sem er gagnvart flokki eða fyrir-
tæki. eigi þeir að vera færir um að taka
sjálfstæðar ákvarðanir. Þar sem ég er nú
doltinn út af þingi hef ég tekið þann
kostinn að anda að mér fersku lofti í stað
þess að setjast inn á einhverja flokks-
skrifstofu. Ég vil frekar kynnast ein-
hverju nýju úr þvi sem komið er — sé
þesseinhver kostur."
Nú er Ellert einn þeirra sjálf-
stæðismanna sem hafa gengið hina
hefðbundnu leið inn i þingsali: Fyrst er
það Heimdallur, svo stúdentapólitíkin,
siðan Samband ungra sjálfstæðismanna,
sumir i borgarstjórn og siðan beint inn á
þing. Ætli það sé ekki tímanna tákn að
þessi leið fari að lokast, að fólkiðsé orðið
þrcytt á lögfræðingunum sem leiki
þennan leik mann eftir mann? Ellert er
ekki alveg á sama máli og svarar fullum
hálsi:
„Ég var nú aldrei formaður
Heimdallar! Aftur á móti var ég
formaður Stúdentaráðs og hafði mikil
afskipti af stúdentapólitikinni. en varð
ekki flokksbundinn fyrr en á efri árum
þó ég væri alltaf góður sjálf-
stæðismaður. Fyrsta trúnaðarstarf mitt
hjá flokknum var þegar ég var kosinn
formaður Sambands ungra sjálfstæðis-
manna. Ég er ekkert viss um að þessi
leið inn í þingsali fari að lokast vegna
tiðarandans. þvert á móti þvi á þessu er
fullgóð skýring. Það var þannig að menn
sem höfðu áhuga á félagsstörfum átlu
ekki í mörg önnur hús að venda nema
lögfræði þegar þeir réðust í háskóla-
nám. Þetta var góð undirstaða fyrir
slíkt. fagið í snertingu við þjóðmálin og
gerði menn vel hæfa til að geta fylgst
með og tekið þátt i stjórnmála-
umræðum. Þeir menn sem höfðu
forystu fyrir þessum hópi í það og það
skiptið og höfðu sýnt að þeir væru til
forystu fallnir, til þessara manna var
leitað að hálfu Sjálfstæðisflokksins og
reyndar flciri flokka til frekari stjórn
málaafskipta. I>etta virkaði því i báðar
áttir. Þarna voru ungir menn sem e.t.v.
höfðu einhverja hæfileika til að taka að
sér stjórnmálastörf og svo sóttust
flokkarnir eftir þessum sömu mönnum
þar sem þeir höfðu sýnt að þeir voru
vandanum vaxnir. Ég held að það sé
óþarfi að lýsa þvi yfir eða reikna með þvi
að þetta sé liðin tíð. Aftur á móti tel ég
heppilegt fyrir stjórnmálin i landinu að
til þeirra veljist fólk sem viðast að. ekki
eingöngu úr lögfræðideild Fláskólaas eða
viðlíka farvegi. Ég veit að flokkarnir eru
alltaf að reyna að fá fólk til slarfa úr sem
flestum áttum og starfsgreinum. en
vandinn er bara sá að fólk hneigist ekki
eins mikið til stjórnmálaþátttöku nú og
áður fyrr. Þetta þykir ekki eins eftir-
sóknarvert...”
— Flversvegna ekki?
„Ég held ekki að stjórnmál hafi færst
niður á eitthvert lægra plan en þau voru
á áður,.jrvert á móti. t.d. hefur dregið
mikið úr persónulegu skítkasti sem var
áberandi hér áður fyrr og það er til góðs.
En það sem hefur gerst er að fjölmiðlar
hafa orðið opinskárri og þar með opnað
pólitikina upp á gátt sem er góðra gjalda
8 Vikan 4. tbl.