Vikan - 24.01.1980, Side 30
Draumar
Umboðsmaður á
leikaraeyju
Kæri draumráðningaþáttur!
Mig langar til að biðja þig
um að ráða draumfyrir mig.
Þannig er mál með vexti að
þegar ég var lítil dreymdi mig
að ég væri umboðsmaður á
leikaraeyju og ég var mátuleg
í miðri Viku
í vextinum og Ijóshærð með
brún augu, Ijósbrún.
Bestu kveðjur.
Ein í vanda.
Líklega hefur þessi draumur
verið framhald einhverra
hugsana þinna í vökunni og því
lítið mark á honum takandi. Á
barnsaldri er ímyndunaraflið
mjög sterkt og getur ráðið miklu
í atburðarás drauma næstu
nætur. Þó má gera ráð fyrir að á
þeim tíma hafi þetta boðað þér
einhverja skemmtilega daga, en
draumurinn hefur enga þýðingu
fyrir þig hvað varðar nútímann
eða framtíðina.
Litríkir fuglar í
ókunnu húsi
Kæri draumráðandi!
Aðfaranótt 30. nóvember
dreymdi mig eftirfarandi
draum:
Ég og vinkona mín vorum á
rölti úti í móa. Þá kom bíll þar
að og út úr honum stigu tveir
fullir strákar, sem ég þekki. Ég
varð logandi hrædd og bankaði
á dyr á húsi einu. Kona kemur
til dyra og spyr, hvað mig
vanti. Ég segi henni að strák-
arnir séu að stríða mér, en hún
kvaðst ekkert geta gert við því.
Bak við konuna sá ég opið
fuglabúr og fyrir framan voru
fuglar, mjög litríkir og mis-
stórir. Ég var mjög hrifin af
þeim og lét áhuga minn í Ijós
við konuna. Hún sussar á mig,
svo hinir komi ekki og geri allt
vitlaust. Allt I einu breytist
þessi kona í eina vinkonu mína
og hún býður mér inn. Ég fer
og við erum að skoða fugla og
gæla við þá þegar ég vakna.
Jœja, ég vona að þú viljir
birta þennan draum fyrir mig,
því ég get ekki hætt að hugsa
um hann.
Bless.
Bleik mey.
Fuglar í búri eru mjög gott
draumatákn og boða yfirleitt
mikið fé, jafnvel arf. Þarna
snerti þetta á einhvern máta
bæði þig og vinkonu þína og
boðar ykkur báðum hagstæða
atburði. Drukknu kunningjarnir
hafa verið fyrirboði votviðris,
sem skollið hefur á stuttu eftir
að þig dreymdi drauminn.
Orð Jesú Krists á
jörðu
Kæri draumráðandi Vikunnar.
Meðfylgjandi draum dreymdi
mig á sl. sumri. Hefur hann
nokkuð ásótt mig síðan, á þann
veg að mig hefði langað til að
fá einhverja hugmynd um
merkingu hans. Það skal tekið
fram, að mig dreymir sára-
sjaldan nokkuð sem heil brú er
I. En þennan draum mundi ég
svo greinilega þegar ég
vaknaði. Þætti mér vænt um ef
þú, ágæti draumaráðandi, vildir
spá í drauminn og birta svar í
Vikunni.
Mér þykir ég vera staddur á
æskuheimili mínu. Hagaði þar
svo til, að svokallaður frambœr
var við aðalhúsið, og á þessum
frambæ var torfþak. Ég er
staddur úti á dyrahellunni og
verður litið til vesturloftsins. Sé
ég þar birtast lítinn dökkleitan
hnött, sem fœrist óðfluga nær
og stækkar vegna nálœgðar
sinnar. Frá honum koma nú
með leifturhraða í átt að mér
litlir hlutir, sem mér þótti vera
litlar sprengjur eða eitthvað
svipaðrar ættar, sem auðsýni-
lega var beint að mér og mér
þótti að ættu að skaða mig.
Áður en þetta náði til jarðar,
tókst mér að flýja inn úr dyr-
unum, svo að þessir hlutir
gerðu mér ekkert mein. Þegar
inn í frambœinn var komið,
bjóst ég við á hverri stundu að
þessar sendingar hnattarins
fœru að dynja niður í kringum
mig. Fannst mér ég bíða litla
stund, þannig að ekkert gerðist.
Loks rofnaði þekjan hljóðlaust
yfir höfði mér, stórtgat hafði
myndast, svo að ég sá út I
skýlausan himininn. Hevri ég
nú mikinn dýrðlegan hljóm og
um leið sé ég gegnum opið á
þekjunni, fara hægt til austurs,
geysimikinn krans úr pálma-
viðargreinum og í honum
miðjum sitja einhverja, að mér
þótti himneska veru, sem
hrópaði nafn mitt skýrt og
sagði mig hafa boðað orð Jesú
Krists hér á jörðu. Þessi sýn
hvarf svo til austurs. Þótti mér,
sem ég stóð þarna furðu
lostinn, að hnötturinn vígalegi
hefði breyst I þennan friðarins
krans. Draumurinn varð ekki
lengri.
Virðingarfyllst.
5821-3179
Krans í draumi táknar ætíð að
eitthvað, sem dreymandinn
hefur lengi þráð mun rætast. í
slíkum draumi eru öll smáatriði
mikilvæg og mjög þýðingar-
mikið að draumráðandi viti eitt-
hvað um persónulega hagi
dreymandans. Þessi draumur er
þér líklega fyrir einhverjum
miklum atburðum, sem setja
munu svip sinn á þig varanlega.
Atburðir breyta um svip og taka
óvænta stefnu. Erfiðleikar þínir
í ákveðnu efni taka enda og er
það fórnfúsu starfi þínu mest að
þakka. Þéssi draumur er óvenju
góður og ekki ósennilegt að
tengsl séu á milli trúarlífs þíns
sjálfs og þessara miklu atburða.
30 Vikan 4. tbl.