Vikan - 24.01.1980, Page 21
og eina af hverjum,” sagöi Hart og var
búinn að gleyma höfuðverknum.
„Hvað með hana?” spurði Duke og
hneigði höfuðið í áttina til Töru.
„Hún er aðstoðarmaður minn.”
„Við tökum ykkur bæði með,” sagði
Duke. „Við eigum smá felustað. Hinir
strákarnir vilja líka láta taka myndir af
sér.”
Fátt var sagt á leiðinni. Duke hafði
tekið byssu Harts en enginn leitaði á
Töru og hún hafði ennþá byssuna, sem
Smith lét hana fá.
Tíminn leið og landið varð ójafnara.
Að lokum stönsuðu þau og Duke tók frá
augum treirra. Hún hafði enga htgmynd
um hve langt þau höfðu farið áður en
sleðinn stansaði.
Tara deplaði augunum þegar tekið
var frá þeim og Hart flýtti sér að setja
upp gleraugun. Þau voru á sléttu sem
var umkringd háum klettum. Þar voru
nokkur tjöld og hrörlegur kofi.
Hávaxinn maður með tvær byssur
kom til þeirra. „Hvað viltu fá mikið fyrir
hana?” spurði hann Duke.
„Hún er ekki til sölu, Blue. Ég og
strákarnir fundum hana, svo við eigum
hana.”
Blue sneri sér að Töru. „Hvað ert þú
að gera hér?”
„Ég er að leita að eiginmanni mínum,
Daníel Kane,” sagði hún óstyrk. „Hann
er að grafa eftir gulli með Jake Gore.”
„Þú ert á réttum stað,” sagði hann og
kinkaði kolli í áttina að mönnum, sem
voru að horfa á. „Jake,” kallaði hann,
„kona vill hitta þig.”
Fölur maður, með hárið bundið i tagl,
og hring á hverjum fingri, kom til
hennar. Tara starði með efa á hann.
„Veist þú hvar Daniel er núna?"
spurði hún hann.
„Komdu, við skulum tala um það í
einrúmi,”svaraði hann.
Duke tróð sér fram. „Hún er okkar.”
Hinir horfðu á, ákafir áhorfendur en
enginn blandaði sér i málið.
Jake yppti öxlum, sneri sér við eins og
hann ætlaði að ganga i burtu en henti
síðan einhverju. Tara horfði með
hryllingi á þegar Duke datt á jörðina.
Hnífur stóð út úr bringu hans. Agndofa
leyfði hún Jake að leiða sig að einu
tjaldinu.
„Hver sagði þér að Dan væri hér?"
„Cad Wilson,” svaraði Tara og tók
fram úr Daníels. „Hún sagði mér að þú
hefðir látið hana fá þetta og að þú
ntyndir vísa mér til hans.”
„Við getum farið i fyrramálið.” Hann
teygði sig eftir leirflösku og bauð henni
drykk. „Þú ert mjög lagleg kona,” bætti
liann við og virti hana fyrir sér.
„Hvernig hefur Daníel það?” spurði
Tara og forðaðist augnaráð hans.
„Hvernig kynntust þið? Hefur þú fundið
gull?”
„Drottinn minn, þú sérð hann á
morgun. Hættu að nauða I mér. Hvers
vegna sefur þú ekki hér í nótt og við
getum farið snemma af stað I fyrra-
málið?”
Tara fetaði sig að tjaldopinu. „Ég
verðaðhitta hr. Hart....”
„Hvers vegna slapparðu ekki af? Ég
ætla ekki að daðra við eiginkonu félaga
míns.” Hann tók hönd hennar og
byrjaði að kjassa hana. Töru fannst sem
hendur hans gætu rifið hana í sundur.
„Góða nótt, hr. Gore. Ég sé þig í
fyrramálið.”
Tilhugsunin um að hitta Daniel hélt
fyrir henni vöku þessa nótt. Hugsunin
fyllti hana af samblandi af æsingi og
kvíða. Myndi hann ennþá vera santi
maðurinn og hún hafði gifst? Haföi hún
verið að elta hugsjón, dýrðlegar
minningar?
Og hvað með hana? Var hún sama
konan og hann hafði elskað og hlúð að.
Hugsun hennar var reikandi þegar hún
hugleiddi hvernig hún ætti að segja
honum frá dauða dóttur þeirra.
Hún heyrði mennina hlæja og drekka.
Hart var meðal þeirra. Hún þreifaði á
vinstri hendi sinni, sem var ber án
giftingarhringsins. Hvernig átti hún aó
segja Daníel frá Smith? Hún hugsaði um
matarboðið með honum, hvernig hann
hafði horft á hana. Hún greip i byssuna,
sem hann hafði látið hana fá, og sagði
við sjálf sig: Hann vildi nota mig. En
það mun hann ekki gera. Aldrei.
Það var eins og hún óttaðist. Hart var
dauðadrukkinn þegar Tara fór á fætur
snemma næsta morgun. Hún beislaði
hundana og fór til Jakes. Það var ekki
bundiðfyrir augun I þetta skiptið.
Framhald í næsta bladi.
Diana, þú getur ekki fætt barnið
í mifljum frumskógi! Þafl er
. fáránlegt. ----
' Slappaflu af/^
mamma. Eg er •
ekki búin afl
ákveða neitt enn.
í Ameríku rifrildi.
Eðlileg fæfling.
Moz, gamli og vitri. Þú sem veist allt Er erfitt að
fæða böm?__________________________________________
Y Sem pipar-
k sveinn, þá veit ég
ekkert um þafl, gangandi
andi!
4. tbl. Vikan 21