Vikan - 24.01.1980, Síða 50
Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran_
HELGIDÓMUR
HEIÐNINNAR
Guðirnir kunngerðu vilja sinn mönn-
unum á gullöld Grikkja með jarteiknum
og umfram allt gegnum véfréttirnar.
Frægastir þessara helgu staða vorr
véfrétt Seifs í Dondona í Epírus, en þar
fengu spyrjendur svör sín fyrir þyt
vindsins í ævafornri heilagri eik, og
véfrétt Apollós i Delfi, er lengi var sú
véfrétt sem mestrar virðingar naut allra
helgistaða i heimi.
Sjálft er umhverfið, þar sem hin
fornu, helgu vé Appollós stóðu, tilvalið
til þess að skapa andaktar-stemmningu
og býr yfir dulmætti. Á eins konar syllu i
fjöllunum, sem mynda rætur hins háa
Parnassusfjalls, var Delfí, afskekkt frá
heiminum I villtu, hrikalegu klettalands-
lagi. Hér stöndum við augliti til auglitis
við náttúruna sjálfa og launhelgar
hinnar fornu guðsdýrkunar frá því
löngu áður en Apolló, guð Ijóssins, lagði
þetta hrikalega land undir sig og þar sem
jarðargyðjan var dýrkuð með frum-
stæðum hætti. Hér er betur hægt að
skilja heilagt æði Pýþíu meyprests.
Enn I dag býr fegursta griska fólkið i
Delfí. Hvergi eru ungu konurnar fegurri
og hvergi hittir maður tignarlegra
gamalt fólk eða mætir eðlilegri vingjarn-
leik í framkomu og útliti, sem ber jafn-
Ijóslega með sér hugarró og góðleik. Ef
til vill hefur hinn forngríski þjóðarstofn
haldist óblandaðri hér i þessum torsóttu
klettabeltum en annars staðar í
Mið-Grikklandi.
Uppi í hæðum Parnassos — fyrir ofan
hin eldfornu vé, sem urðu helgistaður
Apollós, héldu Bakkynjurnar hinar
taumlausu svallveislur sinar til heiðurs
Dionysiusi. 1 vitund Grikkja var hið
tignarlega, skógi vaxna fjall með syngj-
andi fjallalækjum sínum, silfurglitrandi
fjallshrygg og fögrum dropasteins-
hellum, verðugur bústaður fyrir Dionys-
ius og Bakkynjurnar, fyrir guð hirðanna,
Pan, og skógardísirnar. Á þeim árstima,
þegar myrkrið ógnaði að sigra birtuna,
flykktust menn frá Delfí, Böótíu og
Attíku til svimandi hópdansa með tyros-
stöfum og logandi kyndlum, með flaks-
andi hári og heilagar slöngur í höndum
við skerandi tóna flautanna og dimma
dynki pákunnar. t þessu ástandi hins
„heilaga æðis” trúðu þeir að sálin
losnaði frá líkamanum og sameinaðist
guðnum, svo hann gæti skyggnst inn i
framtíðina og spáð.
En neðar í hliðum Parnassus héldu til
dýrkendur guðs ljóssins. Þeir flykktust
að musteri hans frá öllum hinum griska
'heimi og jafnvel viðar að til þess að leita
hjálpar og ráðlegginga í vandamálum
sinum, smáum og stórum. Þeir spurðu
guðinn hvernig myndi ára, hvort þeir
ættu að kaupa þræl eða ekki, hvort þeir
ættu að kvænast eður ei. Og hafi maður
tekið hið mikilvæga skref út á braut
hjónabandsins, kann einhver einnig að
biðjast lausnar frá nagandi kvíða sínum
og efasemdum: er það barn hans eða
annars manns, sem eiginkonan gengur
með? Annar vill fá að vita hvort hann
eigi að þora að lána hinum eða þessum
peninga, og enn einn kann að spyrja,
eins og maðurinn, sem kom i véfrétt
Seifs í Dodona: Hver er það sem hefur
stolið sængum minum og koddum?
Frá borgum og ríkjum komu einnig
hátíðlegir sendiherrar með dýrmætar
gjafir til musterisins til þess að fá
upplýsingar um vilja guðanna, þegar
furðusýnir birtust á himni eða önnur
undarleg jarteikn, þegar hungursneyð
var eða drepsóttir herjuðu, eða þegar
taka þurfti mikilvægar ákvarðanir í
stjórnmálum.
Áður en pilagrímur gekk inn i
Apollós-musterið, laugaði hann sig
hreinan í kristaltæru vatni lindarinnar
Kastalias, og siðan lagði hann fórnir
sinar á altarið mikla fyrir framan helgi-
dóminn.
1 forsal musterisins blöstu við komu-
manni kjarnyrði í gullnu letri, sem áttu
að hjálpa honum að komast í rétta
guðrækilega stemmningu. Sagt var að
þau værueftir sjö vitringa Grikklands og
áminntu menn um hófsemi og lítillæti.
Hroka töldu hinir fomu Grikkir til
hinna verstu allra synda. Ekkert var
guðunum ver við en mann, sem ekki
kannaðist við takmörk sins eigin vilja.
Fyrsta skylda hvers dauðlegs manns var
að gera sér grein fyrir takmörkunum
sinum.
Þess vegna var fyrsta áletrunin i helgi-
dómi Apollós þessi: Þekktu sjálfan þig!
Við hlið þessara vísdómsorða mátti lesa
hið gamalkunna: Allt í hófi! og hina
svipuðu áminningu: Ekki ýkja! 1 þessum
orðskviðum felst sumt þess besta í
grískufn anda. Hófsemi og sjálfsstjórn
voru þær höfuðdyggðir sem greindu
Grikki frá skrælingjum eða ósiðuðu
fólki.
Önnur spakmæli hinna grísku
spekinga bera í sér djúpa lífsvisku, eins
og þetta: Óhamingjusamur er sá einn, er
ekki fœr borið óhamingjuna! og Dramb
er falli nœst!
Svör sín við spurningunum fengu píla-
grímar frá aðalhelgidómi musterisins, en
að honum höfðu þeir ekki aðgang. Þar
inni sat Pýþia meyprestur Apollós á
þrífæti yfir „hyldýpi jarðar", sem lá
niður i neðanjarðarhelli. Pýþía varð að
vera frjálsborin, delfisk, óspjölluð mær
og helga sig skirlífi.
Slík mær myndi nú á dögum vera
kölluð miðill, þvi þessir kvenprestar
komust í leiðslu eða transástand og
töluðu myrk orð án samhengis, sem
prestar Apollós skrifuðu niður og
röðuðu siðan saman í setningar. Þegar
Rómverjar ríktu yfir Grikklandi var því
oft haldið fram, að leiðsla Pýþíu stafaði
af gufum sem stigu upp úr rifum í
fjallinu og sviptu hana rænu. En fornir
grískir höfundar nefna það hvergi og
nýjustu fornleifarannsóknir á þessum
slóðum hafa heldur ekki getað bent á
neitt sem styðji þá skoðun.
En það voru ekki fyrst og fremst spá-
dómar véfréttarinnar um framtíðina, er
voru aðalorsök þeirrar virðingar sem
hún naut og þess valds sem hún hafði
yfir hugum manna, heldur fremur hitt,
að hún gaf fólki góð ráð í andlegum
þrengingum og samviskunauð og hjálp-
aði því til að komast í sátt við guðina,
öðlast sálarfrið. Þetta var nefnilega
höfuðtilgangur helgidómsins. Ótal
manneskjum sem lengi höfðu kvalist í
efa og ótta varð það blessun að öðlast
styrk frá véfréttinni til þess að taka
ákvarðanir með hjálp guðdómsins. Og
við getum verið viss um það, að ráð þau
sem véfréttin gaf hafa yfirleitt verið hin
bestu, því musterisprestarnir voru vitrir
menn sem bjuggu yfir mikilli lífsreynslu
og mannþekkingu. Þeir höfðu ýmis ráð
til þess að lesa spyrjanda niður í kjölinn
áður en þeir mótuðu örlög hans. Þeir
höfðu fyrirtaks sambönd um allan hinn
gríska heim og vissu þess vegna vel
hvernig landið lá, þegar um var að ræða
mikilvægar ákvarðanir. Véfréttin hafði
nefnilega eins konar fasta fulltrúa í
mikilvægustu borgum Grikklands og
sendi auk þess sendinefndir annað veifið
til ýmissa annarra staða. Þessir sendi-
herrar véfréttarinnar sendu síðan
musterisprestunum upplýsingar um
margs konar atriði, sem máli gátu skipt
við ákvarðanir stjórnmálalegs eðlis eða i
öðrum mikilvægum spursmálum.
Þegar sendiherra kom frá einhverju
borgríki til að leita ráða véfréttarinnar,
vissu prestar Apollós fyrirfram allt sem
máli skipti um valdaaðstöðuna þar.
Enda hafði véfréttin gert það að sinni
gullnu reglu að fylgja ætíð að málum
hinum sterkasta í pólitiskum deilu-
málum. Til öryggis færðu prestarnir
nákvæmar skýrslur yfir allar spurningar
og svör. Þetta var ritað á trétöflur sem
með tímanum mynduðu mikið skjala-
safn í musterinu. Siðan var leitað til
þess, þegar á þurfti að halda, t.d. þegar
spyrjandi sem áður hafði komið var
mættur í annað sinn. Á þennan hátt
mynduðust smám saman reglur um
véfréttarsvörin og má geta nærri, að það
hefur stundum þótt merkilegt, að maður
fékk nákvæmlega sömu svör og hann
hafði fengið við sömu spurningum
mörgum árum áður.
Véfréttinni og skjalasafni hennar má
því nánast likja við stóra, nýtísku
upplýsingastofnun. Og enda þótt véfrétt-
inni skjátlaðist stundum, virtist hún ekki
bíða af því álitshnekki svo nokkru næmi.
Svörin voru oftast orðuð á myrkan og
tvíræðan hátt, og því sjaldgæft að vé-
fréttin gæti ekki lagt túlkun sína út á
hagstæðan hátt.
Þótt véfréttin léti frá sér fara oft á
tíðum stórpólitískar spár, sem rættust
stundum misjafnlega, þá eru til aðrar og
fegurri blaðsíður í sögu véfréttarinnar.
En þær fjalla um áhrif hennar til
aukinnar mannúðar innan hins griska
þjóðfélags. Sagnfræðingar telja það víst.
að hinn delfiski Apolló hafi til dæmis
haft mikil áhrif í þá átt að draga úr blóð-
hefndinni í Grikklandi. Hann hjálpaði
hinum veiku og undirokuðu i þjóð-
félaginu með því að stofna hæli, þar sem
þeir gátu leitað skjóls fyrir öflugum
ofsækjendum, svo framarlega sem
viðkomandi hafði ekki framið manndráp.
Á þessum sviðum höfðu prestar Apollós
blessunarrík áhrif í þágu mannúðar-
innar, sem líkja má við viðleitni
kirkjunnar til þess að draga úr hrotta-
legustu venjum Germana á miðöldum.
Delfí var lengi trúarleg og siðferðileg
miðstöð alls hins gríska heims. Þessi
staður var Grikkjum það sem Róm varð
kristnum mönnum á miðöldum og
Mekka múhameðstrúarmönnum.
Staðurinn, þar sem musterið stóð, var
álitinn vera miðpunktur jarðar. 1
gömlum sögnum var sagt, að Seifur vildi
eitt sinn vita hvar miðpunktur jarðar
væri. Lét hann þá tvo jafnfljóta erni
fljúga úr austri og vestri. Þeir mættust
yfir Delfí, og því hlaut omfalos (nafli)
jarðar að vera þar. Sem kennileiti var
Omfalos-steinninn reistur. En hann
fundu fornleifafræðingar siðar undir
grunni þeim, sem Apollómusterið í Delfí
er talið hafastaðiðá.
Frá ýmsum stöðum, fjær og nær,
streymdu gjafir til véfréttarinnar.
50 Vikan 4. tbl.