Vikan


Vikan - 24.01.1980, Page 16

Vikan - 24.01.1980, Page 16
Framhaldssaga George Markstein Þýðandi Guðrún Axelsdóttír Frú Miles hnussaði. „Það var öðruvísi. Ég hafði ekki um neitt að velja. Ég var ein með brotinn vagn og dálitlar birgðir þegar eiginmaður minn dó. Síðustu peningarnir fóru i útför hans." Hún andvarpaði. „Ég leit í kringum mig í Dawson og sá hvernig mennirnir voru arðrændir, borguðu með jarðveginum fyrir lúsug rúm og mat sem maður myndi ekki gefa svini. Ég sagði: Linda, þetta er tækifæri þitt. Ég hef aldrei iðrast þess." Hún var ströng og ægileg en Tara dáöist að henni. „Frú Miles," bað hún, „ég þarfnast frítíma. Ég verð að fara á skráningar- stofu námumannanna og spyrjast fyrir um Daniel..." Frú Miles leit hörkulega á Töru. „Allt i lagi,” sagði hún, „en þú verður að spyrja mig leyfis í hvert skipti sem þú ætlar út,” Að minnsta kosti fimmtíu menn stóðu í biðröð fyrir framan skrifstofuna, en með þvi að borga fimm dali við hliðardyr þurfti Tara ekki að standa i röð. Ritarinn kom með risastóra bók. „Hérna er það: 29. september, 1897. Daníel Kane var skráður með skírteini frjálsu námumannanna og borgaði ákveðna upphæö fyrir það.” „Leyfðu mér að sjá,” bað Tara æst. „Hvar erkrafan?" Hann hristi höfuðið. „Hann hefur ekki fyllt hana út.” „Það er að segja, þú hefur ekki hug- mynd um hvar hann er?” „Frú, fram að þessum degi hef ég gefið út þúsundir skírteina. Sérhver gullleitarmaður i Yukon er með slíkt skirteini. Ég sé flesta þeirra ekki koma aftur. Þeir koma aðeins til baka ef þeir halda að þeir hafi fundið gull.” Það var einn staður I viðbót þar sem Daníel þekkist kannski. Tara tók á öllu sínu hugrekki til að fara inn á Monte Carlo krána sem var full af fólki, síðasta staðinn sem hún hefði kosið að fara á. „Fáum okkur snúning,” kallaði maöur yfir ærandi hávaðann. Tara reyndi að komast i burtu en hann þrýsti einhverju I lófann á henni — merki úr fílabeini. „Hvaðer þetta?” „Þú átt að dansa við spjátrunginn! Hefur Sápi ekki sagt þér það?” Hún starði á hann. „Mér þykir fyrir þvi. Þú hefur farið mannavillt. Ég er ekki á vegum þessa staðar eða Sápu-Smiths,” ( „Hvers vegna i andskotanum ertu hérna?” spurði hann reiðilega. „Þú velur mann og —” „Ég held að það hafi verið öfugt, var það ekki?” svaraði Tara hnyttilega og i sama mund opnuðu tveir menn i rauðum einkennisbúningum vængja- hurðina. Þeir komu i áttina að barnum og Tara bar kennsl á Constantine umsjónar- mann, en of seint. „Jæja, frú Kane,” sagði hann þurrlega. „Þú eyðir tímanum þá hérna ” „Ég er aðeins hér af þvi að ég er að leita að eiginmanni mínum,” muldraði Tara. „Þegar ég finn konu í þessum félags - skap, á þessum tíma nætur, get ég aðeins dregið eina ályktun, frú." Hann gaf lög- regluþjónunum merki og þeir héldu á- fram hringferðsinni um salinn. Félagi hennar leit forvitnislega á hana. „Hvað var um að vera?” spurði hann. Tara lét sem hún sæi hann ekki og sneri sér að barþjóninum. „Afsakið,” byrjaði hún, „ég er að leita að manni — Daníel Kane. Hann var i Dawson fyrir nokkrum vikum." „Kane? Bíddu aðeins.” Hjarta Töru tók kipp þegar hann kom til baka með bréfsnepil. „Ég man eftir manninum. Hann skuldar okkur fjörutiu og fimm dali.” Hún þreif bréfið af honum í æsingi. Undirskrift Daniels var á því. „Hvenær var þetta?” spurði Tara. „Fyrir fjórum eða fimm vikum.” Hann leit nánar á hana. „Hvað kemur hann þér við?" „Hann er eiginmaður minn,” svaraði Tara. „Við höfum mjög strangar húsreglur, frú, og yfirmaðurinn gerir engar undan- tekningar. Þar sem við getum ekki náö i eiginmann þinn, þá er best að þú borgir skuldina.” „Þú skalt segja hr. Smith að hann geti sagt mér það sjálfur.” svaraði Tara ónotalega. „Þekkir þú yfirmanninn?” „Ó, já,” fullvissaði Tara hann um. „Ég þekki hr. Smith vissulega mjög vel.” Barþjónninn setti upp uppgerðarbros. „Það mun þá gleðja þig að heyra að hann kemur hingaðeftir fáeina daga.” Næsta morgun, þegar gestirnir voru farnir, kom frú Miles inn I eldhús. „Hr. Constantine færði mér mjög leiðinlegar fréttir af þér,” sagði hún kuldalega. „Ef þú átt við Monte Carlo krána, þá var ég þar að spyrjast fyrir um eigin- mann minn,” sagði Tara. „Kona verður að hugsa um mannorð sitt —” „Til helvítis með mannorð mitt! Mig langar að finna eiginmann minn!” • hrópaði Tara. „Skilurðu það? Ég myndi fara hvert sem er, gera allt! Ég elska hann.” Frú Miles hopaði lítilsháttar. Þetta var sú Tara, sem hún hafði ekki séð áður, ákveðin, þrjósk og mjög stolt.” „Engin ástæða til að tala svona," sagði hún móðguð. „Ég ber aðeins velferð þína fyrir brjósti. Kona sem er ein á ferð er auðveld bráð. Þú hefur ekki hugmynd um hvað gæti komið fyrir konu sem er ein á ferð.” „Ég hef grun um það.” 1 búðinni var krafist eins dals fyrir að hengja upp tilkynningar á töflu og Tara lét setja eina upp í hvelli. Hún var þannig: Daníel Kane frá San Francisco. Vill sá sem veit um ferðir Daniels Kane hafa samband við konu hans strax? Það er haldið að hann sé aö ieita að gulli á Dawson svœðinu. Verðlaun eru í boði Hafið samband við frú Töru Kane. sem býr í gisihúsi frú Miles. Nokkrum dögum síðar fékk Tara bréf: Kæra frú Kane! Ég gæti haft upplýsingar sem þú hefðir áhuga á. Ég hlakka til að borða með þér kvöldmat i kvöld. Ég mun sækja þig klukkan sex. Þinn einlægur, Jefferson R. Smith. „Það er ánægjulegt að sjá þig aftur,” sagði Jefferson Smith þegar Tara kom til dyra. „Ég verð að koma fljótlega aftur,” sagði Tara og lét sem hún sæi ekki arminn sem hann bauð henni. „Hvert förum við?” „Til litils staðar sem ég á,” muldraði hann. Það hét Regina kaffi og var stærsta byggingin í Dawson. „Þegar ég hef opnað þetta allt, þá verður það finasta hótelið i Dawson,” montaði Smith sig og hélt hurðinni opinni. Inni sá hún borð, lagt var á borð fyrir tvo og það var búið að kveikja á kertunum. Silfurborð- búnaðurinn og kristalsglösin glönsuðu og ljómuðu. Allur þessi munaður virtist undarlega óviðeigandi I Dawson. En maturinn kom henni mjög á óvart. Hún furðaði sig á þvi hvernig Smith gæti útvegað allar þessar kræsingar. allar eldaðar og framreiddar af nýja kokknum hans, sem sannarlega kunni til verka. Hann var frá einu besta hótelinu í San Francisco, fullvissaði hann hana um. Þau höfðu gaman af fjörlegum samræðunum. Tara horfði gætilega á Smith meðan á máltíðinni stóð. „Þú sagðir að þú hefðir upplýsingar um eiginmann minn,” sagði hún og rauf langa og innilega þögnina. Hann lauk við vinið og horföi hugsandi á hana. „Þú veist að ég dáist að þér, Tara. Þú er lagleg kona og lika kjarkmikil. Mér virðist sem við hæfum hvort öðru.” „Hr. Smith,” sagði Tara hvassri röddu, „mér er skitsama. Mig langar aðeins að heyra um eiginmann minn.” „Henn hellti rikulega af koniaki i tvö glös og sagði henni síðan: „Það gengur orðrómur um að maður sem heitir Daníel Kane leiti að gulli hjá Fortymile. Ég skal fara með þig þangað ef þú vilt.” Hún horfði tortryggnislega á hann. Hann andvarpaði. „Þú mátt ekki halda að eina ástæðan fyrir þvi að ég býð þér ferð til Fortymile sé að ég vilji hafa uppi á týndum eiginmanni þínum. Ég á viðskiptaerindi þangað.” Tara ætlaði að fara að tala þegar dyrnar opnuðust. 1 gættinni var glæsileg kona í pels utan yfir þröngan svartan kjól. „Ungfrú Cad Wilson,” sagði Smith letilega. „Frú Tara Kane.” „Ég hef heyrt að hún sé nýja gæsin þin,” sagði Cad móðgandi þar sem hún stóð bak við þau. Tara stirðnaði. „Þú veist að þú átt ekki að trúa öllu sem þú heyrir, Cad,” svaraði Smith háðslega. Cad brosti og leit ógnandi á Töru. „Ég skal gefa þér heilræði vinan. Þú 16 Vikan 4. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.