Vikan


Vikan - 24.01.1980, Side 11

Vikan - 24.01.1980, Side 11
Guðfinna Eydal og Álfheiður Steinþórsdóttir. aldursskeiðum og geta verið háð því þróunarstigi sem barnið er á i það og það skiptið. Má t.d. nefna ýmiss konar erfiðleika samfara mótþróaskeiðinu hjá börnum á forskólaaldri, vanda- mál í sambandi við svefn, mat og að gera á sig. Hjá börnum á skólaaldri má t.d. nefna ýmiss . konar streitueinkenni eins og magaverk, höfuðverk, óróleika, reiðiköst. Einnig er algengt að foreldrar leiti ráðgjafar vegna þess að börnin hlýði þeim ekki eins og það er kallað. Það atriði veldur foreldrum gjarnan óróleika ef barnið er orðið 7-10 ára. Valdabarátta á milli foreldra og barna er algeng á öllum a/dri. — Það kemur í Ijós að valda- barátta milli foreldra og barm er algeng á öllum aldri, stundum virðast börnin alveg hafa tekið völdin og stundum hafa foreldr arnir ef til vill brotið vilja barnsins á bak aftur. Þaö er ekki óalgengt að foreldrar berji börn sin. Þeir gera það ekki af illum vilja heldur af því að þeir kunna engin önnur ráð við barnið til þess að fá það til að hlýða. Fólk hefur oft mikið samviskubit út af slíku og viðurkennir gjaman sjálft að það hafi staðið alveg ráðalaust. — Það er fremur mikið leitað til Foreldraráðgjafarinnar vegna unglinga. Þar ber yfirleitt tvennt til, annaðhvort leita foreldrarnir til okkar eða unglingurinn sjálfur. Oft er fyrst talað við aðilana sinn í hvoru lagi til að fá greinilega fram hvað ber á milli, en síðan rætt við alla aðila saman. Við höfum aldrei orðið varar við annað en að allir aðilar reynist samvinnuþýðir, því oftast er ástandið á heimilinu 4. tbl. Vikan XI

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.